Við minnum á að þó að got séu auglýst á þessari síðu ábyrgist HRFÍ ekki hvolpana og að í flestum tilfellum er ekki búið að ættbókarfæra þá hjá félaginu þar sem það er aðeins gert eftir að örmerkingu er lokið (um 8 vikna aldur).
Hér eru auglýst þau got sem uppfylla lágmarkskröfur HRFÍ. Sjá nánar hér.
Eldri hundar eru aðeins auglýstir séu þeir ættbókarfærðir hjá félaginu og eigandinn félagsmaður.
Ef tegund þarf að fara í gegnum heilsufarspróf fyrir ættbókarfærslu (t.d. röntgen á mjöðmum, augnskoðun o.þ.h.) eru niðurstöður foreldranna birtar í auglýsingunni. Ef ekkert stendur við nafn foreldra þarf sú tegund ekki að fara í formleg heilsufarspróf.
Australian Silky Terrier
Fæddir 28. Október 2024
Tara‘s Tornado
Maríanna Magnúsdóttir
[email protected]
8669766
Upplýsingar um got
Gotið er alið upp með puppy culture aðferð
Þannig þeir eru byrjaðir á klikkerþjálfun og umhverfisþjálfun vel á veg komin. Þau eru búin með hvolpaskapgerðamat og eru þeir mjög forvitnir um umhverfið og óhræddir
Þeir afhendast heilsufarsskoðaðir bólusettir og með ættbók frá HRFÍ.
Heilsufar foreldra
Foreldrar báðir standast allar kröfur HRFI. Eru auk þess augnskoðuð, DNA prófuð, hnéskelja og hjartaskoðuð.
Pabbinn er frá Bandaríkjunum en ég fékk sent frosið sæði.
Mamman er innflutt frá Finnlandi og hefur alla þá meistaratitla sem hægt er að fá á Íslandi.
Bæði eru þau mjög skapgóð, vinnugleði og hafa gert það gott á sýningum.
Foreldrar eru CIB NORDICCH ISCH ISjCH RW-21 NLM Pet Pursuit hall of fame - TESLA og
TLNW-23 Anjo Blu's Pet Pursuit of A Shooting Star - CHIP
5 hvolpar. 2 tíkur og 3 rakkar
Rakki1 – Seifur - Tara’s Tornado Can beat the world – til sölu (myndirnar tvær í miðjunni)
Rakki 2 – Róbert - Tara’s Tornado Can be the best – til sölu (Tvær Efstu myndirnar)
Tík 1 - Tara - Tara’s Tornado Can move a mountain – til sölu (Tvær Neðstu myndirnar.)