HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, Poodle:
Ræktunarnafn: Quckfire
Standard poodle Nafn: Björn Ómarsson & Ragna Þóra Samúelsdóttir Netfang: [email protected] |
Tegundakynning á Poodle
FCI- Staðall N°172
Tegundarhópur 9. Selskapshundar
Eðli
Poodle er eftirtektarsamur hundur, hugsuður og auðveldur í þjálfun. Þeir eru frábærir fjölskylduhundar, þeir eru mjög mikið fyrir félagsskap mannsins og yfirleitt mjög barngóðir og þá sérstaklega standard poodle. Þeir eru rosalega húsbóndahollir og velja sér yfirleitt einn uppáhalds fjölskyldumeðlim þó þeir elski oftast athygli frá öllum.
Feldur
Eitt aðaleinkenni poodle er feldurinn. Ef poodle er sýndur þarf hann að vera í einni af viðurkenndum klippingum en flestir poodle hundar sem ekki eru sýndir eru hafðir í þæginlegum stuttum klippingum sem ekki þarf að hafa eins mikið fyrir. Poodle fer lítið sem ekkert úr hárum en hins vegar þarf að klippa þá reglulega og einnig flækjast þeir tiltölulega auðveldlega og því þarf alltaf að vera á varðbergi og hugsa vel um feldinn, með reglulegum böðum og bursta þá oft. Þeir henta oft fólki með ofnæmi vel vegna þessarar feldgerðar.
Litir
Einlitir svartir, hvítir, brúnir, gráir og fawn. Augnumgerð, nef, varir, þófar o.fl. skal vera vel pigmentað.
Þjálfun/hreyfing
Poodle eru kátir orkuboltar sem eru fljótir að læra og vilja allt gera fyrir eiganda sinn. Þessir eiginleikar poodle ásamt því hversu fimir þeir eru hafa gert tegundina vinsæla í t.d sirkus um allan heim. Tegundin hentar einnig mjög vel í hlýðni og hundafimi. Uppruni tegundarinnar kemur enn vel í ljós þar sem veiðieðlið er ekki langt undan og meira að segja toy poodle mun benda á fugla.
Heilbrigði
Poodle er frekar heilbrigð tegund og oftast frekar langlíf, sérstaklega minni stærðirnar tvær en algengt er að toy poodle sem hugsað er vel um og haldið í kjörþyngd nái allt að 20 ára aldri en meðalaldur er í kringum 12 ár hjá standard poodle og um 14-15 ár hjá minni afbrigðunum. Það þarf að augnskoða poodle því í tegundinni finnast augnsjúkdómar, algengast PRA og cataract. Standard poodle þarf að mjaðmamynda og minni afbrigðin þarf að hnéskeljaskoða.
Uppruni/saga
Upprunaland poodle er Frakkland og á frönsku heitir tegundin "caniche" sem dregið er af "cane" en það er heiti á kvenkyns öndum. Upphaflega er tegundin komin af "Barbet" en það var árið 1743 sem hún fékk nafnið "Caniche" og var frá þeim tíma önnur tegund. Aðal tilgangur tegundarinnar var fyrst veiðar og er það einnig upphaflega ástæðan fyrir ákveðnum klippingum á poodle en þær hafa þróast og breyst með árunum. Tilgangur klippingarinnar var að gera hundinum auðveldara fyrir á sundi en samt halda hita á mikilvægum líffærum og liðum. Seinna urðu poodle hundar vinsælir sem félagar vegna þess hve vinalegir, kátir og húsbóndahollir þeir eru en einnig vegna þess að þeir voru til í fjórum stærðum og mörgum litaafbrigðum og því auðvelt fyrir flesta að velja eitthvað við sitt hæfi.
Fyrir um 50 árum síðan var poodle vinsælasta hundategund í heimi, eins konar tísku fylgihlutur í borgum um allan heim. Vegna vinsælda voru þeir mikið ræktaðir og var frekar hugað að fjölda en gæðum. Bæði heilsufars og hegðunarvandamál komu upp og urðu algeng og vinsældir tegundarinnar minnkuðu. Í dag hafa hins vegar ábyrgir og meðvitaðir ræktendur farið að rækta tegundina með gæði í huga og er poodle aftur orðinn áreiðanlegur félagi mannsins.
Hæð á herðarkamb
Standard Poodle: 45 - 60 cm uppá herðakamb en allt að 62 cm. er heimil stærð.
Medium Poodle: 35 - 45 cm
Miniature Poodle: 28 - 35 cm.
