HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, Shetland sheepdog:
Ræktunarnafn: Undralands
Nafn: Lilja Dóra Halldórsdóttir og Herdís Hallmarsdóttir Sími: 825-6719 Netfang: [email protected] Heimasíða: www.undralandskennel.com |
Tegundakynning á Shetland sheepdog
Staðall FCI nr. 88
Tegundarhópur 1, hluti 1: Fjárhundur, án vinnuprófs
Shetland sheepdog eru sérlega fallegir og duglegir fjölskylduhundar af smávöxnu fjárhundakyni. Staðall hundakynsins leggur áherslu á fullkomið jafnvægi, fegurð og hreyfingar sem skila hámarks yfirferð með lágmarks áreynslu. Sheltie er almennt heilbrigður og langlífur, vinnuglaður og auðþjálfaður. Hann tengist eiganda og fjölskyldu sterkum böndum, er oft fálátur við ókunnuga og lætur vita þegar gesti ber að garði.
Uppruni
Saga og uppruni sheltie er óræðin. Kynið er kennt við Hjaltlandseyjar, hrjóstrugar og harðbýlar smáeyjar undan norðurströnd Skotlands, en líklegt er talið að hundar hafi borist þangað í öndverðu með norrænum víkingum sem settust þar að um 920 eKr. Fornleifarannsóknir benda til þess að hundar frumbyggja hafi verið af spits-gerð, skyldir norska búhundinum og íslenska fjárhundinum.
Árið 1760 voru kindur fluttar út í eyjarnar frá Skotlandi og með þeim líklega fjárhundar sem algengir voru á þeim tíma og af tegundargerð sem þróaðist síðan í rough- og border collie. Þessir fjárhundar blönduðust norrænu spitz-gerðinni og um 1820 herma heimildir að hundum eyjanna hafi svipað til þeirra fjárhunda sem almennt mátti finna hjá skoskum bændum þess tíma.
Um aldamótin 1900 keyptu nokkrir yfirmenn i breska sjóhernum smávaxna, loðna hvolpa af hundaprangara í Lerwick á Hjaltlandseyjum og færðu fjölskyldum sínum í Englandi sem “Hjaltlandseyjahunda”. Vitað er að hundaprangarinn átti smáhunda af papillon og pommeranian gerð og nokkuð öruggt er talið að hann hafi ræktað þessa hunda og jafnvel King Charles spaniel hunda saman við fjárhunda úr eyjunum til að ná fram smágerðari, loðnari og söluvænni hvolpum. Hundarnir vöktu athygli í Englandi og fjölgaði.
Árið 1908 voru fyrstu Hjaltlandseyja-hundarnir sýndir á hundasýningu í Skotlandi. Þeim var lýst sem “blendingslegum, lítið hærri en 20 cm”. Breska hundaræktarfélagið viðurkenndi tegundina árið 1914, sem er í raun með ólíkindum þar sem tegundagerðin var alls ekki fastmótuð og stofninn lítill, sundurleitur og blendingslegur. Myndir af sheltie frá þessum tíma sýna litla svarta og hvíta eða svarta og tan hunda sem gætu verið blendingar af cavalier og border colllie í dag.
Áhugamenn um kynið á þessum tíma skiptust í tvennt um hvert þeir vildu stefna í ræktun, annar hluti vildi leggja áherslu á skoska fjárhundsupprunann en hinn vildi gera kynið að “mini-collie”. Þeir síðarnefndu urðu ofan á og næstu 20 árin voru hundarnir skyldleikaræktaðir mjög þétt við við smávaxna rough-collie hunda til að ná fram æskilegu útliti. Fyrsti breski sýningameistarinn var krýndur árið 1915, rakki að nafni Woodvold. Móðir hans var smávaxin rough-collie tík kölluð Greta.
Tegundarhópur 1, hluti 1: Fjárhundur, án vinnuprófs
Shetland sheepdog eru sérlega fallegir og duglegir fjölskylduhundar af smávöxnu fjárhundakyni. Staðall hundakynsins leggur áherslu á fullkomið jafnvægi, fegurð og hreyfingar sem skila hámarks yfirferð með lágmarks áreynslu. Sheltie er almennt heilbrigður og langlífur, vinnuglaður og auðþjálfaður. Hann tengist eiganda og fjölskyldu sterkum böndum, er oft fálátur við ókunnuga og lætur vita þegar gesti ber að garði.
Uppruni
Saga og uppruni sheltie er óræðin. Kynið er kennt við Hjaltlandseyjar, hrjóstrugar og harðbýlar smáeyjar undan norðurströnd Skotlands, en líklegt er talið að hundar hafi borist þangað í öndverðu með norrænum víkingum sem settust þar að um 920 eKr. Fornleifarannsóknir benda til þess að hundar frumbyggja hafi verið af spits-gerð, skyldir norska búhundinum og íslenska fjárhundinum.
