Til þess að auglýsa á hvolpasíðu HRFÍ þarf að senda póst með neðangreindum upplýsingum á [email protected]
Skráning á goti/hvolpum Vinsamlegast skoðið tékklistann hér neðar á síðunni áður en auglýsing er send inn. Fyrir auglýsingu gots: Fæðingardagur gotsins Ræktunarnafn (ef ræktandi á slíkt) Ræktandi Netfang Heimasíða (ef til) Símanúmer Fjöldi hvolpa í gotinu Fjöldi rakka/tíka Nafn, litur og kyn hvers hvolps ásamt uppl. hvort hann er seldur eða til sölu og verð ef það á að fylgja. Nöfn beggja foreldra hvolpanna (ættbókarnöfn) Myndir þurfa að fylgja með eigi þær að birtast. Hámark 5 myndir af foreldrum hvolpanna og af hvolpunum sjálfum. Ef got er auglýst snemma er hægt að senda inn mynd af foreldrum hvolpanna og við getum þá sett inn í myndareit að myndir komi síðar af hvolpunum og kostar þá ekki aukalega að bæta þeim myndum við. Dæmi um auglýst got Skráning á eldri hundum Fyrir auglýsingu eldri hunda: Nafn hunds í ættbók Fæðingardagur Ættbókarnúmer Eigandi Netfang Heimasíða Símanúmer Litur Heilsufarsskoðanir (ef einhverjar) Sýningar/vinnu/veiðiárangur (ef einhver) Nöfn foreldra Stuttur texti um hundinn Upplýsingar um verð ef það á að vera með Myndir þurfa að fylgja með eigi þær að birtast. Hámark 5 myndir mega vera af hundinum sjálfum og foreldrum. Eigi að vera nafn hundsins/foreldra fyrir neðan mynd skal það fylgja með (þe hvaða mynd er af hvaða hundi). Ef fleiri en 1 mynd er send þarf að láta vita hvaða mynd á að birtast sem forsíðumynd í auglýsingalistanum. Dæmi um auglýsingu á eldri hundi Auglýsing á ræktendasíðu Tegund: Ræktunarnafn: Nafn ræktanda (þess sem er aðaleigandi ræktunarnafnsins) Sími (ef það á að gefa hann upp) Netfang Heimasíða (ef til) Aðeins eru auglýstir hvolpar úr gotum innan HRFÍ hjá virkum félagsmönnum HRFÍ (gildir einnig um eldri hunda, skráður eigandi þarf að vera félagsmaður). Gotin þurfa að hafa uppfyllt allar þær heilsufarskröfur sem HRFÍ gerir á viðkomandi tegund ásamt almennum kröfum HRFÍ. Auglýsing er sett í birtingu eins fljótt og hægt er eftir að allar upplýsingar hafa borist ásamt greiðslu (sjá verðskrá hér til hægri). Auglýsingarnar eru í birtingu í 2 mánuði eða hafa allir fengið heimili (ræktendur þurfa að láta vita svo hægt sé að halda síðunni vel uppfærðri). Séu einhverjir hvolpar óseldir eftir 2 mán auglýsingu má senda póst á [email protected] og óska eftir því að auglýsingunni sé framlengt í 3 mánuði (sjá verðskrá). Tékklisti Aldur: Gæta skal að tíkin hafi náð nauðsynlegum lágmarksaldri fyrir pörun. Almennt gildir að þær skuli hafa náð 2 ára aldri en í sumum smærri tegundum er lágmarksaldur 18 eða 20 mánuðir fyrir pörun. Til þess að kynna sér hvaða reglur fylgja þinni tegund má skoða reglugerð um ættbókarskráningu á vef HRFÍ hér. Einnig þarf að hafa í huga að séu tíkur paraðar eftir að þær ná 7 ára aldri skal fylgja með vottorð dýralæknis (dagsett fyrir pörun) þar sem kemur fram að hún sé í nógu góðu ástandi til þess að ganga með og ala önn fyrir hvolpum.Ef tík er pöruð eftir 7 ára aldur skal fylgja pörunarvottorði vottorð frá dýralækni sem staðfestir að tíkin hafi verið í líkamlega góðu ástandi fyrir pörun og geti gengið með hvolpa og alið önn fyrir þeim án þess að það komi niður á heilsu hennar. Vottorð dýralæknis má ekki vera meira en mánaðargamalt við pörun. Para ekki tík sem er orðin 7 ára gömul hafi hún ekki átt hvolpa áður. Aldrei má para tík sem hefur náð 10 ára aldri. Röntgenmyndir: Sumar hundategundir er nauðsynlegt að mjaðma- eða olnbogamynda fyrir pörun. Lágmarksaldur fyrir myndatöku eru 12 mánuðir (18 hjá stærstu tegundunum) og þarf niðurstaðan að vera komin áður en parað er. Hér má lesa meira um mjaðma- og olnbogamyndir og hér má opna