HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, Tibetan terrier:
Ræktunarnafn: Sólarblíðu
Nafn: Erla Rut Kristínardóttir Sími: 770 3778 Netfang: [email protected] facebooksíða: Sólarblíðu-ræktun |
Ræktunarnafn: Steinhóla
Nafn: Heiðbjört Haðardóttir Sími: 699-6309 |
Ræktunarnafn: Svarthöfða
Nafn: Anna Dagbjört Hermannsdóttir Sími: 694-3599 Netfang: [email protected] Heimasíða: www.svarthofdar.com |
Tegundakynning á Tibetan terrier
FCI- Staðall N°209
Tegundarhópur 9. Selskapshundar
Eðli
Skapgerð Tibetan terrier er það sem hefur verið mest heillandi við tegundina frá því hún varð til. Þeir eru vinalegir og blíðir fjölskylduhundar, næmir fyrir eigendum sínum og varfærir innan um stálpuð börn, hafi þau verið kynnt með viðeigandi hætti. Í samræmi við upphaflegan tilgang tegundarinnar sem varðhundur þá eru þeir hlédrægir gagnvart ókunnugum en ættu þó aldrei að vera árásagjarnir né feimnir við þá. Þeir eru ekki þekktir fyrir mikið gelt en gelt þeirra er djúpt.
Feldur
Vaxtarferill felds hjá Tibetan terrier er nokkuð langur og því verður feldurinn nokkuð síður. Þeir fara ekki úr hárum árstíðabundið, heldur fella þeir feldinn með jöfnum hætti yfir árið fyrir utan það þegar þeir losa sig við hvolpafeldinn en það tímabil hefst venjulega um 9 mánaða. Á þessu tímabili getur feldurinn flækst meira en á fullorðnum hundum. Feldurinn er tvöfaldur með hlýjan undirfeld og yfirfeld sem er með sambærilega áferð og hjá mannfólki. Feldurinn ætti ekki að vera silkikenndur eða krúllaður en má vera liðaður.
Tegundin þarfnast reglubundnar böðunar þar sem tíðnin er venjulega frá vikulega til 4 vikna fresti, allt eftir því umhverfi sem hann býr í og hversu síður feldurinn er. Feldurinn flækist auðveldlega og því er mikilvægt að huga að feldhirðunni og koma sér upp góðri rútínu þannig að feldhirðan skapi gæðastundir hjá hundi og eiganda. Það þarf að kemba feldinn 2 - 3x í viku og þá er alltaf mikilvægt að úða vökva yfir feldinn til að fyrirbyggja að hann rafmagnist og flækist frekar í kjölfarið. Þegar valið er að hafa feldinn snöggklipptann ætti líka að kemba feldinn að lágmarki 1x í viku.
Þjálfun/hreyfing
Þó tegundin henti vel í borgum þá þarfnast þeir reglulegrar hreyfingar. Þeir eru meðal orkumiklir en jafnframt glaðlegir, gáfaðir og liprir. Því henta þeir mjög vel í hundaíþróttir eins og hundafimi, spori, rallý o.fl. Þeir eru staðfastir, ákveðnir og snjallir sem getur stundum leitt til þess að þeir séu þrjóskir. Sumir hundar tegundarinnar passa mjög vel uppá sína hluti og getur það leitt til þess að þeim semji ekki vel við önnur gæludýr.
Uppruni/saga
Tibet terrier á uppruna sinn að rekja til Tíbet. Þrátt fyrir nafnið sitt þá tilheyrir tegundin ekki terrier hundum. Tegundin fékk ensku nafngiftina frá evrópskum ferðamönnum því útlitslega svipar tegundinni á margan hátt terrier tegundum. Í Tíbet ber tegundin nafnið Tsang Apso sem mætti þýða sem lubbalegur eða skeggjaður apso hundur.
Saga tegundarinnar er löng eða yfir 2000 ára. Sögulega hefur hlutverk tegundarinnar verið lukkudýr, varðhundur, smalahundur og selskapshundur. Þeir voru einnig notaðir til að sækja hluti sem fellu niður fjallshlíðar. Tegundin er einnig þekkt sem hinn heilagi hundur Tíbet og var aldrei seldur heldur gefin af munkum til að stuðla að gæfu. Af þessari ástæðu eru forfeður tegundarinnar ekki mjög margir.
Árið 1922 kom Dr. Agnes Greig með fyrsta hundinn af þessari tegund til Evrópu. Agnes fékk tíkina sem var gyllt og hvít að gjöf eftir að hafa framkvæmt aðgerð á sjúklingi í Tíbet. Tíkin fékk nafnið Bunti. Seinna fékk Agnes rakkann Rajah og hóf hún þá ræktun tegundarinnar árið 1924. Tegundin er skyld öðrum tegundum og hefur verið notuð til frekari þróunar á þeim, m.a. Shih Tzu, Lhasa Apso, Tibetan Spaniel o.fl.
