HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Tegund ekki virk í ræktun eins og er
Tegundakynning á Petit basset griffon vendéen
FCI- Staðall N°67
Tegundarhópur 6. Sporhundar og tengdar tegundir.
Notkun: Veiði, selskaps- og fjölskylduhundur. Er hægt að þjálfa í margskonar tilgangi.
Hæð á herðarkamb
Rakkar og tíkur 34-38 cm
Petit basset griffon vendéen eða „pbgv“ eins og þeir eru oftast kallaðir, eru líka þekktir sem „the happy breed“ eða á góðri íslensku; hundarnir sem eru alltaf glaðir með dillandi skott.
Eðli/Upprunni/Saga
Þessi tegund er upprunalega ræktuð til að nota í að spora og leita uppi bráð. Þeir líta út fyrir að vera litlir, en eru í raun mjög kraftmiklir og sterkir hundar sem gætu sporað þess vegna í marga daga í senn. Þeir nota nefið sitt mjög mikið og elska að fá að vinna fyrir mann og eru mjög auðveldir í þjálfun. Löngunin til að læra og þóknast eigandanum er mjög mikil og eru þeir mjög gáfaðir og fljótir að læra. Agi er mikilvægur í uppeldi þessara hunda, en samt er einnig mjög mikilvægt að halda í gleðina. Þeir eru þrjóskir, má segja með sína eigin sýn á hlutunum og hálfgerðir apar ef svo má segja.
Tegundin er mjög félagslynd og þeir elska að vera í kringum fólk og aðra hunda. Það má taka það fram að þeir eru í flestum tilfellum ótrúlega góðir með öðrum hundategundum. PBGV-inn er rosalega góður heimilis- og fjölskylduhundur og hentar sérstaklega fólki sem finnst gaman að labba í náttúrunni og taka hundinn með sér hvert sem er. Sem sagt mjög náttúrugjarnir, elska að labba, hlaupa, ganga fjöll og allt sem tengist því að fá að vera úti með eigendum sínum. Þeir sem ákveða að fá sér PBGV, þurfa þó að vera tilbúnir að vinna með hundinum sínum og hafa húmor fyrir litlum, kröftugum og ávallt hressum trúðum.
Feldhirða
Hvað varðar feldhirðu, þá eru þeir með þriggja laga strýjan feld og þarfnast reglulegrar reitingar.
Mælt er með þessari tegund fyrir alla þá sem vilja skemmtilegan félaga, sem auðvelt er að kenna nýja hluti, en vilja samt hafa smá fyrir hlutunum. Þeir eru frábærir inn á heimili og aðlagast öllum aðstæðum mjög vel. Þeir geta vel slakað á og haft kósý uppí sófa, en þeir geta líka stokkið af stað í leik eða fjallgöngur og finnst þeim ekkert skemmtilegra en að fá að njóta með fólkinu sínu og læra nýja hluti.
Tegundarhópur 6. Sporhundar og tengdar tegundir.
Notkun: Veiði, selskaps- og fjölskylduhundur. Er hægt að þjálfa í margskonar tilgangi.
Hæð á herðarkamb
Rakkar og tíkur 34-38 cm
Petit basset griffon vendéen eða „pbgv“ eins og þeir eru oftast kallaðir, eru líka þekktir sem „the happy breed“ eða á góðri íslensku; hundarnir sem eru alltaf glaðir með dillandi skott.
Eðli/Upprunni/Saga
Þessi tegund er upprunalega ræktuð til að nota í að spora og leita uppi bráð. Þeir líta út fyrir að vera litlir, en eru í raun mjög kraftmiklir og sterkir hundar sem gætu sporað þess vegna í marga daga í senn. Þeir nota nefið sitt mjög mikið og elska að fá að vinna fyrir mann og eru mjög auðveldir í þjálfun. Löngunin til að læra og þóknast eigandanum er mjög mikil og eru þeir mjög gáfaðir og fljótir að læra. Agi er mikilvægur í uppeldi þessara hunda, en samt er einnig mjög mikilvægt að halda í gleðina. Þeir eru þrjóskir, má segja með sína eigin sýn á hlutunum og hálfgerðir apar ef svo má segja.
Tegundin er mjög félagslynd og þeir elska að vera í kringum fólk og aðra hunda. Það má taka það fram að þeir eru í flestum tilfellum ótrúlega góðir með öðrum hundategundum. PBGV-inn er rosalega góður heimilis- og fjölskylduhundur og hentar sérstaklega fólki sem finnst gaman að labba í náttúrunni og taka hundinn með sér hvert sem er. Sem sagt mjög náttúrugjarnir, elska að labba, hlaupa, ganga fjöll og allt sem tengist því að fá að vera úti með eigendum sínum. Þeir sem ákveða að fá sér PBGV, þurfa þó að vera tilbúnir að vinna með hundinum sínum og hafa húmor fyrir litlum, kröftugum og ávallt hressum trúðum.
Feldhirða
Hvað varðar feldhirðu, þá eru þeir með þriggja laga strýjan feld og þarfnast reglulegrar reitingar.
Mælt er með þessari tegund fyrir alla þá sem vilja skemmtilegan félaga, sem auðvelt er að kenna nýja hluti, en vilja samt hafa smá fyrir hlutunum. Þeir eru frábærir inn á heimili og aðlagast öllum aðstæðum mjög vel. Þeir geta vel slakað á og haft kósý uppí sófa, en þeir geta líka stokkið af stað í leik eða fjallgöngur og finnst þeim ekkert skemmtilegra en að fá að njóta með fólkinu sínu og læra nýja hluti.