HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, Tibetan spaniel:
Ræktunarnafn: Demetríu
Nafn: Guðrún Helga Harðardóttir Sími: 898-4754 Netfang: [email protected] Heimasíða: www.tibetspaniel.is |
Ræktunarnafn: FagurRósar
Nafn: Ingibjörg Blomsterberg Sími: 695-9221 Netfang: [email protected] Heimasíða: í vinnslu |
Ræktendanafn: Sedalia
Nafn: Helga Kolbeinsdóttir Sími: 6947415 Netfang: [email protected] Heimasíða: www.sedalias.weebly.com |
Ræktunarnafn: Tíbráar Tinda
Nafn: Auður Valgeirsdóttir Sími: 557-5622 & 691-1953 Netfang: [email protected] Heimasíða: í vinnslu |
Tegundakynning á Tibetan spaniel
FCI-Staðall N°231
Tegundahópur 9: Selskapshundar
Tíbet spaniel hundurinn, eða Jemtse aspo sem hans tibetska nafn er menningararfur frá hinu dulúðlega, forna og frumstæða Tíbet. Uppruni kynsins er nokkuð óljós, en tegundin hefur verið í Tíbet frá um 300 fyrir Krist.Tíbet Spanielhundar , eða tíbbar, voru fyrst þekktir sem heimilishundar almúgafólks, en síðar meir í klaustrum og musterum, þar sem þeir voru virtir af táknrænum ástæðum trúar og goðsagnar. Þeir fengu viðurnefnið,, litla ljónið" og þóttu minna á ljónið sem Búdda tamdi og fylgdi honum af trúmennsku hvert sem hann fór. Það var trú manna, að mikil gæfa fylgdi þessum litlu hundum, þeir voru aldrei seldir, heldur fengu þjóðhöfðingjar og trúarleiðtogar þá gjarnan að gjöf í vináttu og virðingarskyni.
Tíbbar eru hvorki veiðhundar né smalahundar í sínu eðli eða uppruna. Í sínu náttúrulega umhverfi í fjöllunum í Tíbet þurftu þeir aldrei að læra að koma á skipun, né var hlýðni við eigandann mikilvæg fyrir afkomu þeirra, þrátt fyrir að trygglyndi þeirra við hann væri ávallt óbrigðult. Tíbbar eru sérlega trúfastir og húsbóndahollir og gleyma aldrei sínum velgjörðarmönnum, og eru að sama skapi minnugir sé þeim misboðið. Tíbbinn hefur þjónað manninum sem trúfastur félagi frá upphafi og var álitinn afar dýrmætur í menningu Tíbetanna. Ýmsar frásagnir eru til af þessum knáu og kláru litlu hundum en í heimalandinu var hlutverk þeirra fyrst og fremst að láta vita þegar ókunnugir nálguðust klaustrin sem þeir bjuggu í, enda eru þeir taldir hafa óvenju góða sjón og athygli.
Þeir lágu gjarnan uppi í fjallshlíðunum eða á múrunum umhverfis klaustrin og höfðu þar góða yfirsýn yfir heimasvæði sitt og með ólíku gelti létu þeir vita hvort vinir eða ókunnugir væru á ferð og þetta ólíka gelt getum við greint hjá tíbbanum enn þann dag í dag. Auk þessa voru tíbbarnir notaðir sem einskonar hitapúðar í köldu fjallaloftslaginu. Óskina um nálægð við mannfólkið sjáum við vel í tegundinni í dag og tíbbinn kann vel að meta að fá að liggja þétt uppað eiganda sínum, hvort sem er í rúminu, fanginu eða við fætur hans.
Tíbet Spaniel er forn tegund, en á sér þó fremur stutta sögu í Evrópu. Þeir komu fyrst til Englands í byrjun 20. aldar, og náðu ekki vinsældum undir eins. Síðari heimstyrjöld markaði nær endalok tegundarinnar í Englandi og eftir stríðið þurfti að hefja það erfiða verkefni að byggja tegundinna uppá nýtt, næstum frá grunni. Á sjötta áratugnum kom tegundin fyrst til Noregs og rúmum 30 árum síðar til Íslands, en það var í byrjun maí 1993 sem fyrstu Tíbet hundarnir komu til landsins frá Svíþjóð, þetta voru þau Nalinas Mon-Za-Can eða Sindý (f. 2/4 1989) , Nalinas Nooni eða Nonni (f. 6/10 1992) og Tíbetmans Justice at Last eða Þorri (f.5/3 1993) . Næstu hundar sem komu til landsins voru svo Freyja og Fjóla sem komu í apríl 1994. Fyrstu Tíbet hvolparnir komu í heiminn 19 júní 1994 og voru þeir undan Sindý og Þorra , voru þetta 2 hundar , þeir Bitru-Míló og Bitru-Dalí, og ein tík , Bitru-Ísabella. Tíbet spanieldeildin var svo stofnuð 19.nóv.1995. Vinsældir tegundarinnar hafa aukist smátt og smátt hérlendis og undanfarin ár hefur orðið nokkur aukning í stofninum og er heildarfjöldi nú um 100 hundar á landinu öllu.
