HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, Rhodesian ridgeback:
Engir skráðir ræktendur á Voff.is, vinsamlegast leitið til viðkomandi ræktunardeildar.
Tegundakynning á Rhodesian Ridgeback
FCI-Staðall N° 146
Tegundarhópur 6. Sporhundar og tengdar tegundir.
Notkun: Veiði, varðhundur, selskaps- og fjölskylduhundur.
Er hægt að þjálfa í margskonar tilgangi.
Eðli
Rhodesian Ridgeback heitir eftir svæðinu sem hann var upphaflega frá “Rhodesia” í Suður-Afríku og eftir feldrákinni sem er meðfram hryggi hundsins. Hann var stundum kallaður ljónahundur vegna tengingar við ljónaveiðar. Hundurinn er virðulegur og sterkbyggður. Hann er auk þess mjög húsbóndahollur og með varðeðli. Hann er stór og vöðvamikill og mjög sjálfstæður. Hann hefur sterkt veiðieðli og þarf örvun og vinnu. Hann hefur mikið úthald og þarf mikla hreyfingu.
Hann er auðveldur í þjálfun en hann getur verið þrjóskur og þarf skemmtilega og fjölbreytta þjálfun og aga. Hann var fyrst þróaður í Suður-Afríku af bændum sem þurftu fjölhæfan veiðihund sem þoldi mikinn hita og gróft landslag og þurrka. Hann þurfti að auki að gæta eigna og vera félagi allrar fjölskyldunnar. Í tegundinni er þetta eðli því til staðar. Í upphafi voru hundarnir notaðir við fuglaveiðar en þegar veiðar á stærri skepnum urðu vinsælli komust bændur að því að hundarnir hentuðu einnig vel við ljónaveiðar. Þeir héldu ljónum í skefjum þar til veiðimennirnir komu á hestbaki.
Tegundin er almennt ekki geltin nema tilefni sé til og hætta steðjar að.
Feldur
Þeir eru með stuttan glansandi feld. Feldurinn er einfaldur og því henta þeir ekki í mikinn kulda. Hárlos er miðlungsmikið og þeir eru snyrtilegir og ekki lyktarmiklir. Þeir þurfa afar litla feldhirðu.
Tegundarhópur 6. Sporhundar og tengdar tegundir.
Notkun: Veiði, varðhundur, selskaps- og fjölskylduhundur.
Er hægt að þjálfa í margskonar tilgangi.
Eðli
Rhodesian Ridgeback heitir eftir svæðinu sem hann var upphaflega frá “Rhodesia” í Suður-Afríku og eftir feldrákinni sem er meðfram hryggi hundsins. Hann var stundum kallaður ljónahundur vegna tengingar við ljónaveiðar. Hundurinn er virðulegur og sterkbyggður. Hann er auk þess mjög húsbóndahollur og með varðeðli. Hann er stór og vöðvamikill og mjög sjálfstæður. Hann hefur sterkt veiðieðli og þarf örvun og vinnu. Hann hefur mikið úthald og þarf mikla hreyfingu.
Hann er auðveldur í þjálfun en hann getur verið þrjóskur og þarf skemmtilega og fjölbreytta þjálfun og aga. Hann var fyrst þróaður í Suður-Afríku af bændum sem þurftu fjölhæfan veiðihund sem þoldi mikinn hita og gróft landslag og þurrka. Hann þurfti að auki að gæta eigna og vera félagi allrar fjölskyldunnar. Í tegundinni er þetta eðli því til staðar. Í upphafi voru hundarnir notaðir við fuglaveiðar en þegar veiðar á stærri skepnum urðu vinsælli komust bændur að því að hundarnir hentuðu einnig vel við ljónaveiðar. Þeir héldu ljónum í skefjum þar til veiðimennirnir komu á hestbaki.
Tegundin er almennt ekki geltin nema tilefni sé til og hætta steðjar að.
Feldur
Þeir eru með stuttan glansandi feld. Feldurinn er einfaldur og því henta þeir ekki í mikinn kulda. Hárlos er miðlungsmikið og þeir eru snyrtilegir og ekki lyktarmiklir. Þeir þurfa afar litla feldhirðu.
Þjálfun/hreyfing
Ridgeback er ræktaður fyrir mikla vinnu og verkefni hann þarf lausahlaup og fjölbreytta hreyfingu. Hann er ekki aðeins orkumikill og hefur gífurlegt úthald og styrk heldur líka mjög greindur og hann elskar að sinna mismunandi verkefnum og þarf andlega örvun.
Verkefnin geta verið hlýðni, hundafimi, nosework, spor, fjallgöngur, hugarleikfimi, sund, dýfingar, trikk og í rauninni allt sem hægt er að gera með hundum. Oft er hægt að samtvinna líkamlega og andlega örvun eins og t.d. við að sækja í vatni og hundafimi.
Uppruni/saga
Tegundin var þróuð í Suður-Afríku af bændum sem þurftu fjölhæfan hund sem hentaði veðráttunni. Þeir notuðu til þess hunda sem þeir flutti inn frá Evrópu, svo sem Stóra Dan, Mastifftegundir, Greyhounds, Pioneers og Blóðhunda. Við þessar tegundir blönduðu þeir innfæddum hundum og hálfvilltum hundi sem nefndist Khoikhoi. Þessi hundur hafði áberandi hárkamb á bakinu og ræktendur tóku eftir því að hundar sem höfðu þessa rönd voru oft mjög færir í veiði. Með þessum blöndunum hóft ræktun á tegundinni. Fyrsti staðallinn var ritaður af F.R.Barnes, í Bulawayo, Rhodesia árið 1922, og var byggður á staðli fyrir dalmatíuhunda enda margt líkt með þessum tegundum. Hann var svo samþykktur í Suður-Afríska hundaræktunarfélaginu árið 1926.
