HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, Papillon og Phaléne:
Ræktunarnafn: Butterfly's Kisses
Nafn: Jóna Karlotta Herbertsdóttir Sími: 660-8505 Netfang: [email protected] Heimasíða: HalsakotsButterflysKisses |
Ræktunarnafn: Fiðrilda
Nafn: Rannveig Gauja Guðbjartsdóttir Sími: 695-0470 Netfang: [email protected] Heimasíða: Fiðrilda Papillons |
Ræktunarnafn: Kastala
Nafn: Sigrún Vilbergsdóttir Sími: 844-2775 & 554-5555 Netfang: kastali1@mi.is Heimasíða: Kastala Bichon Frise & Papillons |
Tegundakynning á Papillon og Phaléne
FCI- Staðall N°77
Tegundarhópur 9. Selskapshundar
Eðli
Papillon (borið fram papíjon) er franska og þýðir fiðrildi.
Papillon er í raun og veru annað afbrigði tegundarinnar continental toy spaniel (epagneul nain continental) en hitt afbrigðið er phalené (fluga).
Papillon er skemmtilegur og fjörugur smáhundur og segja margir að þetta sé stór hundur í litlum líkama. Að eiga papillon er að eiga hund og þeir eru svo sannarlega meira en fallegt stofustáss. Papillon er ekki síður heillandi tegund í útliti en skapi. Stóru fallegu eyrun ber papillon eins og fiðrildavængi og af þeim dregur hann nafn sitt. Skottið sitt ber hann hringað yfir bakið og dillar því oft fram og til baka sem merki um gleði. Skottið má hins vegar ekki liggja flatt á bakinu.
Papillon er fíngerður og léttur smáhundur sem á að hreyfa sig auðveldlega og bera sig tignarlega. Eini munurinn á papillon og phalené (hinu afbrigði continental toy spaniel) eru eyrun, en phalené hefur hangandi eyru. Papillon ber eyrun uppi og eru þau vel opin og beinast í átt til hliðanna, alls ekki beint upp eins og á spíss hundum. Á eyrun vaxa svo löng eyrnahár sem gefur þeim þetta fiðrildaútlit.
Feldur
Papillon er með einfaldan feld og þarfnast ekki mikillar umhirðu en greiða þarf reglulega í gegn um feldinn, þá sérstaklega eyru, bringu, skott og buxur þar sem geta annars myndast flækjur. Einnig þarf auðvitað að hugsa um tennur, þrífa eyru, klippa klær snyrta hárin undir þófum eins og á öllum öðrum tegundum. Mjög misjafnt er hversu mikið þeir fara úr hárum en þeir ættu ekki að gera það nema tvisvar á ári sé allt eðlilegt og þeir á réttu fóðri. Eins fara tíkur oftast mikið úr hárum eftir að hafa verið með hvolpa og svo auðvitað þegar þeir skipta úr hvolpafeld yfir í fullorðinsfeld.
Litir
Allir litir eru leyfilegir en hvítur skal vera ríkjandi á líkamanum en ekki á höfðinu en það má vera með hvítt á neðir hluta höfuðsins auk þess að mega vera með blesu. Hundarnir skulu vera með dökkt í kringum augu auk þess sem varir og nef skal vera svart.
Þjálfun/hreyfing
Þetta eru þrælgáfaðir hundar og auðvelt og skemmtilegt er að kenna þeim nýja hluti. Þeir standa sig oftast mjög vel í hlýðni og hundafimi. Þeir geta meira að segja reynst vel sem hjálparhundar og þar sem þeir eru léttir, fimir og auðvelt er að kenna þeim þá hafa þeir nýst fólki í hjólastólum vel. Algengt er að þeir séu látnir sækja hluti og þá kannski sérstaklega sem aðilinn í hjólastólnum missir á gólfið en einnig hafa þeir unnið mörg önnur störf. Þetta eru vinalegir og opnir hundar sem bera oftast mikla virðingu fyrir foringja sínum og njóta þess að gera eitthvað fyrir hann.
Papillon á ekki að vera hræddur en er þó örlítið varkár þrátt fyrir mikla forvitni. Papillon þarf ekki á mikilli umhirðu að halda en hafa gott og aldeilis gaman af útivist og geta þeir farið í langa göngutúra án þess að þreytast. Papillon er að eðlisfari ekki mjög geltin tegund en getur það farið mjög eftir uppeldi. Frekar algengt er þó að þeir gelti ef gesti ber að garði en oftast er auðvelt og fljótlegt að fá þá til að þagna aftur.
Uppruni/saga
Sögu tegundarinnar eða öllu heldur forfeðra hennar má rekja langt aftur. Continental toy spaniel er kominn af dverg spaniel hundum sem sagðir eru hafa orðið til við blöndun lítilla spaniel hunda og cayenne dverghunda (sem nú eru útdauðir). Sumir vilja meina að upphaf þessara hunda megi rekja til klaustranna í austri en þekkt saga tegundarinnar á upphaf sitt á Ítalíu. Vitað er með vissu að þaðan voru hundarnir seldir til halla, annars staðar í Evrópu.
