HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, Russian toy:
Ræktunarnafn: Great Icelandic Toy
Nafn: Erna Óladóttir Sími: 773-3407 Facebooksíða: Great Icelandic Toy |
Tegundakynning á Russian toy
FCI- Staðall N°352
Tegundarhópur 9. Selskapshundar
Uppruni/saga
Russian Toy var upphaflega ræktaður í Rússlandi og á uppruna sinn að rekja til English Toy Terrier. Tegundin kemur í tveim feldgerðum, snögghærðir (Russian Toy Terrier) og síðhærðir (Moscow Long-Haired Toy Terrier) og voru skilgreindir sem ólíkar tegundir þar til á árinu 1988 þegar þeir voru felldir undir eitt tegundaheiti, Russian Toy og hættu að bera terrier í nafninu. Á árinu 2006 varð tegundin viðurkennd að hluta innan FCI og sem fullgild tegund á árinu 2017.
Tvívegis hefur tegundin verið nálægt því að verða útdauð, fyrst í kringum 1920 við uppgang kommúnismans vegna tengingar smáhunda við aðalsstéttir og aftur í kringum 1990 þegar innflutningur hundategunda eykst til Rússlands eftir fall járntjaldsins.
Þar til í kringum 1990 var tegundin næstum óþekkt utan Rússlands og því takmarkaðar heilsufarsupplýsingar til staðar.
Eðli
Russian Toy er virkur og glaðlegur hundur. Tegundin var upphaflega ræktuð til þess að veiða rottur og sem varðhundur og getur því alveg látið í sér heyra. Russian Toy er vinalegur hundur en varkár gagnvart ókunnugum. Hann getur orðið nokkuð háður fjölskyldunni sinni og tilbúinn að vernda hana gagnvart ætlaðri hættu en þó án þess að vera árásagjarn.
Feldur
Russian Toy kemur í tveim feldgerðum, snögghærðir og síðhærðir. Upphaflega var tegundin eingöngu til sem snögghærð en þó komu einstaka síðhærð afbrigði en þeim hundum var venjulega lógað. Sagan segir að á árinu 1958 fæddist tíkin Chikki sem var með lengri feld en staðallinn kvað á um. Evgeniya Fominichna Zharova eignaðist tíkina og hóf að rækta undan henni og telst hún vera upphafsmaður ræktunar á síðhærða afbrigðinu. Um 10 árum eftir að Chikki fæddist voru um 300 síðhærð afbrigði skráð.
Hvorug feldgerðin kallar á mikla feldhirðu en þó er hún aðeins meiri hjá síðhærða afbrigðinu. Snögghærða tegundinn ætti að vera með stuttan skínandi feld sem liggur þétt við húðina og er ekki með neinn undirfeld. Síðhærða afbrigðið er með meðallangan feld sem er slettur eða liðaður en sneggri á höfði og framaná fótunum. Feldurinn ætti að vera silkikenndur og með einkennandi löng hár á eyrunum.
Þjálfun/hreyfing
30 - 45 mín. daglegur göngutúr uppfyllir daglega hreyfiþörf tegundarinnar en Russian Toy þarfnast þó aðeins meiri hreyfingar en flestar aðrar smáhundategundir. Tegundin er mjög klár og fljót að læra. Því er venjulega gott að þjálfa innkall og að gera hundana húshreina en þegar um skynsama hunda er að ræða er líka mikilvægt að fyrirbyggja að þeir temji sér slæma siði. Því ætti ekki að temja sér að taka hundana mikið upp og halda á þeim þó þeir séu litlir.
Heilsa
Eins og með margar aðrar smáhundategundir þarf að vera vakandi fyrir hnéskeljalosi. Þá er tegundin smábeinótt og því hætt við beinbrotum. Ekki er óalgengt að fara þurfi með hvolpa til dýralæknis til að fjarlægja einhverjar af hvolpatönnunum til að tryggja gott tannheilbrigði.
Hæð á herðarkamb
Bæði rakkar og tíkur skulu mælast 22 - 27 cm á herðakamb og ekki vera þyngri en 3 kg.