Heilsa
Tegundin er almennt hraust en getur haft tilhenigingu til mjaðma- og olnbogalos eins og aðrar stærri tegundir. Auk þess hefur tegundin verið minniháttar viðkvæm í skjalskirtli og hjarta. Lífslíkur eru 10-13 ár.
Hæð á herðarkamb / þyngd
Rakkar 63-69 cm/ 36,5-39 kg
Tíkur 61-66 cm / 32-35 kg
Litir
Litir tegundarinnar eru light wheaten til dark wheaten (sem er í rauninni rauðleitur litur en misskarpur) dekkri týpunni fylgir svart nef og dökk gríma. En Ridgebackinn getur líka verið með brúnt nef og kallast það livernosed og eru þeir ekki með dökkar grímur.
Augnliturinn á að passa við feldinn, því dekkri sem hundurinn er því dekkri eru augun.
Smá hvítt á bringunni er leyfilegt en annars eru hvít hár óæskileg. Hvít hár á tám eru óæskileg og einnig svört hár í feldi.
Ridgebackinn og börn
Ridgebackinn er stór og sterkur og fjörugur hundur og á auðvelt með að fella lítil börn um koll. Hann er hins vegar barngóður og fer vel á heimili með börnum. En alltaf skal gæta þess að skilja ekki hunda eftir eina með yngri börnum og passa uppá að hundurinn hafi sinn stað þar sem hann getur verið í rólegheitum.
Tengiliður tegundar Grefil-og sporhundadeild, [email protected]
Samantekt tegundarlýsingar Kristjana Knudsen með yfirlestri frá Merete Myrheim sem einnig lét í té myndir.
Ridgeback er ræktaður fyrir mikla vinnu og verkefni hann þarf lausahlaup og fjölbreytta hreyfingu. Hann er ekki aðeins orkumikill og hefur gífurlegt úthald og styrk heldur líka mjög greindur og hann elskar að sinna mismunandi verkefnum og þarf andlega örvun.
Verkefnin geta verið hlýðni, hundafimi, nosework, spor, fjallgöngur, hugarleikfimi, sund, dýfingar, trikk og í rauninni allt sem hægt er að gera með hundum. Oft er hægt að samtvinna líkamlega og andlega örvun eins og t.d. við að sækja í vatni og hundafimi.
Uppruni/saga
Tegundin var þróuð í Suður-Afríku af bændum sem þurftu fjölhæfan hund sem hentaði veðráttunni. Þeir notuðu til þess hunda sem þeir flutti inn frá Evrópu, svo sem Stóra Dan, Mastifftegundir, Greyhounds, Pioneers og Blóðhunda. Við þessar tegundir blönduðu þeir innfæddum hundum og hálfvilltum hundi sem nefndist Khoikhoi. Þessi hundur hafði áberandi hárkamb á bakinu og ræktendur tóku eftir því að hundar sem höfðu þessa rönd voru oft mjög færir í veiði. Með þessum blöndunum hóft ræktun á tegundinni. Fyrsti staðallinn var ritaður af F.R.Barnes, í Bulawayo, Rhodesia árið 1922, og var byggður á staðli fyrir dalmatíuhunda enda margt líkt með þessum tegundum. Hann var svo samþykktur í Suður-Afríska hundaræktunarfélaginu árið 1926.
Heilsa
Tegundin er almennt hraust en getur haft tilhenigingu til mjaðma- og olnbogalos eins og aðrar stærri tegundir. Auk þess hefur tegundin verið minniháttar viðkvæm í skjalskirtli og hjarta. Lífslíkur eru 10-13 ár.
Hæð á herðarkamb / þyngd
Rakkar 63-69 cm/ 36,5-39 kg
Tíkur 61-66 cm / 32-35 kg
Litir
Litir tegundarinnar eru light wheaten til dark wheaten (sem er í rauninni rauðleitur litur en misskarpur) dekkri týpunni fylgir svart nef og dökk gríma. En Ridgebackinn getur líka verið með brúnt nef og kallast það livernosed og eru þeir ekki með dökkar grímur.
Augnliturinn á að passa við feldinn, því dekkri sem hundurinn er því dekkri eru augun.
Smá hvítt á bringunni er leyfilegt en annars eru hvít hár óæskileg. Hvít hár á tám eru óæskileg og einnig svört hár í feldi.
Ridgebackinn og börn
Ridgebackinn er stór og sterkur og fjörugur hundur og á auðvelt með að fella lítil börn um koll. Hann er hins vegar barngóður og fer vel á heimili með börnum. En alltaf skal gæta þess að skilja ekki hunda eftir eina með yngri börnum og passa uppá að hundurinn hafi sinn stað þar sem hann getur verið í rólegheitum.
Tengiliður tegundar Grefil-og sporhundadeild, [email protected]
Samantekt tegundarlýsingar Kristjana Knudsen með yfirlestri frá Merete Myrheim sem einnig lét í té myndir.