HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Ræktunarnafn: Artelino
Nafn: Anja Björg Kristinsdóttir
Sími: 868-7448
Netfang: [email protected]
Heimasíða: www.artelino.net
Nafn: Anja Björg Kristinsdóttir
Sími: 868-7448
Netfang: [email protected]
Heimasíða: www.artelino.net
Tegundakynning á Pekingese
FCI- Staðall N°207
Tegundarhópur 9. Selskapshundar
Hæð á herðarkamb
Æskileg þyngd er ekki yfir 5 kg hjá rökkum en 5.4 kg fyrir tíkurnar. Pekingese á að vera lítill en merkilega þungur þegar hann er tekin upp. Þung bein og sterklegur líkami er eitt af aðal einkennum tegundarinnar.
Uppruni/saga
Saga Pekingese er merkileg og nær mjög langt aftur. Kínversk goðsögn segir svo að Bussah sjálfur hafi skapað tegundina með því að minnka niður ljón í hundslíki. Tegundir er upprunin í Kína og er tegundin það forn að ekki vitum við fyrir víst nákvæmlega hvernig saga þeirra er. Það var reyndar ekki Buddah heldur Kínverskir keisarar sem taldir eru hafa ræktað þessa tegund fyrir þúsundir ára með því að rækta niður mun stærri Kínverska tegund. Kínverkjar voru snillingar í að rækta stuttnefja smáhundakyn á borð Pekingese, Pug og Shih Tzu og aðalega sáust þessir hundar í eigu aðalsins. Það var ekki fyrr en árið 1860 sem Pekingese barst til Vesturlanda í kringum stríðsárin þegar þeir bárust til Bretlands, en Viktoría drottning fékk nokkra slíka hunda af gjöf og þar með byrjaði ræktunin á þeim í Evrópu. 1890 barst tegundin svo til Ameríku.
Eðli
Pekingese eða Peking hundurinn er heillandi lítill gæluhundur sem var rækaður í keisarahöllum í Kina. mjög hugrakkur, líflegur og sjálfstæđur hundur sem verður nokkuð háður eiganda sínum og fjölskyldu en geta verið varkárir gagnvart ókunnugum. Þeir eiga það til ađ gelta þegar ókunnuga ber að garði og eru því ágætis varđhundar. Pekingese eru miklir karakterar og þarf maður að hafa húmor til þess að eiga þá, þeir fá mann iðulega til að brosa. Tegundin þolir borgarlíf mjög vel og er yfirleitt góð međ öðrum hundum og gæludýrum. Ljónslegur í útliti, árvakur og greindur í framkomu. Ágætir með börnum sem virða hunda.
Feldur
Pekingese hefur mikinn, tvöfaldan feld og hefur hann síðari hár á makka og skotti sem gefur honum ljóslegt útlit. Þeir fara úr hárum tvisvar á ári, þó ekki ber mjög mikið á því það sem hárlosið fer mest í burstann. Regluleg burstun er þörf ef halda á feldinum síðum eða um 3 í viku sem og regluleg böðun. Pekingese þolir kulda vel, þó þeir séu ekki eins mikið fyrir heita veðráttu.
Þjálfun/hreyfing
Mikilvægt er að þjálfa þessa þrjósku hunda vel frá byrjun en þeir vilja fara sínar eigin leiðir. Þó er vel hægt að þjálfa þá, en þeir setja oft sitt mark á þjálfunina og vilja gera hlutina svolítið eftir sínu höfði. Pekingese þarf að hreyfa reglulega og er gönguferð um hverfið og leikur í garði hentug hreyfing fyrir þá.
Litir
Allir litir eru leyfilegir í tegundinni, fyrir utan albínó og lifur litaða.
Tegundarhópur 9. Selskapshundar
Hæð á herðarkamb
Æskileg þyngd er ekki yfir 5 kg hjá rökkum en 5.4 kg fyrir tíkurnar. Pekingese á að vera lítill en merkilega þungur þegar hann er tekin upp. Þung bein og sterklegur líkami er eitt af aðal einkennum tegundarinnar.
Uppruni/saga
Saga Pekingese er merkileg og nær mjög langt aftur. Kínversk goðsögn segir svo að Bussah sjálfur hafi skapað tegundina með því að minnka niður ljón í hundslíki. Tegundir er upprunin í Kína og er tegundin það forn að ekki vitum við fyrir víst nákvæmlega hvernig saga þeirra er. Það var reyndar ekki Buddah heldur Kínverskir keisarar sem taldir eru hafa ræktað þessa tegund fyrir þúsundir ára með því að rækta niður mun stærri Kínverska tegund. Kínverkjar voru snillingar í að rækta stuttnefja smáhundakyn á borð Pekingese, Pug og Shih Tzu og aðalega sáust þessir hundar í eigu aðalsins. Það var ekki fyrr en árið 1860 sem Pekingese barst til Vesturlanda í kringum stríðsárin þegar þeir bárust til Bretlands, en Viktoría drottning fékk nokkra slíka hunda af gjöf og þar með byrjaði ræktunin á þeim í Evrópu. 1890 barst tegundin svo til Ameríku.
Eðli
Pekingese eða Peking hundurinn er heillandi lítill gæluhundur sem var rækaður í keisarahöllum í Kina. mjög hugrakkur, líflegur og sjálfstæđur hundur sem verður nokkuð háður eiganda sínum og fjölskyldu en geta verið varkárir gagnvart ókunnugum. Þeir eiga það til ađ gelta þegar ókunnuga ber að garði og eru því ágætis varđhundar. Pekingese eru miklir karakterar og þarf maður að hafa húmor til þess að eiga þá, þeir fá mann iðulega til að brosa. Tegundin þolir borgarlíf mjög vel og er yfirleitt góð međ öðrum hundum og gæludýrum. Ljónslegur í útliti, árvakur og greindur í framkomu. Ágætir með börnum sem virða hunda.
Feldur
Pekingese hefur mikinn, tvöfaldan feld og hefur hann síðari hár á makka og skotti sem gefur honum ljóslegt útlit. Þeir fara úr hárum tvisvar á ári, þó ekki ber mjög mikið á því það sem hárlosið fer mest í burstann. Regluleg burstun er þörf ef halda á feldinum síðum eða um 3 í viku sem og regluleg böðun. Pekingese þolir kulda vel, þó þeir séu ekki eins mikið fyrir heita veðráttu.
Þjálfun/hreyfing
Mikilvægt er að þjálfa þessa þrjósku hunda vel frá byrjun en þeir vilja fara sínar eigin leiðir. Þó er vel hægt að þjálfa þá, en þeir setja oft sitt mark á þjálfunina og vilja gera hlutina svolítið eftir sínu höfði. Pekingese þarf að hreyfa reglulega og er gönguferð um hverfið og leikur í garði hentug hreyfing fyrir þá.
Litir
Allir litir eru leyfilegir í tegundinni, fyrir utan albínó og lifur litaða.