Tegundahópur 9: Selskapshundar
Tíbet spaniel hundurinn, eða Jemtse aspo sem hans tibetska nafn er menningararfur frá hinu dulúðlega, forna og frumstæða Tíbet. Uppruni kynsins er nokkuð óljós, en tegundin hefur verið í Tíbet frá um 300 fyrir Krist.Tíbet Spanielhundar , eða tíbbar, voru fyrst þekktir sem heimilishundar almúgafólks, en síðar meir í klaustrum og musterum, þar sem þeir voru virtir af táknrænum ástæðum trúar og goðsagnar. Þeir fengu viðurnefnið,, litla ljónið" og þóttu minna á ljónið sem Búdda tamdi og fylgdi honum af trúmennsku hvert sem hann fór. Það var trú manna, að mikil gæfa fylgdi þessum litlu hundum, þeir voru aldrei seldir, heldur fengu þjóðhöfðingjar og trúarleiðtogar þá gjarnan að gjöf í vináttu og virðingarskyni.
Tíbbar eru hvorki veiðhundar né smalahundar í sínu eðli eða uppruna. Í sínu náttúrulega umhverfi í fjöllunum í Tíbet þurftu þeir aldrei að læra að koma á skipun, né var hlýðni við eigandann mikilvæg fyrir afkomu þeirra, þrátt fyrir að trygglyndi þeirra við hann væri ávallt óbrigðult. Tíbbar eru sérlega trúfastir og húsbóndahollir og gleyma aldrei sínum velgjörðarmönnum, og eru að sama skapi minnugir sé þeim misboðið. Tíbbinn hefur þjónað manninum sem trúfastur félagi frá upphafi og var álitinn afar dýrmætur í menningu Tíbetanna. Ýmsar frásagnir eru til af þessum knáu og kláru litlu hundum en í heimalandinu var hlutverk þeirra fyrst og fremst að láta vita þegar ókunnugir nálguðust klaustrin sem þeir bjuggu í, enda eru þeir taldir hafa óvenju góða sjón og athygli.
Þeir lágu gjarnan uppi í fjallshlíðunum eða á múrunum umhverfis klaustrin og höfðu þar góða yfirsýn yfir heimasvæði sitt og með ólíku gelti létu þeir vita hvort vinir eða ókunnugir væru á ferð og þetta ólíka gelt getum við greint hjá tíbbanum enn þann dag í dag. Auk þessa voru tíbbarnir notaðir sem einskonar hitapúðar í köldu fjallaloftslaginu. Óskina um nálægð við mannfólkið sjáum við vel í tegundinni í dag og tíbbinn kann vel að meta að fá að liggja þétt uppað eiganda sínum, hvort sem er í rúminu, fanginu eða við fætur hans.
Tíbet Spaniel er forn tegund, en á sér þó fremur stutta sögu í Evrópu. Þeir komu fyrst til Englands í byrjun 20. aldar, og náðu ekki vinsældum undir eins. Síðari heimstyrjöld markaði nær endalok tegundarinnar í Englandi og eftir stríðið þurfti að hefja það erfiða verkefni að byggja tegundinna uppá nýtt, næstum frá grunni. Á sjötta áratugnum kom tegundin fyrst til Noregs og rúmum 30 árum síðar til Íslands, en það var í byrjun maí 1993 sem fyrstu Tíbet hundarnir komu til landsins frá Svíþjóð, þetta voru þau Nalinas Mon-Za-Can eða Sindý (f. 2/4 1989) , Nalinas Nooni eða Nonni (f. 6/10 1992) og Tíbetmans Justice at Last eða Þorri (f.5/3 1993) . Næstu hundar sem komu til landsins voru svo Freyja og Fjóla sem komu í apríl 1994. Fyrstu Tíbet hvolparnir komu í heiminn 19 júní 1994 og voru þeir undan Sindý og Þorra , voru þetta 2 hundar , þeir Bitru-Míló og Bitru-Dalí, og ein tík , Bitru-Ísabella. Tíbet spanieldeildin var svo stofnuð 19.nóv.1995. Vinsældir tegundarinnar hafa aukist smátt og smátt hérlendis og undanfarin ár hefur orðið nokkur aukning í stofninum og er heildarfjöldi nú um 100 hundar á landinu öllu.
