HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, Saluki
Ræktunarnafn: Sunnusteins
Nafn: Þorsteinn Thorsteinson
Netfang: [email protected]
Heimasíða: www.sunnusteinn.is
Sími: 892 6647
Nafn: Þorsteinn Thorsteinson
Netfang: [email protected]
Heimasíða: www.sunnusteinn.is
Sími: 892 6647
Tegundakynning á Saluki
FCI- Staðall N°269
Tegundarhópur 10.
Eðli
Saluki geta verið frábærir heimilishundar fái þeir næga hreyfingu. Þeir eru hreinlegir, fara lítið úr hárum og af þeim er ekki hundalykt. Þeir geta hringað sig niður á ótrúlega lítið svæði og elska að láta fara vel um sig, vilja miklu frekar sofa í stofusófanum eða mjúku bæli heldur en þunnri mottu. Þeir gelta ekki mikið (sumir myndu frekar væla) og vilja vera með fólkinu sínu. Þeir eru blíðir og tryggir, frábærir félagar og dálítið sérvitrir sem gerir saluki ólíka flestum öðrum hundakynjum.
Saluki hundar geta verið fálátir við ókunnuga en einstaklingsmunur er þar mjög mikill. Sjálfstæði er lykilatriði þegar lund saluki er lýst, þeir gera ekkert sem þeir vilja ekki sjálfir og jákvæð styrking og umbun er nauðsynleg við þjálfun kynsins. Þetta eru gríðarlega skynsamir hundar en skynsemi er ekki það sama og hlýðni. Endurteknar hlýðniæfingar eru ekki líklegar til árangurs, þessir hundar missa oft áhugann ef þeir eru beðnir um að endurtaka sömu æfinguna of oft.
Þeir verða mjög nánir fólki sem þeir þekkja og treysta og það getur verið erfitt fyrir saluki að skipta um heimili á fullorðinsaldri.
Það er ekki til betra hundakyn fyrir rétta heimilið. Oft er það svo að fólk annaðhvort heillast af kyninu eða alls ekki en þeim sem heillast dugir yfirleitt ekki að eiga bara einn enda þrífst saluki best með öðrum af sama hundakyni.
Mjóhundadeild HRFÍ býður af og til upp á beituhlaupsæfingar (e. lure coursing) en segja má að þar njóti eðli saluki sín til fulls þegar hundarnir hlaupa á fullum hraða eftir beitu og skiptir engu máli þótt beitan sé einungis úr plasti.
Feldur
Hárafar getur verið með tvennu móti á saluki. Feldurinn er ávallt frekar snöggur og mjúkur viðkomu. Algengast er að hár á eyrum og skotti séu lengri en annars staðar á skrokki hundsins og einnig aftan á lærum, milli tánna og oft framan á hálsi. Þessir hundar kallast feathered en saluki getur einnig verið smooth, þá er hundurinn án fyrrnefndra lengri hára. Bæði þessi afbrigði eru sýnd saman í sýningarhring og ræktuð saman. Enn sem komið er þá er enginn smooth saluki til á Íslandi.
Dagleg feldhirða á saluki er mjög lítil, nóg er að greiða af og til gegnum lengri hár til að fyrirbyggja flóka þar sem hárin eru lengst og strjúka yfir feldinn til að taka laus hár.
Þjálfun/hreyfing
Allir sem kynnast saluki átta sig fljótt á því að eðli kynsins til að elta bráð á miklum hraða er innprentuð, veiðieðlið er gríðarlega sterkt og verður ekki þjálfað í burtu. Saluki er byggður til hlaupa, og hlaupa hratt og kynið hefur gríðarlegt úthald. Hlaup eru þeim nauðsynleg og hefðu þeir tækifæri til væru þeir á hlaupum allan daginn. Taumgöngur einar og sér munu ekki veita saluki næga hreyfingu. Lausahlaup eru kyninu nauðsynleg. Þeir stinga ekki af en reikna verður með að þeir muni elta nánast allt sem hreyfist og geta þá gleymt sér í bili og jafnvel verið komnir langt frá eigandanum þegar þeir átta sig. Þetta sterka veiðieðli og hlaupaþörf veldur því að saluki hentar alls ekki öllum.
