HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, Pug:
Ræktunarnafn: Mystic Glow
Nafn: Anna Dís Arnarsdóttir og Stefanía Stella Sími: 865-9092 Netfang: [email protected] Facebooksíða: Mystic Glow |
Ræktunarnafn: Pitch Perfect
Nafn: Hulda Hrund Höskuldsdóttir Sími: Netfang: h[email protected] Heimasíða: Forever Pugs |
Ræktunarnafn: Prettier
Nafn: Erna Margrét Magnúsdóttir Sími: 821-6362 Netfang: [email protected] Heimasíða: prettierraektun.is Facebooksíða: Prettier Kennel |
Ræktunarnafn: Uniquepugs
Nafn: Stefanía Sunna Ragnarsdóttir Netfang: [email protected] Heimasíða: www.uniquepugs.weebly.com |
Tegundakynning á Pug
FCI- Staðall N°253
Tegundarhópur 9. Selskapshundar
Þyngd
Ákjósanleg þyngd er 6,3 - 8,1 kg án þess þó að vera í yfirþyngd.
Uppruni/saga
Uppruni Pug tegundarinnar er ekki mjög vel þekktur. Þeir komu frá Asíu (mjög líklega Kína) en hvenær þeir urðu fyrst til er enn óvíst og verður líklega alltaf þannig. Hundum með "stutt trýni" er fyrst lýst í bókum sem skrifaðar voru árið 600 fyrir krist en það voru líklega forfeður tegundarinnar, þótt þeir hafi ekki litið út eins og Pug hundar samtímans. Árið 950 eftir Krist skrifaði síðan kínverski keisarinn Kang His flettirit um allar kínversku hundategundirnar. Í því voru tvær tilvitnanir sem gætu hugsanlega lýst Pug: "hundar með stutta fætur" og "hundar með stuttan haus". Það var ekki fyrr en seint á 16. öld að Pug hundar komu til Evrópu, þá fyrst til Hollands, en þaðan voru þeir seldir til annarra Evrópulanda svo sem Portúgal, Spánar og Englands og var þá aðeins vitað um leir-ljósa og apríkósu-gula Pug hunda. Það var fyrst á 18. öld að vitað var um tilvist svartra Pug hunda, þökk sé listmálaranum og Pug eigandanum William Hogarth, sem málaði einn þannig í málverki sínu, House of cards, árið 1730. Hann gerði mörg málverk af hundum sínum og því er til mikið af gögnum um útlit Pug hunda frá þeim tíma og til dagsins í dag. Það voru aðallega tvær ættir, á þeim tíma, sem héldu kyninu gangandi í Evrópu, en það voru Willoughby Pugs, sem voru frekar gráir með svartan haus og Morrison Pugs, sem voru Apríkósu-gulir að lit með svart trýni. Það var síðan árið 1860 sem stórt atvik átti sér stað í Pug ræktun. Fluttir voru inn til Englands tveir Hreinræktaðir Pug hundar frá Kína sem hétu Lamb og Moss. Þeir eignuðust soninn Click, sem var margoft notaður til undaneldis og blóð hans hjálpaði mikið til við að blanda saman Willoughby og Morrison ættunum og upp frá því þróaðist Pug tegundin í það sem hún er í dag. Pug hundar voru fyrst sýndir á hundasýningu á Englandi árið 1861. Tíu árum seinna byrjaði útgáfa á ættbókum hreinræktaðra hunda og í fyrstu bókinni voru 66 Pug hundar, en nú eru þeir mun fleiri og dreifðir út um allan heim.
Eðli
Pug hundar eru litlir og dálítið kubbslegir, enda er íslenska þýðingin á tegundinni Kubbur. Þeir eru sterklega byggðir, vöðvastæltir og samræma sér einstaklega vel. Skottið er snúðslaga, hringar sig þétt saman og þykir það allra flottast þegar það myndar tvo hringi. Hausinn er breiður og mikill, ávalur með djúpar hrukkur á enni og "fegrunarblett" á hvorri kinn. Hann er með stór og hnöttótt augu, í dökkum lit, sem eru útstæð og gljáandi og flatt trýnið á alltaf að vera svart. Eyrun eru mjúk sem flauel, lítil og þunn og eru svört á lit líkt og trýnið. Feldurinn er þykkur með stutt hár, sléttur og mjúkur viðkomu og alltaf einlitur. Ef hundurinn er ljós á litinn getur þó legið dökkur áll eftir bakinu.