Tíbet Spaniel er lítill og harðger hundur og almennt þægilegur heimilishundur. Margir tala um að hér sé á ferð stór hundur í litlum skrokk. Þeir gefa stærri hundum ekkert eftir hvað úthald varðar og hafa einstaka ánægju af því að fara í langar gönguferðir, en sætta sig almennt við þá hreyfingu sem þeim er boðin, sé þörfum þeirra að öðru leiti sinnt. Yfir þeim hvílir austurlensk tign og virðuleiki, þeir eru rólegir og yfirvegaðir, en geta líka verið ærslafullir og uppátektarsamir sé gallinn á þeim. Tíbbinn hentar vel sem fjölskylduhundur, þeir eru blíðir og þolinmóðir og almennt barngóðir, en þó ber að minna hér á að börn og hunda á aldrei að skilja eftir eftirlitslaus saman. Það er nauðsynlegt að þekkja og virða uppruna og eðli tegundarinnar til að fá það besta útúr þeim. Maður þarf að vita hvers má ætlast af þeim og hvers ekki. Það getur verið gott að muna að tíbbinn hefur ekki gengið í gegnum langt ræktunarferli til að aðlaga hann að okkar nútíma samfélagi. Tegundin hefur enn mikið af upprunalega fjallahundinum í sér, sem lýsir sér meðal annars í því að tíbbar vilja gjarnan sitja hátt uppi (t.d. í gluggasillu) og klifra uppá hæstu björgin í göngutúrnum. Þó tíbbinn hafi ekki verið ræktaður með hlýðni í huga eru þeir klárir og auðvelt að kenna þeim ólík trix og sumir hafa jafnvel keppt með þeim í hlýðni og hundafimi með góðum árangri. Tibbinn er trúfastur og ljúfur lítill hundur sem elskar eiganda sinn og þráir að fá að þóknast honum á sinn hátt. Þeir búa þó gjarnan til sínar eigin reglur og setja spurningamerki við boð og bönn sem eigandanum á til að detta í hug að setja (að sjálfsögðu á tibbi að fá að vera uppí sófa!).
Það er gjarnan sagt um tegundina að tíbbar séu ,,klókir sem refir, sjálfstæðir sem kettir og uppátækjasamir sem apar."Ástæðu þessa má finna í sögulegum bakgrunni tegundarinnar, í tíbetsku fjöllunum var lífsbaráttan hörð og krafðist sjálfstæðis og útsjónasemi af tíbbanum svo þeir ættu möguleika á að lifa af.
Margir tíbbar hafa mikla þörf fyrir að fara í könnunarleiðangra og bíða ekkert endilega eftir að eigandinn fylgi eftir. Þeir eru ótrúlega uppátækjasamir og klókir að finna leið útúr garðinum eða húsinu til að rannsaka nágrennið. Þar sem þeir eru fráir á fæti er mikilvægt að kenna þeim innkallið frá unga aldri. Það er einnig nauðsynlegt að vera samkvæmur sjálfum sér í uppeldinu, tíbbar eru gáfaðir hundar með gott minni og líkt og með alla aðra hunda þarf að setja þeim skýr mörk. Það er vert að taka fram að tíbbar eru viðkvæmir fyrir hverskonar harðræði og of mikil harka í uppeldi gefur þér óöruggan og óhamingjusaman hund.
Tíbbinn fer úr hárum tvisvar á ári, á vorin og haustin. Feldhirða er mjög auðveld, en nóg er að greiða/kemba feldinn 2-3svar í viku.
Baða þarf tíbbann þegar hann er skítugur, annars eru þeir með svokallaðan sjálfhreinsandi feld sem helst jafnan hreinlegur og fallegur.
Þá má einnig benda á að ekki á að klippa önnur hár á tíbbanum en undir þófunum. Einnig er óráðlegt að raka tíbbann þar sem tvöfaldur feldur hans veitir honum góða vörn gegn bæði hita og kulda.
Venjulegur lífaldur fyrir Tíbet Spaniel er 12-15 ár.