Rúmgóður, afgirtur garður með nægjanlega hárri girðingu og örugg aðstaða til þess að leyfa saluki að hlaupa er nauðsyn öllum eigendum saluki. Saluki getur stokkið hátt, margir eru jafnvel ótrúlega fimir við klifur og þeir elska að grafa!
Uppruni/saga
Talið er að saluki, eða gaselluhundur eins og kynið var stundum kallað, sé elsta hreinræktaða hundakyn heimsins. Til eru múmíur af hundum í Egyptalandi frá því 3.600 f.Kr. og voru þessir hundar veiðihundar forn Egypta og líkjast mjög þeim salukihundum sem við þekkjum í dag. Lýsingar á saluki má einnig finna á kistu Tutankhamun í Egyptalandi og einnig fjölda dýrgripa úr gröf hans, auk annarra grafhýsa í Egyptalandi.
Saluki á uppruna sinn að rekja í öllum miðausturlöndum. Með hraða sínum og úthaldi á veiðum gat saluki aukið við annars takmarkað mataræði bedúína Miðausturlanda með ferskri bráð enda var litið á saluki sem gjöf frá Allah. Almennt voru hundar álitnir „óhreinir“ í þessum heimshluta en saluki hafði sérstakan sess og fékk að sofa inni í tjöldum hirðingjanna með konum og börnum.
Saluki var notaður til veiða á arabískri gasellu (e. Arabian gazelle) og einnig eyðimerkurhéra. Hundarnir unnu í hópum og eltu þessi ótrúlega hraðskreiðu og fimu dýr. Bedúínarnir tömdu einnig fálka sem staðsettu bráðina og þannig gátu fálki og saluki unnið saman við veiðarnar. Saluki hljóp bráðina niður, beit og rotaði frekar en að drepa og færði húsbónda sínum. Sjálfir veiddu hundarnir og átu minni og auðveldari bráð, s.s mýs og önnur nagdýr sem finnast í eyðimörkinni og jafnvel bjöllur. Þannig veiddu saluki hundarnir bæði mat fyrir sig og ættbálkinn sem þeir tilheyrðu.
Saluki hefur aðlagast fullkomlega að hlutverki sínu sem veiðihundur eyðimerkurinnar. Þetta eru gríðarlega harðgerir hundar sem lifðu við aðstæður þar sem hiti gat farið yfir 50°C á daginn og fallið niður fyrir frostmark á nóttunni. Ólíkt mörgum öðrum hundakynjum þá hefur saluki bara einfaldan feld sem hjálpar kyninu ekki einungis að þola mikinn hita heldur tryggir sömuleiðis að sandur og drulla loðir síður við feldinn. Veiðar í eyðimörkinni eiga sér yfirleitt stað mjög snemma morguns, rétt fyrir sólarupprás, eða seint að kvöldi og getur þá verið mjög kalt. Saluki þolir því vel kalt loftslag þrátt fyrir fíngerðan feldinn og elskar jafnvel að hlaupa og leika sér í snjó.
Fita er í lágmarki á liprum og vöðvastæltum búk saluki en bein eru mjög þétt og sterk svo kynið er sterkara og harðgerara en það lítur út fyrir. Saluki notar sjónina til veiða og augun eru vel rök svo að sandur sem kemst fram hjá löngum augnhárunum skolast auðveldlega úr augunum. Skottið virkar ekki einungis sem bremsa og stýri á hlaupum heldur ver það sömuleiðis höfuðið fyrir sandi og vindi þegar hundurinn hringar sig saman til hvíldar. Salukihundar þurfa sömuleiðis ótrúlega lítið að drekka sem er aðlögun þúsunda ára að harðgerðum aðstæðum eyðimerkurinnar.