Árið 1760 voru kindur fluttar út í eyjarnar frá Skotlandi og með þeim líklega fjárhundar sem algengir voru á þeim tíma og af tegundargerð sem þróaðist síðan í rough- og border collie. Þessir fjárhundar blönduðust norrænu spitz-gerðinni og um 1820 herma heimildir að hundum eyjanna hafi svipað til þeirra fjárhunda sem almennt mátti finna hjá skoskum bændum þess tíma.
Um aldamótin 1900 keyptu nokkrir yfirmenn i breska sjóhernum smávaxna, loðna hvolpa af hundaprangara í Lerwick á Hjaltlandseyjum og færðu fjölskyldum sínum í Englandi sem “Hjaltlandseyjahunda”. Vitað er að hundaprangarinn átti smáhunda af papillon og pommeranian gerð og nokkuð öruggt er talið að hann hafi ræktað þessa hunda og jafnvel King Charles spaniel hunda saman við fjárhunda úr eyjunum til að ná fram smágerðari, loðnari og söluvænni hvolpum. Hundarnir vöktu athygli í Englandi og fjölgaði.
Árið 1908 voru fyrstu Hjaltlandseyja-hundarnir sýndir á hundasýningu í Skotlandi. Þeim var lýst sem “blendingslegum, lítið hærri en 20 cm”. Breska hundaræktarfélagið viðurkenndi tegundina árið 1914, sem er í raun með ólíkindum þar sem tegundagerðin var alls ekki fastmótuð og stofninn lítill, sundurleitur og blendingslegur. Myndir af sheltie frá þessum tíma sýna litla svarta og hvíta eða svarta og tan hunda sem gætu verið blendingar af cavalier og border colllie í dag.
Áhugamenn um kynið á þessum tíma skiptust í tvennt um hvert þeir vildu stefna í ræktun, annar hluti vildi leggja áherslu á skoska fjárhundsupprunann en hinn vildi gera kynið að “mini-collie”. Þeir síðarnefndu urðu ofan á og næstu 20 árin voru hundarnir skyldleikaræktaðir mjög þétt við við smávaxna rough-collie hunda til að ná fram æskilegu útliti. Fyrsti breski sýningameistarinn var krýndur árið 1915, rakki að nafni Woodvold. Móðir hans var smávaxin rough-collie tík kölluð Greta.
Útlit
Sheltie er smávaxinn, sérlega fallegur síðhærður fjárhundur. Líkamsbygging hans er í miklu jafnvægi og eitt einkenni kynsins eru léttar og að því er virðist, áreynslulausar hreyfingarnar. Æskileg hæð rækka á herðakamb er 37 cm og tika 35,5cm. Svipur og höfuðgerð er mikilvæg, höfuðið er fremur langt og fleiglaga (þrengra horn en þríhyrningur), kúpa og trýni jafnlangt og mynda samhliða beinar línur, séð frá hlið, sem skipt er í miðju í ákveðnu “stoppi”. Ljúfur svipur kemur ekki síst frá möndlulaga og nokkuð skásettum augum og eyrun eru borin hátt með þriðjung brotinn niður.
Leyfilegir litir eru sable (gulbrúnn), þrílitur (svartur og tan) og blár (grá-merlaður og tan), allir með hvítu. Sjaldgæfari, en einnig leyfilegir, eru svartur og hvítur og blár og hvítur, án tanmerkja. Feldurinn er tvöfaldur og þykkur, fremur síður og makkamikill, sérstaklega á rökkunum. Sheltie þarf almennt litla feldhirðu nema í árstíðabundnu feldlosi. Augu eru dökk en geta verið blá eða blá-flekrótt í bláum hundum.
Eiginleikar
Vinsældir sheltie sem heimilishunds stafa ekki sýst af ljúfri skapgerð hans og hversu auðþjálfaður hann er. Hinn dæmigerði sheltie er einstaklega hændur að fjölskyldu sinni, er forvitinn, duglegur og harðger, fljótur að læra en lítt gefinn að ókunnugum. Einstaka hundar eru með ágætis smalaeðli þótt ekki séu gerðar kröfur um vinnueðli í markmiði og flestir eru góðir varðhundar sem láta vita þegar ókunnuga ber að garði. Vegna geltsins hentar Sheltie almennt ekki í fjölbýli.
Þótt smæðin og skapgerðin geri sheltie einstaklega meðfærilegan, á athafnasamt líf með útivist og verkefnum mun betur við hann en líf kjölturakkans. Nákvæmnisvinna eins og keppnishlýðni og hundafimi er skemmtilegt sport með sheltie og hann er kjörinn ferðafélagi í göngu- og fjallaferðir. Fyrst og fremst vill hann þó vera með eiganda og fjölskyldu og snattast með í öllum þeirra daglegu verkefnum. Sheltie lyndir almennt vel við önnur dýr.
