Við minnum á að þó að got séu auglýst á þessari síðu ábyrgist HRFÍ ekki hvolpana og að í flestum tilfellum er ekki búið að ættbókarfæra þá hjá félaginu þar sem það er aðeins gert eftir að örmerkingu er lokið (um 8 vikna aldur).
Hér eru auglýst þau got sem uppfylla lágmarkskröfur HRFÍ. Sjá nánar hér.
Eldri hundar eru aðeins auglýstir séu þeir ættbókarfærðir hjá félaginu og eigandinn félagsmaður.
Ef tegund þarf að fara í gegnum heilsufarspróf fyrir ættbókarfærslu (t.d. röntgen á mjöðmum, augnskoðun o.þ.h.) eru niðurstöður foreldranna birtar í auglýsingunni. Ef ekkert stendur við nafn foreldra þarf sú tegund ekki að fara í formleg heilsufarspróf.