Bedúínarnir pössuðu upp á að saluki blandaðist ekki öðrum hundum og mismunandi ættbálkar viðhéldu eigin ræktunarlínum sem hentuðu best aðstæðum á hverjum stað. Sjaldgæft var að saluki gengi kaupum og sölum og það þótti mikill heiður að fá saluki að gjöf.
Saluki voru líka teknir sem herfang. Eftir krossferðirnar komu nokkrir saluki til Evrópu og finna má saluki á gömlum evrópskum listmunum, málverkum, höggmyndum, steindum gluggum, veggteppum og jafnvel skjaldarmerkjum, sérstaklega í Belgíu.
Undir lok 19. aldar og í upphafi 20. aldar komu saluki aftur til Evrópu, hundar sem háttsettum foringjum í breska hernum höfðu verið færðir að gjöf. Þessir hundar komu af mismunandi svæðum, úr mismunandi lofslagi og útlit þeirra var í samræmi við það nokkuð mismunandi. Fyrsta ræktunarmarkmið saluki í Evrópu var samþykkt árið 1923 og var því ætlað að taka tillit til allra hinna upprunalegu tegundargerða af saluki.
Hæð á herðarkamb
Leyfileg hæð á herðakamb saluki samkvæmt ræktunarmarkmiði FCI er 58-71 cm og tíkur geta verið minni. Útlit kynsins getur verið nokkuð mismunandi, tegundargerðin (e. Type) er fjölbreytt sem er æskilegt og eðlilegt fyrir þetta hundakyn og er það tekið fram í ræktunarmarkmiðinu. Ástæða þessa fjölbreytileika má rekja til þess sess sem saluki hefur í hefðum araba og þess gríðarstóra landsvæðis Miðausturlanda þar sem saluki hefur verið notaður til veiða í þúsundir ára.
Heildarsvipur saluki gefur til kynna tignarleika, línur í búk flæða og allt í byggingu kynsins á að vera í samræmi. Heildarsvipurinn gefur sömuleiðis til kynna þann mikla hraða sem saluki getur náð á hlaupum, það gríðarlega úthald og styrk sem kynið hefur.
Litir
Saluki er til í nánst öllum litum, allt frá ljós-rjómagulum, nánst hvítum, yfir í allar gerðir af gulum og rauðum lit, svörtum og mórauðum. Grizzle er algengt mynstur en þá eru hundarnir botnóttir og ljósir í andliti og hvert einstakt hár er í mismunandi blæbrigðum frá rót að hárenda. Grizzle mynstur getur fylgt öllum mögulegum litum í kyninu. Þá geta saluki verið kolóttir og jafnvel mikið kolhærðir. Hvítar merkingar eru einnig algengar en þær geta verið hvítir sokkar, hvítt á bringu, hvítur kragi og jafnvel blesa. Þá er flekkótt (e. particolour) ekki óalgengt, jafnvel svo að hundurinn sé nánast alhvítur. Möguleikarnir í lit eru því næstum endalausir en það eina sem ekki er leyfilegt samkvæmt ræktunarmarkmiðum FCI er bröndótt mynstur (e. brindle).
Heilbrigði
Að jafnaði er saluki heilbrigður og langlífur hundur. Algengasta dánarorsök ungra saluki er að þeir lendi fyrir bíl og því verður seint lögð of mikil áhersla á nauðsyn þess að sleppa saluki einungis á öruggum svæðum. Reikna má með að saluki nái um þrettán ára aldri og margir verða jafnvel fimmtán ára eða eldri. Flestir saluki hundar deyja úr sjúkdómum sem tengja má elli, svo sem krabbameini eða hjartasjúkdómum.
Saluki hundar, rétt eins og margir aðrir mjóhundar, geta brugðist á annan hátt við lyfjum en flest önnur hundakyn. Ástæðan er lægra hlutfall fitu en í venjulegum hundum og einnig starfar lifrin á annan hátt. Styrkur lyfja í blóði og heila getur því orðið hærri hjá saluki sem getur leitt til þess að þeir eru lengur að jafna sig og dæmi eru um saluki sem ekki vakna eftir svæfingu sökum þessa.