Pug hundar hafa "marga eiginleika hunds í litlum líkama." Þeir eru kátir, fyrirgangssamir og tryggir, tillfinningasamir, elskulegir og einstaklega glaðir að eðlisfari. Þeir eru gáfaðir og heillandi, galsafullir og hrekkjóttir en geta líka verið svolítið þrjóskir. Þeir fá fólk í kringum sig alltaf til að brosa, enda sannkallaðir trúðar frá guðs hendi, með persónuleika sem er næstum mannlegur. Pug hundar hegða sér óaðfinnanlega með börnum og líta á þau sem fólk í "Pug stærð”. Þá lyndir einnig vel við aðra hunda og gæludýr, en það má hins vegar ekki gleyma því að þeir eru ótrúlega stríðnir og geta svipbrigði þeirra (mimic), svo sem stór og útstæð augu, ásamt hlóðunum sem svo oft heyrast í þeim (kölluð snörl) misskilist af öðrum hundum og þeir litið á það sem ógnun. Það er því ekki ráðlegt að skilja þá eina eftir með stærri hundum nema þeir séu góðir vinir og hafi þekkst lengi. Pug hundar líta nefnilega mjög stórt á sig og myndu því ekki hika við að verja sig ef ráðist yrði á þá, hversu stór sem andstæðingurinn væri. Þeir eru miklar kelirófur, þurfa gríðalega athygli og eiga það til að verða afbrýðisamir ef þeir eru hunsaðir. Þeir vilja alltaf vera hjá eiganda sínum og eins og skuggi hans, fylgja þeir honum hvert einasta fótspor. Þetta þýðir þó ekki að engan frið sé að fá, því að hann liggur bara hjá þér og fylgist grannt með ef þú ert að horfa á sjónvarpið, læra eða að sinna öðrum verkum. Þrátt fyrir það er ekki hægt að segja að Pug hundar séu alltaf hljóðlátir. Þeir gefa frá sér ýmiskonar furðuleg hljóð (snörl) og flestir þeirra hrjóta, en þeir gelta þó lítið sem ekkert. Samt sem áður geta þeir verið ágætis varðhundar, því að þeir spretta upp, hlaupa að hurðinni og gelta hástöfum þegar ókunnugt fólk kemur að húsinu. Það er hins vegar auðvelt að vita hvort um sé að ræða ókunnugan eða ekki, því að hann stendur fyrir framan hurðina með skottið á fullri ferð og gefur frá sér fyndin og eftirvæntingarfull hljóð, ef hann þekkir lyktina. Að lokum er rétt að minnast á, að þrátt fyrir sléttan og snöggan feld, þá fara Pug hundar úr hárum allan ársins hring en það fer þó eftir árstíðum hve mikið magn um er að ræða. Það er þó mikil huggun að þeir eru lausir við alla "hundalykt" og ólíkt mörgun hundategundum með flatt trýni, þá slefa þeir ekki.
Feldur
Umhirða Pug er almennt auðveld. Best er að bursta feldinn daglega, nokkrar mínútur í senn, með stífum hárbursta og mikilvægt er að aldrei sé notaður járnbursti. þeir elska að láta bursta sig og verður þessi daglega athöfn því að ánægjustund, vonandi fyrir báða aðila. Það má þó ekki gleyma því að góð umhirða byrjar innanfrá og til þess að hundurinn líti vel út að utan þarf hann að vera heilbrigður. Því þarf að passa að hann fái gott fæði, hreint vatn, góða hvíld og hæfilega hreyfingu. Allt þetta leiðir til þess að hundurinn fer minna úr hárum. Pug hundar eru mjög hreinlátir hundar og því er óþarfi að baða þá oft. Ef hundurinn þinn kemur skítugur inn er nóg að taka þykkt handklæði, bleytt með volgu vatni og nudda feldinn kröftulega. Svo verður ávallt að hreinsa andlitið vel og passa að engin óhreinindi leynist í augum, eyrum, bak við trýnishrukku eða á milli hrukknanna á enninu. Þetta er gert með þurrum bómull og gæta skal fyllstu varúðar til þess að skemma ekki þessi viðkvæmu líffæri.
Þjálfun/hreyfing
Pug hundar þurfa ekki mjög mikla hreyfingu. Það þýðir þó ekki að þeir þurfi enga hreyfingu, því að það er mjög mikilvægt að þeim sé haldið í góðu formi, bæði til þess að þeir séu heilsuhraustir og hlaupi ekki í spik. Æskilegt er að ganga með þá einn til tvo kílómetra á dag og enn betra er að skipta þessu niður í tvo göngutúra, einn um morguninn og annan síðdegis. Hins vegar sjá Pug hundar sjálfir um að fá næga hreyfingu, hafi þeir girtan garð til umráða og þá sérstaklega séu þeir tveir eða fleiri saman, því að þeir elska að ærslast og leika hvor við annan. Það er þó nauðsynlegt að ganga með þá að minnsta kosti 3svar í viku.