Litir
Leyfilegir litir í tegundinni eru black og tan, brúnn og tan, blár og tan, lilac og tan, rauður með svörtu, bláu, brúnu, lilac eða fawn og cream. Nef skal vera á litinn eins og aðallitur hundsins.
Tegundarhópur 9. Selskapshundar
Uppruni/saga
Russian Toy var upphaflega ræktaður í Rússlandi og á uppruna sinn að rekja til English Toy Terrier. Tegundin kemur í tveim feldgerðum, snögghærðir (Russian Toy Terrier) og síðhærðir (Moscow Long-Haired Toy Terrier) og voru skilgreindir sem ólíkar tegundir þar til á árinu 1988 þegar þeir voru felldir undir eitt tegundaheiti, Russian Toy og hættu að bera terrier í nafninu. Á árinu 2006 varð tegundin viðurkennd að hluta innan FCI og sem fullgild tegund á árinu 2017.
Tvívegis hefur tegundin verið nálægt því að verða útdauð, fyrst í kringum 1920 við uppgang kommúnismans vegna tengingar smáhunda við aðalsstéttir og aftur í kringum 1990 þegar innflutningur hundategunda eykst til Rússlands eftir fall járntjaldsins.
Þar til í kringum 1990 var tegundin næstum óþekkt utan Rússlands og því takmarkaðar heilsufarsupplýsingar til staðar.
Eðli
Russian Toy er virkur og glaðlegur hundur. Tegundin var upphaflega ræktuð til þess að veiða rottur og sem varðhundur og getur því alveg látið í sér heyra. Russian Toy er vinalegur hundur en varkár gagnvart ókunnugum. Hann getur orðið nokkuð háður fjölskyldunni sinni og tilbúinn að vernda hana gagnvart ætlaðri hættu en þó án þess að vera árásagjarn.
Feldur
Russian Toy kemur í tveim feldgerðum, snögghærðir og síðhærðir. Upphaflega var tegundin eingöngu til sem snögghærð en þó komu einstaka síðhærð afbrigði en þeim hundum var venjulega lógað. Sagan segir að á árinu 1958 fæddist tíkin Chikki sem var með lengri feld en staðallinn kvað á um. Evgeniya Fominichna Zharova eignaðist tíkina og hóf að rækta undan henni og telst hún vera upphafsmaður ræktunar á síðhærða afbrigðinu. Um 10 árum eftir að Chikki fæddist voru um 300 síðhærð afbrigði skráð.
Hvorug feldgerðin kallar á mikla feldhirðu en þó er hún aðeins meiri hjá síðhærða afbrigðinu. Snögghærða tegundinn ætti að vera með stuttan skínandi feld sem liggur þétt við húðina og er ekki með neinn undirfeld. Síðhærða afbrigðið er með meðallangan feld sem er slettur eða liðaður en sneggri á höfði og framaná fótunum. Feldurinn ætti að vera silkikenndur og með einkennandi löng hár á eyrunum.
Þjálfun/hreyfing
30 - 45 mín. daglegur göngutúr uppfyllir daglega hreyfiþörf tegundarinnar en Russian Toy þarfnast þó aðeins meiri hreyfingar en flestar aðrar smáhundategundir. Tegundin er mjög klár og fljót að læra. Því er venjulega gott að þjálfa innkall og að gera hundana húshreina en þegar um skynsama hunda er að ræða er líka mikilvægt að fyrirbyggja að þeir temji sér slæma siði. Því ætti ekki að temja sér að taka hundana mikið upp og halda á þeim þó þeir séu litlir.
Heilsa
Eins og með margar aðrar smáhundategundir þarf að vera vakandi fyrir hnéskeljalosi. Þá er tegundin smábeinótt og því hætt við beinbrotum. Ekki er óalgengt að fara þurfi með hvolpa til dýralæknis til að fjarlægja einhverjar af hvolpatönnunum til að tryggja gott tannheilbrigði.
Hæð á herðarkamb
Bæði rakkar og tíkur skulu mælast 22 - 27 cm á herðakamb og ekki vera þyngri en 3 kg.
Litir
Leyfilegir litir í tegundinni eru black og tan, brúnn og tan, blár og tan, lilac og tan, rauður með svörtu, bláu, brúnu, lilac eða fawn og cream. Nef skal vera á litinn eins og aðallitur hundsins.