Hinn arfgengi sjúkdómar PRA (Progressive retinal atrofi) hefur og getur komið upp í tegundinni (þó ekki séu skráð tilfelli á Íslandi). Þessi sjúkdómur gerir af verkum að hundurinn verður oftast blindur um 5 ára aldur og er einungis hægt að vita hvort hundurinn hrjáist af sjúkdómnum í skoðun hjá sérmenntuðum dýralækni (þó að í dag sé hægt að DNA prófa fyrir afbrigði af sjúkdómnum sem heitir PRA3). Augnskoðun er algjörlega sársaukalaus fyrir hundana.
Allir ættu að láta augnskoða hundana sína reglulega, þar sem sjúkdómurinn getur allt eins fyrst komið fram á eldri árum hundsins, þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem ætla sér að nota hundinn sinn í ræktun, þar sem PRA er arfgengur sjúkdómur. Annars er tegundin almennt heilbrigð og heilsuhraust og laus við arfgenga sjúkdóma.
Litir
Allir litir eru leyfðir í tegundinni, en algengasti liturinn er svokallaður sable (ljós með mis miklu svörtu). En tíbbi getur líka verið Partýlitaður, hvítur með gylltum eða dökkum flekkum og annar litamöguleiki er black&tan, en þá er tíbbinn svartur með brúnum merkingum.
Hæð á herðakamb/þyngd
Rakkar og tíkur um 25-26 cm og á bilinu 4-7 kg.
Það er gjarnan sagt um tegundina að tíbbar séu ,,klókir sem refir, sjálfstæðir sem kettir og uppátækjasamir sem apar."Ástæðu þessa má finna í sögulegum bakgrunni tegundarinnar, í tíbetsku fjöllunum var lífsbaráttan hörð og krafðist sjálfstæðis og útsjónasemi af tíbbanum svo þeir ættu möguleika á að lifa af.
Margir tíbbar hafa mikla þörf fyrir að fara í könnunarleiðangra og bíða ekkert endilega eftir að eigandinn fylgi eftir. Þeir eru ótrúlega uppátækjasamir og klókir að finna leið útúr garðinum eða húsinu til að rannsaka nágrennið. Þar sem þeir eru fráir á fæti er mikilvægt að kenna þeim innkallið frá unga aldri. Það er einnig nauðsynlegt að vera samkvæmur sjálfum sér í uppeldinu, tíbbar eru gáfaðir hundar með gott minni og líkt og með alla aðra hunda þarf að setja þeim skýr mörk. Það er vert að taka fram að tíbbar eru viðkvæmir fyrir hverskonar harðræði og of mikil harka í uppeldi gefur þér óöruggan og óhamingjusaman hund.
Tíbbinn fer úr hárum tvisvar á ári, á vorin og haustin. Feldhirða er mjög auðveld, en nóg er að greiða/kemba feldinn 2-3svar í viku.
Baða þarf tíbbann þegar hann er skítugur, annars eru þeir með svokallaðan sjálfhreinsandi feld sem helst jafnan hreinlegur og fallegur.
Þá má einnig benda á að ekki á að klippa önnur hár á tíbbanum en undir þófunum. Einnig er óráðlegt að raka tíbbann þar sem tvöfaldur feldur hans veitir honum góða vörn gegn bæði hita og kulda.
Venjulegur lífaldur fyrir Tíbet Spaniel er 12-15 ár.
Hinn arfgengi sjúkdómar PRA (Progressive retinal atrofi) hefur og getur komið upp í tegundinni (þó ekki séu skráð tilfelli á Íslandi). Þessi sjúkdómur gerir af verkum að hundurinn verður oftast blindur um 5 ára aldur og er einungis hægt að vita hvort hundurinn hrjáist af sjúkdómnum í skoðun hjá sérmenntuðum dýralækni (þó að í dag sé hægt að DNA prófa fyrir afbrigði af sjúkdómnum sem heitir PRA3). Augnskoðun er algjörlega sársaukalaus fyrir hundana.
Allir ættu að láta augnskoða hundana sína reglulega, þar sem sjúkdómurinn getur allt eins fyrst komið fram á eldri árum hundsins, þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem ætla sér að nota hundinn sinn í ræktun, þar sem PRA er arfgengur sjúkdómur. Annars er tegundin almennt heilbrigð og heilsuhraust og laus við arfgenga sjúkdóma.
Litir
Allir litir eru leyfðir í tegundinni, en algengasti liturinn er svokallaður sable (ljós með mis miklu svörtu). En tíbbi getur líka verið Partýlitaður, hvítur með gylltum eða dökkum flekkum og annar litamöguleiki er black&tan, en þá er tíbbinn svartur með brúnum merkingum.
Hæð á herðakamb/þyngd
Rakkar og tíkur um 25-26 cm og á bilinu 4-7 kg.