Litir
Viðurkenndu litirnir eru fjórir: leir-ljós (fawn) sem er vinsælastur, apríkósugulur (apricot) sem er mjög sjaldgæfur nú til dags og svartur (black) sem er nokkuð sjaldgjæfur, en fer þó ört fjölgandi auk grás (silver).
Tegundarhópur 9. Selskapshundar
Þyngd
Ákjósanleg þyngd er 6,3 - 8,1 kg án þess þó að vera í yfirþyngd.
Uppruni/saga
Uppruni Pug tegundarinnar er ekki mjög vel þekktur. Þeir komu frá Asíu (mjög líklega Kína) en hvenær þeir urðu fyrst til er enn óvíst og verður líklega alltaf þannig. Hundum með "stutt trýni" er fyrst lýst í bókum sem skrifaðar voru árið 600 fyrir krist en það voru líklega forfeður tegundarinnar, þótt þeir hafi ekki litið út eins og Pug hundar samtímans. Árið 950 eftir Krist skrifaði síðan kínverski keisarinn Kang His flettirit um allar kínversku hundategundirnar. Í því voru tvær tilvitnanir sem gætu hugsanlega lýst Pug: "hundar með stutta fætur" og "hundar með stuttan haus". Það var ekki fyrr en seint á 16. öld að Pug hundar komu til Evrópu, þá fyrst til Hollands, en þaðan voru þeir seldir til annarra Evrópulanda svo sem Portúgal, Spánar og Englands og var þá aðeins vitað um leir-ljósa og apríkósu-gula Pug hunda. Það var fyrst á 18. öld að vitað var um tilvist svartra Pug hunda, þökk sé listmálaranum og Pug eigandanum William Hogarth, sem málaði einn þannig í málverki sínu, House of cards, árið 1730. Hann gerði mörg málverk af hundum sínum og því er til mikið af gögnum um útlit Pug hunda frá þeim tíma og til dagsins í dag. Það voru aðallega tvær ættir, á þeim tíma, sem héldu kyninu gangandi í Evrópu, en það voru Willoughby Pugs, sem voru frekar gráir með svartan haus og Morrison Pugs, sem voru Apríkósu-gulir að lit með svart trýni. Það var síðan árið 1860 sem stórt atvik átti sér stað í Pug ræktun. Fluttir voru inn til Englands tveir Hreinræktaðir Pug hundar frá Kína sem hétu Lamb og Moss. Þeir eignuðust soninn Click, sem var margoft notaður til undaneldis og blóð hans hjálpaði mikið til við að blanda saman Willoughby og Morrison ættunum og upp frá því þróaðist Pug tegundin í það sem hún er í dag. Pug hundar voru fyrst sýndir á hundasýningu á Englandi árið 1861. Tíu árum seinna byrjaði útgáfa á ættbókum hreinræktaðra hunda og í fyrstu bókinni voru 66 Pug hundar, en nú eru þeir mun fleiri og dreifðir út um allan heim.
Eðli
Pug hundar eru litlir og dálítið kubbslegir, enda er íslenska þýðingin á tegundinni Kubbur. Þeir eru sterklega byggðir, vöðvastæltir og samræma sér einstaklega vel. Skottið er snúðslaga, hringar sig þétt saman og þykir það allra flottast þegar það myndar tvo hringi. Hausinn er breiður og mikill, ávalur með djúpar hrukkur á enni og "fegrunarblett" á hvorri kinn. Hann er með stór og hnöttótt augu, í dökkum lit, sem eru útstæð og gljáandi og flatt trýnið á alltaf að vera svart. Eyrun eru mjúk sem flauel, lítil og þunn og eru svört á lit líkt og trýnið. Feldurinn er þykkur með stutt hár, sléttur og mjúkur viðkomu og alltaf einlitur. Ef hundurinn er ljós á litinn getur þó legið dökkur áll eftir bakinu.