Sheltieræktun
Í ársbyrjun 2021 voru um 115 hundar skráðir í lifandi í ættbók HRFÍ. Ræktun í svo smáum stofni er áskorun, sheltietíkur eignast að jafnaði fáa hvolpa og þótt þeir komist á legg, er allt eins líklegt að þeir séu ekki heppilegir til áframhaldandi ræktunar. Það er ekki síst stærðin sem erfitt er að hafa stjórn á, en fjölbreyttir forfeður eiga til að skjóta upp kolli í genahappdrættinu og í einu goti geta komið stórir, collie-likir hvolpar og smágerðir, toy-líkir hvolpar, þótt foreldrar séu af dæmigerðri tegundagerð langt aftur í ættir.
Merkjanlegur munur er á evrópsku tegundargerðinni og þeirri bandarísku, en bandaríski staðallinn lýsir þyngra, kröftugra og kantaðra höfði sem þykir lítil prýði í okkar heimshluta.
Sheltie er almennt langlífur og heilbrigður hundur og kynið er ekki hrjáð af arfgengum sjúkdómum. Augnskoða þarf ræktunardýr.
Frekari upplýsingar um Shetland sheepdog og hundana okkar í HRFÍ má finna á www.sheltie.is
Lilja Dóra Halldórsdóttir
tengiliður HRFÍ fyrir Shetland sheepdog
Sheltie er smávaxinn, sérlega fallegur síðhærður fjárhundur. Líkamsbygging hans er í miklu jafnvægi og eitt einkenni kynsins eru léttar og að því er virðist, áreynslulausar hreyfingarnar. Æskileg hæð rækka á herðakamb er 37 cm og tika 35,5cm. Svipur og höfuðgerð er mikilvæg, höfuðið er fremur langt og fleiglaga (þrengra horn en þríhyrningur), kúpa og trýni jafnlangt og mynda samhliða beinar línur, séð frá hlið, sem skipt er í miðju í ákveðnu “stoppi”. Ljúfur svipur kemur ekki síst frá möndlulaga og nokkuð skásettum augum og eyrun eru borin hátt með þriðjung brotinn niður.
Leyfilegir litir eru sable (gulbrúnn), þrílitur (svartur og tan) og blár (grá-merlaður og tan), allir með hvítu. Sjaldgæfari, en einnig leyfilegir, eru svartur og hvítur og blár og hvítur, án tanmerkja. Feldurinn er tvöfaldur og þykkur, fremur síður og makkamikill, sérstaklega á rökkunum. Sheltie þarf almennt litla feldhirðu nema í árstíðabundnu feldlosi. Augu eru dökk en geta verið blá eða blá-flekrótt í bláum hundum.
Eiginleikar
Vinsældir sheltie sem heimilishunds stafa ekki sýst af ljúfri skapgerð hans og hversu auðþjálfaður hann er. Hinn dæmigerði sheltie er einstaklega hændur að fjölskyldu sinni, er forvitinn, duglegur og harðger, fljótur að læra en lítt gefinn að ókunnugum. Einstaka hundar eru með ágætis smalaeðli þótt ekki séu gerðar kröfur um vinnueðli í markmiði og flestir eru góðir varðhundar sem láta vita þegar ókunnuga ber að garði. Vegna geltsins hentar Sheltie almennt ekki í fjölbýli.
Þótt smæðin og skapgerðin geri sheltie einstaklega meðfærilegan, á athafnasamt líf með útivist og verkefnum mun betur við hann en líf kjölturakkans. Nákvæmnisvinna eins og keppnishlýðni og hundafimi er skemmtilegt sport með sheltie og hann er kjörinn ferðafélagi í göngu- og fjallaferðir. Fyrst og fremst vill hann þó vera með eiganda og fjölskyldu og snattast með í öllum þeirra daglegu verkefnum. Sheltie lyndir almennt vel við önnur dýr.
Sheltieræktun
Í ársbyrjun 2021 voru um 115 hundar skráðir í lifandi í ættbók HRFÍ. Ræktun í svo smáum stofni er áskorun, sheltietíkur eignast að jafnaði fáa hvolpa og þótt þeir komist á legg, er allt eins líklegt að þeir séu ekki heppilegir til áframhaldandi ræktunar. Það er ekki síst stærðin sem erfitt er að hafa stjórn á, en fjölbreyttir forfeður eiga til að skjóta upp kolli í genahappdrættinu og í einu goti geta komið stórir, collie-likir hvolpar og smágerðir, toy-líkir hvolpar, þótt foreldrar séu af dæmigerðri tegundagerð langt aftur í ættir.
Merkjanlegur munur er á evrópsku tegundargerðinni og þeirri bandarísku, en bandaríski staðallinn lýsir þyngra, kröftugra og kantaðra höfði sem þykir lítil prýði í okkar heimshluta.
Sheltie er almennt langlífur og heilbrigður hundur og kynið er ekki hrjáð af arfgengum sjúkdómum. Augnskoða þarf ræktunardýr.
Frekari upplýsingar um Shetland sheepdog og hundana okkar í HRFÍ má finna á www.sheltie.is
Lilja Dóra Halldórsdóttir
tengiliður HRFÍ fyrir Shetland sheepdog