Í stofni saluki finnast hjartasjúkdómar og sjálfsónæmissjúkdómar (e. auto immune), sjúkdómar sem geta þá komið fram í ungum hundum. Oft eru þessir sjúkdómar tengdir ákveðnum ræktunarlínum og því nauðsynlegt að ræktendur skoði vel bakgrunn mögulegra undaneldisdýra og deili upplýsingum sín á milli. Fyrir pörun er sömuleiðis mjög æskilegt að sónarskoða hjarta undaneldisdýra hjá þar til gerðum sérfræðingi.
Saluki í dag
Saluki er í dag nokkuð vinsæl tegund á Vesturlöndum. Lífsstíll bedúína í Miðausturlöndum er ekki sá sami og áður og þótt enn þann dag í dag megi finna ættbálka sem nota saluki til veiða þá er tegundin þar aðallega notuð í sport og sem stöðutákn.
Ennþá eru saluki hundar fluttir frá Miðausturlöndum til Vesturlanda og eru sérstakar ræktunaráætlanir starfræktar í mörgum löndum til skráningar nýrra, áður óskráðra, hunda. Ræktunargrunnur saluki er því stór og erfðabreytileiki mikill samanborið við mörg önnur hundakyn.
Ræktendur saluki standa frammi fyrir þeirri áskorun að viðhalda kyni sem hefur verið óbreytt í þúsundir ára, bæði í lund og í útliti. Ekkert í byggingu saluki á að vera ýkt en ýktari einstaklingum hneigir til að standa upp úr fjöldanum og vinna á hundasýningum. Það er því áskorun að rækta til framfara en á sama tíma viðhalda óbreyttu þessu elsta hundakyni heimsins.
Saluki á Íslandi
Fyrsti saluki hundurinn var fluttur til Íslands árið 2007. Í dag hafa níu hundar verið fluttir til landsins, frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Fjórir þessara hunda hafa reyndar flutt úr landi aftur ásamt eigendum sínum. Einungis þrjú got hafa fæðst hér á landi, samtals tuttugu hundar en nokkrir þeirra fundu sín framtíðarheimili í öðrum löndum.
Texti: Þorsteinn Thorsteinson
Tegundarhópur 10.
Eðli
Saluki geta verið frábærir heimilishundar fái þeir næga hreyfingu. Þeir eru hreinlegir, fara lítið úr hárum og af þeim er ekki hundalykt. Þeir geta hringað sig niður á ótrúlega lítið svæði og elska að láta fara vel um sig, vilja miklu frekar sofa í stofusófanum eða mjúku bæli heldur en þunnri mottu. Þeir gelta ekki mikið (sumir myndu frekar væla) og vilja vera með fólkinu sínu. Þeir eru blíðir og tryggir, frábærir félagar og dálítið sérvitrir sem gerir saluki ólíka flestum öðrum hundakynjum.
Saluki hundar geta verið fálátir við ókunnuga en einstaklingsmunur er þar mjög mikill. Sjálfstæði er lykilatriði þegar lund saluki er lýst, þeir gera ekkert sem þeir vilja ekki sjálfir og jákvæð styrking og umbun er nauðsynleg við þjálfun kynsins. Þetta eru gríðarlega skynsamir hundar en skynsemi er ekki það sama og hlýðni. Endurteknar hlýðniæfingar eru ekki líklegar til árangurs, þessir hundar missa oft áhugann ef þeir eru beðnir um að endurtaka sömu æfinguna of oft.
Þeir verða mjög nánir fólki sem þeir þekkja og treysta og það getur verið erfitt fyrir saluki að skipta um heimili á fullorðinsaldri.
Það er ekki til betra hundakyn fyrir rétta heimilið. Oft er það svo að fólk annaðhvort heillast af kyninu eða alls ekki en þeim sem heillast dugir yfirleitt ekki að eiga bara einn enda þrífst saluki best með öðrum af sama hundakyni.