Toy Poodle: 24 - 28 cm upp á herðakamb en 23 cm er heimil stærð
Tegundarhópur 9. Selskapshundar
Eðli
Poodle er eftirtektarsamur hundur, hugsuður og auðveldur í þjálfun. Þeir eru frábærir fjölskylduhundar, þeir eru mjög mikið fyrir félagsskap mannsins og yfirleitt mjög barngóðir og þá sérstaklega standard poodle. Þeir eru rosalega húsbóndahollir og velja sér yfirleitt einn uppáhalds fjölskyldumeðlim þó þeir elski oftast athygli frá öllum.
Feldur
Eitt aðaleinkenni poodle er feldurinn. Ef poodle er sýndur þarf hann að vera í einni af viðurkenndum klippingum en flestir poodle hundar sem ekki eru sýndir eru hafðir í þæginlegum stuttum klippingum sem ekki þarf að hafa eins mikið fyrir. Poodle fer lítið sem ekkert úr hárum en hins vegar þarf að klippa þá reglulega og einnig flækjast þeir tiltölulega auðveldlega og því þarf alltaf að vera á varðbergi og hugsa vel um feldinn, með reglulegum böðum og bursta þá oft. Þeir henta oft fólki með ofnæmi vel vegna þessarar feldgerðar.
Litir
Einlitir svartir, hvítir, brúnir, gráir og fawn. Augnumgerð, nef, varir, þófar o.fl. skal vera vel pigmentað.
Þjálfun/hreyfing
Poodle eru kátir orkuboltar sem eru fljótir að læra og vilja allt gera fyrir eiganda sinn. Þessir eiginleikar poodle ásamt því hversu fimir þeir eru hafa gert tegundina vinsæla í t.d sirkus um allan heim. Tegundin hentar einnig mjög vel í hlýðni og hundafimi. Uppruni tegundarinnar kemur enn vel í ljós þar sem veiðieðlið er ekki langt undan og meira að segja toy poodle mun benda á fugla.
Heilbrigði
Poodle er frekar heilbrigð tegund og oftast frekar langlíf, sérstaklega minni stærðirnar tvær en algengt er að toy poodle sem hugsað er vel um og haldið í kjörþyngd nái allt að 20 ára aldri en meðalaldur er í kringum 12 ár hjá standard poodle og um 14-15 ár hjá minni afbrigðunum. Það þarf að augnskoða poodle því í tegundinni finnast augnsjúkdómar, algengast PRA og cataract. Standard poodle þarf að mjaðmamynda og minni afbrigðin þarf að hnéskeljaskoða.
Uppruni/saga
Upprunaland poodle er Frakkland og á frönsku heitir tegundin "caniche" sem dregið er af "cane" en það er heiti á kvenkyns öndum. Upphaflega er tegundin komin af "Barbet" en það var árið 1743 sem hún fékk nafnið "Caniche" og var frá þeim tíma önnur tegund. Aðal tilgangur tegundarinnar var fyrst veiðar og er það einnig upphaflega ástæðan fyrir ákveðnum klippingum á poodle en þær hafa þróast og breyst með árunum. Tilgangur klippingarinnar var að gera hundinum auðveldara fyrir á sundi en samt halda hita á mikilvægum líffærum og liðum. Seinna urðu poodle hundar vinsælir sem félagar vegna þess hve vinalegir, kátir og húsbóndahollir þeir eru en einnig vegna þess að þeir voru til í fjórum stærðum og mörgum litaafbrigðum og því auðvelt fyrir flesta að velja eitthvað við sitt hæfi.
Fyrir um 50 árum síðan var poodle vinsælasta hundategund í heimi, eins konar tísku fylgihlutur í borgum um allan heim. Vegna vinsælda voru þeir mikið ræktaðir og var frekar hugað að fjölda en gæðum. Bæði heilsufars og hegðunarvandamál komu upp og urðu algeng og vinsældir tegundarinnar minnkuðu. Í dag hafa hins vegar ábyrgir og meðvitaðir ræktendur farið að rækta tegundina með gæði í huga og er poodle aftur orðinn áreiðanlegur félagi mannsins.
Hæð á herðarkamb
Standard Poodle: 45 - 60 cm uppá herðakamb en allt að 62 cm. er heimil stærð.
Medium Poodle: 35 - 45 cm
Miniature Poodle: 28 - 35 cm.
Toy Poodle: 24 - 28 cm upp á herðakamb en 23 cm er heimil stærð