reglugerð um ættbókarskráningu og lesa sér til um hvaða tegundir þarf að mynda fyrir pörun. Augnskoðun: Sumar hundategundir er skylt að augnskoða fyrir pörun. Það er til þess að hægt sé að athuga hvort hundurinn sýnir einkenni arfgengra augnsjúkdóma. Misjafnt er eftir tegundum hversu lengi augnskoðanirnar gilda og er hægt að skoða hvaða tegundir þarf að skoða og hversu lengi vottorðin gilda í reglugerð um ættbókarskráningu hér. Örfáir augnsjúkdómar þekkjast í hundum sem eru það alvarlegir að ekki má para undan hundum sem greinast með þá, aðrir augnsjúkdómar teljast mun vægari og þá er mælt með því að para ekki saman tvo hunda sem báðir eru greindir með sama augnsjúkdóminn. HRFÍ flytur inn sérfræðinga í augnsjúkdómum hunda nokkrum sinnum á ári en enginn sérfræðingur er starfandi hér á landi og því ekki hægt að fá útgefin vottorð öðruvísi en í augnskoðun á vegum HRFÍ. Hnéskeljaskoðun: Nokkrar smærri hundategundir þarf að skoða hjá dýralækni fyrir pörun til þess að athuga með hnéskeljalos. Skoða má hvaða tegundir í reglugerð um ættbókarskráningu hér. Eistnavottorð: Hafi hundur ekki verið sýndur eftir 9 mánaða aldur eða átt got áður þarf að skila með gotskráningargögnum eistnavottorði frá dýralækni þar sem kemur fram að hann sé með bæði eistun, rétt staðsett og rétt löguð. DNA niðurstöður: Hægt er að greina með DNA prufum nokkra arfgenga sjúkdóma í nokkrum tegundum og hefur verið sett krafa á tegundir innan HRFÍ um að fyrir liggi DNA rannsókn á því hvort viðkomandi ræktunarhundur sé með viðkomandi sjúkdóm, sé arfberi fyrir honum eða sé án sjúkdómsins. Séu báðir foreldrar ræktunardýrs með gilda DNA niðurstöðu fyrir viðkomandi sjúkdómi og með niðurstöðuna Normal/Clear þarf ekki að skila inn niðurstöðu fyrir þeirra afkvæmi þar sem afkvæmið skráist þá Normal Clear By Parentage/NCP. Hægt er að nálgast upplýsingar hjá viðkomandi ræktunardeild og á skrifstofu félagsins um hvort niðurstöður séu til fyrir foreldri ræktunardýranna eða hvort skila þurfi inn DNA niðurstöðu. Hér má svo skoða í reglugerð um ættbókarskráningu hvaða tegundir þarf að DNA prófa fyrir pörun. Hjartavottorð: Í einni tegund (Cavalier)þarf að skila inn hjartavottorði með gotskráningu. Gildistíma vottorða má skoða í reglugerð um ættbókarskráningu hér. Sæðingar: Sé sæðing framkvæmd í stað eða ásamt náttúrulegri pörun er skylt að skila vottorði frá dýralækni. Leitast við að nota í ræktun hunda sem geta parað sig og fætt á eðlilegan hátt. Sé sæðing notuð þrátt fyrir skort á staðfestri getu til pörunar skal sá dýralæknir sem framkvæmir sæðinguna votta að rakkinn og tíkin hafi ekki skerta kyngetu eða séu ekki ófær um að parast á náttúrulegan hátt. Sæðing telst ekki réttlætanleg: Sýni hundurinn og/eða tíkin litla eða enga æxlunarhvöt. Sé hundurinn eða tíkin haldin líkamlegum sjúkdómi eða galla sem hvorki stafar af slysi né veikindum en hindrar eðlilega pörun. Reglur félagsins Ræktendur geta kynnt sér reglur félagsins betur hér |
Verðskrá auglýsinga:
Auglýsing er ókeypis fyrir virka félagsmenn í allt að tvo mánuði. Eftir það geta ræktendur kosið að kaupa viðbótarþjónustu. Viðbótarþjónusta (valkvæð): Framlenging á auglýsingu í 3 mánuði: 1.000 Ættbók sett inn (3 ættliðir): 2.000 Ættbók sett inn (4 ættliðir): 3.000 Skipt um/bætt við myndum eftir að auglýsing hefur verið birt: 1.000 hvert skipti. Auglýsing á ræktendasíðu: Virkir ræktendur sem hafa verið með got á síðustu tveimur árum fá auglýsinguna ókeypis annars 1500 kr árið fyrir fyrstu tegund 50% afsláttur af viðbótartegundum Almennt eru sendir greiðsluseðlar í heimabanka með 30 daga að eindaga, einnig er hægt að greiða á skrifstofunni, hringja inn símgreiðslu eða leggja inn á reikning félagsins. |