Mjóhundadeild HRFÍ býður af og til upp á beituhlaupsæfingar (e. lure coursing) en segja má að þar njóti eðli saluki sín til fulls þegar hundarnir hlaupa á fullum hraða eftir beitu og skiptir engu máli þótt beitan sé einungis úr plasti.
Feldur
Hárafar getur verið með tvennu móti á saluki. Feldurinn er ávallt frekar snöggur og mjúkur viðkomu. Algengast er að hár á eyrum og skotti séu lengri en annars staðar á skrokki hundsins og einnig aftan á lærum, milli tánna og oft framan á hálsi. Þessir hundar kallast feathered en saluki getur einnig verið smooth, þá er hundurinn án fyrrnefndra lengri hára. Bæði þessi afbrigði eru sýnd saman í sýningarhring og ræktuð saman. Enn sem komið er þá er enginn smooth saluki til á Íslandi.
Dagleg feldhirða á saluki er mjög lítil, nóg er að greiða af og til gegnum lengri hár til að fyrirbyggja flóka þar sem hárin eru lengst og strjúka yfir feldinn til að taka laus hár.
Þjálfun/hreyfing
Allir sem kynnast saluki átta sig fljótt á því að eðli kynsins til að elta bráð á miklum hraða er innprentuð, veiðieðlið er gríðarlega sterkt og verður ekki þjálfað í burtu. Saluki er byggður til hlaupa, og hlaupa hratt og kynið hefur gríðarlegt úthald. Hlaup eru þeim nauðsynleg og hefðu þeir tækifæri til væru þeir á hlaupum allan daginn. Taumgöngur einar og sér munu ekki veita saluki næga hreyfingu. Lausahlaup eru kyninu nauðsynleg. Þeir stinga ekki af en reikna verður með að þeir muni elta nánast allt sem hreyfist og geta þá gleymt sér í bili og jafnvel verið komnir langt frá eigandanum þegar þeir átta sig. Þetta sterka veiðieðli og hlaupaþörf veldur því að saluki hentar alls ekki öllum.
Rúmgóður, afgirtur garður með nægjanlega hárri girðingu og örugg aðstaða til þess að leyfa saluki að hlaupa er nauðsyn öllum eigendum saluki. Saluki getur stokkið hátt, margir eru jafnvel ótrúlega fimir við klifur og þeir elska að grafa!
Uppruni/saga
Talið er að saluki, eða gaselluhundur eins og kynið var stundum kallað, sé elsta hreinræktaða hundakyn heimsins. Til eru múmíur af hundum í Egyptalandi frá því 3.600 f.Kr. og voru þessir hundar veiðihundar forn Egypta og líkjast mjög þeim salukihundum sem við þekkjum í dag. Lýsingar á saluki má einnig finna á kistu Tutankhamun í Egyptalandi og einnig fjölda dýrgripa úr gröf hans, auk annarra grafhýsa í Egyptalandi.
Saluki á uppruna sinn að rekja í öllum miðausturlöndum. Með hraða sínum og úthaldi á veiðum gat saluki aukið við annars takmarkað mataræði bedúína Miðausturlanda með ferskri bráð enda var litið á saluki sem gjöf frá Allah. Almennt voru hundar álitnir „óhreinir“ í þessum heimshluta en saluki hafði sérstakan sess og fékk að sofa inni í tjöldum hirðingjanna með konum og börnum.
Saluki var notaður til veiða á arabískri gasellu (e. Arabian gazelle) og einnig eyðimerkurhéra. Hundarnir unnu í hópum og eltu þessi ótrúlega hraðskreiðu og fimu dýr. Bedúínarnir tömdu einnig fálka sem staðsettu bráðina og þannig gátu fálki og saluki unnið saman við veiðarnar. Saluki hljóp bráðina niður, beit og rotaði frekar en að drepa og færði húsbónda sínum. Sjálfir veiddu hundarnir og átu minni og auðveldari bráð, s.s mýs og önnur nagdýr sem finnast í eyðimörkinni og jafnvel bjöllur. Þannig veiddu saluki hundarnir bæði mat fyrir sig og ættbálkinn sem þeir tilheyrðu.
