Hvolpasíða HRFÍ
  • Heim
  • Í heimilisleit
  • Af hverju HRFÍ?
  • Tegundir
  • Að fá hvolp
  • Fyrir ræktendur
  • HRFÍ
HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).

Skráðir ræktendur Pudelpointer:
​Ræktunarnafn: Hulduhóla
Nafn: Atli Ómarsson
Sími: 660-2843
Netfang: arcticpudelpointer@gmail.com
Síða: Facebook-síða

Tegundakynning á Pudelpointer

Picture
FCI-Staðall N°216
Tegundahópur 7: Standandi fuglahundar

 
Uppruni/saga
Í Þýskalandi árið 1881 var hafist handa við að para enskan pointer og standard púðlu til að fá hinn fullkomna alhliða veiðihund. Samkvæmt FCI er Pudelpointer meginlandshundur og tilheyrir fuglahundum í tegundarhópi 7. Pudelpointer er frekar sjaldgæf tegund í samanburði við aðrar tegundir í hópi 7 sem skýrist að stærstum hluta af því að hann er eingöngu látinn í hendur þeirra sem ætla að vinna með eðli hundsins.

Eðli
Pudelpointer er húsbóndahollur, fljótur og viljugur að læra sem auðveldar alla umgengni í vinnu og á heimili. Hann er áhuga- og vinnusamur um öll verkefni sem honum eru sett fyrir sem einfaldar þjálfun. Frábært þefskyn sem er áberandi í allri vinnu hjá hundinum. Yfirvegaður á alla lund, ekki hræddur við áreiti og hefur mikla leitar- og sóknarhæfileika á landi sem vatni.

Á heimili
Góður heimilishundur, glaðlyndur og fljótur að aðlagast aðstæðum en ávallt skal huga að því að skilja hund/-a ekki eftir einann með börnum. Hundur skal ávallt vera í búri þegar hann er einn heima og hann hafi sinn samastað þar sem hann geti verið í rólegheitum sé hann laus á heimili.

Picture
Þjálfun/hreyfing
Þarf reglulega hreyfingu og nokkuð krefjandi verkefni til að leysa hvort heldur á landi og/eða vatni.

Feldur/stærð
Þrjú mismunandi lita- og feldafbrigði eru samþykkt. Einlitur dökkbrúnn, ljósbrúnn eða svartur feldur, ásamt því að hvítir flekkir á bringu og löppum eru leyfðir.  Feldurinn er samsettur af stuttum og löngum hörðum hárum í mismunandi grófleikum í bland við mjúkan þéttan undirfeld. Áberandi skegg og loðnar augabrúnir einkenna sterkan svip. Ekki kulsækinn, fer lítið úr hárum og þarf enga sérstaka feldhirðu.
​
Hæð á herðakamb/þyngd
Hundar 60 – 68 cm / 27 - 33 kg.
Tíkur 55 – 63 cm / 23 – 29 kg.
 
Heilsa
Pudelpointer er almennt heilsuhraustur og lífslíkur eru frá 13 – 16 ár.  Krafa um mjaðmamyndun fyrir ræktun.

Picture
Picture
Hundaræktarfélag Íslands
Síðumúla 15, 108 Reykjavík.
S: 588-5255 - hrfi@hrfi.is
www.hrfi.is   www.hrfi.is/hvolpar    www.voff.is

Óheimilt er að hagnýta netföng sem birtast á síðunni í markaðslegum tilgangi og er á það bent að aðilar sem það gera eru brotlegir við 46. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti
Allur réttur áskilinn    All rights reserved
© 2014-2021