Hæð á herðarkamb
Tegundin er 36 - 41 cm. og tíkur aðeins minni en rakkar.
Litir
Allir litir eru leyfðir fyrir utan súkkulaði, lifur eða merle.
Tegundarhópur 9. Selskapshundar
Eðli
Skapgerð Tibetan terrier er það sem hefur verið mest heillandi við tegundina frá því hún varð til. Þeir eru vinalegir og blíðir fjölskylduhundar, næmir fyrir eigendum sínum og varfærir innan um stálpuð börn, hafi þau verið kynnt með viðeigandi hætti. Í samræmi við upphaflegan tilgang tegundarinnar sem varðhundur þá eru þeir hlédrægir gagnvart ókunnugum en ættu þó aldrei að vera árásagjarnir né feimnir við þá. Þeir eru ekki þekktir fyrir mikið gelt en gelt þeirra er djúpt.
Feldur
Vaxtarferill felds hjá Tibetan terrier er nokkuð langur og því verður feldurinn nokkuð síður. Þeir fara ekki úr hárum árstíðabundið, heldur fella þeir feldinn með jöfnum hætti yfir árið fyrir utan það þegar þeir losa sig við hvolpafeldinn en það tímabil hefst venjulega um 9 mánaða. Á þessu tímabili getur feldurinn flækst meira en á fullorðnum hundum. Feldurinn er tvöfaldur með hlýjan undirfeld og yfirfeld sem er með sambærilega áferð og hjá mannfólki. Feldurinn ætti ekki að vera silkikenndur eða krúllaður en má vera liðaður.
Tegundin þarfnast reglubundnar böðunar þar sem tíðnin er venjulega frá vikulega til 4 vikna fresti, allt eftir því umhverfi sem hann býr í og hversu síður feldurinn er. Feldurinn flækist auðveldlega og því er mikilvægt að huga að feldhirðunni og koma sér upp góðri rútínu þannig að feldhirðan skapi gæðastundir hjá hundi og eiganda. Það þarf að kemba feldinn 2 - 3x í viku og þá er alltaf mikilvægt að úða vökva yfir feldinn til að fyrirbyggja að hann rafmagnist og flækist frekar í kjölfarið. Þegar valið er að hafa feldinn snöggklipptann ætti líka að kemba feldinn að lágmarki 1x í viku.
Þjálfun/hreyfing
Þó tegundin henti vel í borgum þá þarfnast þeir reglulegrar hreyfingar. Þeir eru meðal orkumiklir en jafnframt glaðlegir, gáfaðir og liprir. Því henta þeir mjög vel í hundaíþróttir eins og hundafimi, spori, rallý o.fl. Þeir eru staðfastir, ákveðnir og snjallir sem getur stundum leitt til þess að þeir séu þrjóskir. Sumir hundar tegundarinnar passa mjög vel uppá sína hluti og getur það leitt til þess að þeim semji ekki vel við önnur gæludýr.
Uppruni/saga
Tibet terrier á uppruna sinn að rekja til Tíbet. Þrátt fyrir nafnið sitt þá tilheyrir tegundin ekki terrier hundum. Tegundin fékk ensku nafngiftina frá evrópskum ferðamönnum því útlitslega svipar tegundinni á margan hátt terrier tegundum. Í Tíbet ber tegundin nafnið Tsang Apso sem mætti þýða sem lubbalegur eða skeggjaður apso hundur.
Saga tegundarinnar er löng eða yfir 2000 ára. Sögulega hefur hlutverk tegundarinnar verið lukkudýr, varðhundur, smalahundur og selskapshundur. Þeir voru einnig notaðir til að sækja hluti sem fellu niður fjallshlíðar. Tegundin er einnig þekkt sem hinn heilagi hundur Tíbet og var aldrei seldur heldur gefin af munkum til að stuðla að gæfu. Af þessari ástæðu eru forfeður tegundarinnar ekki mjög margir.
Árið 1922 kom Dr. Agnes Greig með fyrsta hundinn af þessari tegund til Evrópu. Agnes fékk tíkina sem var gyllt og hvít að gjöf eftir að hafa framkvæmt aðgerð á sjúklingi í Tíbet. Tíkin fékk nafnið Bunti. Seinna fékk Agnes rakkann Rajah og hóf hún þá ræktun tegundarinnar árið 1924. Tegundin er skyld öðrum tegundum og hefur verið notuð til frekari þróunar á þeim, m.a. Shih Tzu, Lhasa Apso, Tibetan Spaniel o.fl.
Hæð á herðarkamb
Tegundin er 36 - 41 cm. og tíkur aðeins minni en rakkar.
Litir
Allir litir eru leyfðir fyrir utan súkkulaði, lifur eða merle.