Saluki hefur aðlagast fullkomlega að hlutverki sínu sem veiðihundur eyðimerkurinnar. Þetta eru gríðarlega harðgerir hundar sem lifðu við aðstæður þar sem hiti gat farið yfir 50°C á daginn og fallið niður fyrir frostmark á nóttunni. Ólíkt mörgum öðrum hundakynjum þá hefur saluki bara einfaldan feld sem hjálpar kyninu ekki einungis að þola mikinn hita heldur tryggir sömuleiðis að sandur og drulla loðir síður við feldinn. Veiðar í eyðimörkinni eiga sér yfirleitt stað mjög snemma morguns, rétt fyrir sólarupprás, eða seint að kvöldi og getur þá verið mjög kalt. Saluki þolir því vel kalt loftslag þrátt fyrir fíngerðan feldinn og elskar jafnvel að hlaupa og leika sér í snjó.
Fita er í lágmarki á liprum og vöðvastæltum búk saluki en bein eru mjög þétt og sterk svo kynið er sterkara og harðgerara en það lítur út fyrir. Saluki notar sjónina til veiða og augun eru vel rök svo að sandur sem kemst fram hjá löngum augnhárunum skolast auðveldlega úr augunum. Skottið virkar ekki einungis sem bremsa og stýri á hlaupum heldur ver það sömuleiðis höfuðið fyrir sandi og vindi þegar hundurinn hringar sig saman til hvíldar. Salukihundar þurfa sömuleiðis ótrúlega lítið að drekka sem er aðlögun þúsunda ára að harðgerðum aðstæðum eyðimerkurinnar.
Bedúínarnir pössuðu upp á að saluki blandaðist ekki öðrum hundum og mismunandi ættbálkar viðhéldu eigin ræktunarlínum sem hentuðu best aðstæðum á hverjum stað. Sjaldgæft var að saluki gengi kaupum og sölum og það þótti mikill heiður að fá saluki að gjöf.
Saluki voru líka teknir sem herfang. Eftir krossferðirnar komu nokkrir saluki til Evrópu og finna má saluki á gömlum evrópskum listmunum, málverkum, höggmyndum, steindum gluggum, veggteppum og jafnvel skjaldarmerkjum, sérstaklega í Belgíu.
Undir lok 19. aldar og í upphafi 20. aldar komu saluki aftur til Evrópu, hundar sem háttsettum foringjum í breska hernum höfðu verið færðir að gjöf. Þessir hundar komu af mismunandi svæðum, úr mismunandi lofslagi og útlit þeirra var í samræmi við það nokkuð mismunandi. Fyrsta ræktunarmarkmið saluki í Evrópu var samþykkt árið 1923 og var því ætlað að taka tillit til allra hinna upprunalegu tegundargerða af saluki.
Hæð á herðarkamb
Leyfileg hæð á herðakamb saluki samkvæmt ræktunarmarkmiði FCI er 58-71 cm og tíkur geta verið minni. Útlit kynsins getur verið nokkuð mismunandi, tegundargerðin (e. Type) er fjölbreytt sem er æskilegt og eðlilegt fyrir þetta hundakyn og er það tekið fram í ræktunarmarkmiðinu. Ástæða þessa fjölbreytileika má rekja til þess sess sem saluki hefur í hefðum araba og þess gríðarstóra landsvæðis Miðausturlanda þar sem saluki hefur verið notaður til veiða í þúsundir ára.
Heildarsvipur saluki gefur til kynna tignarleika, línur í búk flæða og allt í byggingu kynsins á að vera í samræmi. Heildarsvipurinn gefur sömuleiðis til kynna þann mikla hraða sem saluki getur náð á hlaupum, það gríðarlega úthald og styrk sem kynið hefur.