Pug hundar hafa "marga eiginleika hunds í litlum líkama." Þeir eru kátir, fyrirgangssamir og tryggir, tillfinningasamir, elskulegir og einstaklega glaðir að eðlisfari. Þeir eru gáfaðir og heillandi, galsafullir og hrekkjóttir en geta líka verið svolítið þrjóskir. Þeir fá fólk í kringum sig alltaf til að brosa, enda sannkallaðir trúðar frá guðs hendi, með persónuleika sem er næstum mannlegur. Pug hundar hegða sér óaðfinnanlega með börnum og líta á þau sem fólk í "Pug stærð”. Þá lyndir einnig vel við aðra hunda og gæludýr, en það má hins vegar ekki gleyma því að þeir eru ótrúlega stríðnir og geta svipbrigði þeirra (mimic), svo sem stór og útstæð augu, ásamt hlóðunum sem svo oft heyrast í þeim (kölluð snörl) misskilist af öðrum hundum og þeir litið á það sem ógnun. Það er því ekki ráðlegt að skilja þá eina eftir með stærri hundum nema þeir séu góðir vinir og hafi þekkst lengi. Pug hundar líta nefnilega mjög stórt á sig og myndu því ekki hika við að verja sig ef ráðist yrði á þá, hversu stór sem andstæðingurinn væri. Þeir eru miklar kelirófur, þurfa gríðalega athygli og eiga það til að verða afbrýðisamir ef þeir eru hunsaðir. Þeir vilja alltaf vera hjá eiganda sínum og eins og skuggi hans, fylgja þeir honum hvert einasta fótspor. Þetta þýðir þó ekki að engan frið sé að fá, því að hann liggur bara hjá þér og fylgist grannt með ef þú ert að horfa á sjónvarpið, læra eða að sinna öðrum verkum. Þrátt fyrir það er ekki hægt að segja að Pug hundar séu alltaf hljóðlátir. Þeir gefa frá sér ýmiskonar furðuleg hljóð (snörl) og flestir þeirra hrjóta, en þeir gelta þó lítið sem ekkert. Samt sem áður geta þeir verið ágætis varðhundar, því að þeir spretta upp, hlaupa að hurðinni og gelta hástöfum þegar ókunnugt fólk kemur að húsinu. Það er hins vegar auðvelt að vita hvort um sé að ræða ókunnugan eða ekki, því að hann stendur fyrir framan hurðina með skottið á fullri ferð og gefur frá sér fyndin og eftirvæntingarfull hljóð, ef hann þekkir lyktina. Að lokum er rétt að minnast á, að þrátt fyrir sléttan og snöggan feld, þá fara Pug hundar úr hárum allan ársins hring en það fer þó eftir árstíðum hve mikið magn um er að ræða. Það er þó mikil huggun að þeir eru lausir við alla "hundalykt" og ólíkt mörgun hundategundum með flatt trýni, þá slefa þeir ekki.
Feldur
Umhirða Pug er almennt auðveld. Best er að bursta feldinn daglega, nokkrar mínútur í senn, með stífum hárbursta og mikilvægt er að aldrei sé notaður járnbursti. þeir elska að láta bursta sig og verður þessi daglega athöfn því að ánægjustund, vonandi fyrir báða aðila. Það má þó ekki gleyma því að góð umhirða byrjar innanfrá og til þess að hundurinn líti vel út að utan þarf hann að vera heilbrigður. Því þarf að passa að hann fái gott fæði, hreint vatn, góða hvíld og hæfilega hreyfingu. Allt þetta leiðir til þess að hundurinn fer minna úr hárum. Pug hundar eru mjög hreinlátir hundar og því er óþarfi að baða þá oft. Ef hundurinn þinn kemur skítugur inn er nóg að taka þykkt handklæði, bleytt með volgu vatni og nudda feldinn kröftulega. Svo verður ávallt að hreinsa andlitið vel og passa að engin óhreinindi leynist í augum, eyrum, bak við trýnishrukku eða á milli hrukknanna á enninu. Þetta er gert með þurrum bómull og gæta skal fyllstu varúðar til þess að skemma ekki þessi viðkvæmu líffæri.
Þjálfun/hreyfing
Pug hundar þurfa ekki mjög mikla hreyfingu. Það þýðir þó ekki að þeir þurfi enga hreyfingu, því að það er mjög mikilvægt að þeim sé haldið í góðu formi, bæði til þess að þeir séu heilsuhraustir og hlaupi ekki í spik. Æskilegt er að ganga með þá einn til tvo kílómetra á dag og enn betra er að skipta þessu niður í tvo göngutúra, einn um morguninn og annan síðdegis. Hins vegar sjá Pug hundar sjálfir um að fá næga hreyfingu, hafi þeir girtan garð til umráða og þá sérstaklega séu þeir tveir eða fleiri saman, því að þeir elska að ærslast og leika hvor við annan. Það er þó nauðsynlegt að ganga með þá að minnsta kosti 3svar í viku.
Litir
Viðurkenndu litirnir eru fjórir: leir-ljós (fawn) sem er vinsælastur, apríkósugulur (apricot) sem er mjög sjaldgæfur nú til dags og svartur (black) sem er nokkuð sjaldgjæfur, en fer þó ört fjölgandi auk grás (silver).