Litir
Saluki er til í nánst öllum litum, allt frá ljós-rjómagulum, nánst hvítum, yfir í allar gerðir af gulum og rauðum lit, svörtum og mórauðum. Grizzle er algengt mynstur en þá eru hundarnir botnóttir og ljósir í andliti og hvert einstakt hár er í mismunandi blæbrigðum frá rót að hárenda. Grizzle mynstur getur fylgt öllum mögulegum litum í kyninu. Þá geta saluki verið kolóttir og jafnvel mikið kolhærðir. Hvítar merkingar eru einnig algengar en þær geta verið hvítir sokkar, hvítt á bringu, hvítur kragi og jafnvel blesa. Þá er flekkótt (e. particolour) ekki óalgengt, jafnvel svo að hundurinn sé nánast alhvítur. Möguleikarnir í lit eru því næstum endalausir en það eina sem ekki er leyfilegt samkvæmt ræktunarmarkmiðum FCI er bröndótt mynstur (e. brindle).
Heilbrigði
Að jafnaði er saluki heilbrigður og langlífur hundur. Algengasta dánarorsök ungra saluki er að þeir lendi fyrir bíl og því verður seint lögð of mikil áhersla á nauðsyn þess að sleppa saluki einungis á öruggum svæðum. Reikna má með að saluki nái um þrettán ára aldri og margir verða jafnvel fimmtán ára eða eldri. Flestir saluki hundar deyja úr sjúkdómum sem tengja má elli, svo sem krabbameini eða hjartasjúkdómum.
Saluki hundar, rétt eins og margir aðrir mjóhundar, geta brugðist á annan hátt við lyfjum en flest önnur hundakyn. Ástæðan er lægra hlutfall fitu en í venjulegum hundum og einnig starfar lifrin á annan hátt. Styrkur lyfja í blóði og heila getur því orðið hærri hjá saluki sem getur leitt til þess að þeir eru lengur að jafna sig og dæmi eru um saluki sem ekki vakna eftir svæfingu sökum þessa.
Í stofni saluki finnast hjartasjúkdómar og sjálfsónæmissjúkdómar (e. auto immune), sjúkdómar sem geta þá komið fram í ungum hundum. Oft eru þessir sjúkdómar tengdir ákveðnum ræktunarlínum og því nauðsynlegt að ræktendur skoði vel bakgrunn mögulegra undaneldisdýra og deili upplýsingum sín á milli. Fyrir pörun er sömuleiðis mjög æskilegt að sónarskoða hjarta undaneldisdýra hjá þar til gerðum sérfræðingi.
Saluki í dag
Saluki er í dag nokkuð vinsæl tegund á Vesturlöndum. Lífsstíll bedúína í Miðausturlöndum er ekki sá sami og áður og þótt enn þann dag í dag megi finna ættbálka sem nota saluki til veiða þá er tegundin þar aðallega notuð í sport og sem stöðutákn.
Ennþá eru saluki hundar fluttir frá Miðausturlöndum til Vesturlanda og eru sérstakar ræktunaráætlanir starfræktar í mörgum löndum til skráningar nýrra, áður óskráðra, hunda. Ræktunargrunnur saluki er því stór og erfðabreytileiki mikill samanborið við mörg önnur hundakyn.
Ræktendur saluki standa frammi fyrir þeirri áskorun að viðhalda kyni sem hefur verið óbreytt í þúsundir ára, bæði í lund og í útliti. Ekkert í byggingu saluki á að vera ýkt en ýktari einstaklingum hneigir til að standa upp úr fjöldanum og vinna á hundasýningum. Það er því áskorun að rækta til framfara en á sama tíma viðhalda óbreyttu þessu elsta hundakyni heimsins.
Saluki á Íslandi
Fyrsti saluki hundurinn var fluttur til Íslands árið 2007. Í dag hafa níu hundar verið fluttir til landsins, frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Fjórir þessara hunda hafa reyndar flutt úr landi aftur ásamt eigendum sínum. Einungis þrjú got hafa fæðst hér á landi, samtals tuttugu hundar en nokkrir þeirra fundu sín framtíðarheimili í öðrum löndum.
Texti: Þorsteinn Thorsteinson