Hundarnir urðu fljótt mjög vinsælir um alla Evrópu en þó sérstaklega í Frakklandi þar sem þeir unnu sig inn í hug og hjörtu aðalfólksins. Hægt er að fylgjast með þróun tegundarinnar á málverkum, en mjög vinsælt var að mála hefðardömur og börn með smáhundunum sínum. Á einstaka málverkum má sjá hundana allt frá 13. öld en þeir urðu sérstaklega vinælir í málaralist á 15. öld. Tegundin þróaðist hratt og myndir sem Tiziano Vecelli (1489-1576) teiknaði, líktust mjög Phalené eins og hún er í dag. Þessar myndir voru meira að segja notaðar til viðmiðunar þegar ræktunarstaðall tegundarinnar var skrifaður í Frakklandi árið 1934. Árið 1568 var Sigismund Wasa (þá 2 ára) svíaprins málaður með dverg spaniel sem líklega var fyrsti sinnar tegundar í Svíþjóð.
En þessir hundar voru ekki bara vinsælir hjá konum, Henrik III, Frakklandskonungur féll til dæmis alveg fyrir þeim. Sagt er að hann hafi mætt á fundi sína með silkikörfu um hálsinn sem í leyndust fleiri en einn hundur. Hann valdi líka hundana sína sjálfur í Lyon, sem var kaupmiðja fyrir smáhunda. Einnig sýnir fjölskyldumálverk af Ludvig XIV svartan og hvítan “papillon” hund við fætur fjölskyldunnar.
Upp úr 1600 má segja að dverg spaniel hundarnir hafi skipst í tvær línur. Þá ensku, sem svo seinna skiptist í cavalier king charles spaniel og king charles spaniel og svo þá sem hefur verið kallað meginlandslínan en hún er continental toy spaniel í dag, eða afbrigðin tvö, papillon og phalené. Eftir þennan tíma missti tegundin restina af grófleikanum frá upprunalegu tegundinni og lagt var mikið upp úr fínleikanum.
Papillon, afbrigðið með upprétt eyru kom frekar seint til sögunnar, á meðal þeirra um 200 málverka sem hafa fundist, máluð fyrir 1900 af tegundinni, eru hundar með upprétt eyru bara á tveimur þeirra. En fyrst er vitað til þess að afbrigðið með upprétt eyru hafi verið sýnt á hundasýningu árið 1896. En það voru tveir papillon hundar sýndir þá í Bruxelles. Ekki eru til margar upplýsingar um hvernig þeir urðu til eða hvernig belgísku ræktendum tókst á næstu 10 árum að festa þessi uppréttu eyru í sessi. Ýmsar getgátur hafa verið um að annað hvort chihuahua eða pommeranian hafi verið blandað við dverg spaniel en aðrir vilja að ýmsum ástæðum segja að það geti alls ekki verið.
Þó tegundin sé sögð eiga uppruna sinn í Frakklandi og Belgíu þá er Belgía upprunaland afbrigðisins með upprétt eyru þar sem fyrsti papillon hundurinn var ekki skráður í Frakklandi fyrr en árið 1918 og var það innflutt tík frá Belgíu, CH Belotte.
Blómsturstíð þessara vinsælu smáhunda endaði svo með tilkomu frönsku byltingarinnar þar sem margir hundanna voru drepnir með eigendum sínum. Uppbygging hófst svo í byrjun 20. aldar þar sem Englendingar gerðu sitt besta við að halda áfram ræktun á tegundinni. En stríð náði aftur að setja sitt strik í reiknkninginn og það var ekki fyrr en eftir síðari heimstyrjöld að tegundin gat farið að blómstra á ný.
Í nágrannalöndum okkar; Danmörku, Svíþjóð og Noregi var ekki byrjað að rækta tegundina fyrir alvöru fyrr en upp úr miðri 20. öld. Fyrstu papillon hundarnir komu til Íslands árið 1989 frá Torndals ræktun í Danmörku. Þetta voru tík og hundur en aldrei kom got undan þeim. Næsta par var innflutt frá Svíþjóð árið 1992 og kom frá Pepejas ræktun. Undan þessu pari komu tvö got eða alls 7 hvolpar sem því miður var ekki hægt að halda áfram ræktun með þar sem upp kom arfgengur augnsjúkdómur (PRA) hjá undaneldisrakkanum og tíkin var beri fyrir sjúkdóminn.
Árið 1993 voru svo innflutt par frá Blackpark ræktun í Englandi og eiga bæði tíkin og rakkinn nokkur afkvæmi hér á landi. 1994 voru flutt inn tvær tíkur og einn rakki frá Englandi og í þetta skiptið frá Lordsrake ræktun. Því miður greindist rakkinn úr þeim innflutningi einnig með PRA en átti sem betur fer bara tvö afkvæmi á þeim tíma en þó hafði önnur tíkin undan honum eignast fjórar tíkur sjálf. Aðeins önnur Lordsrake tíkin var notuð í ræktun.
Vegna þessarar erfiðu byrjunar hefur PRA loðað svolítið við tegundina á Íslandi. En þetta var ekki bara vandamál sem kom upp hér, papillon ræktendur alls staðar að þurftu að taka til í sínum ræktunarmálum. Og papillon er langt frá því að vera eina tegundin með þennan sjúkdóm, PRA hefur komið upp hjá yfir 100 tegundum. Nú er augnskoðun á ræktunardýrum hins vegar skylda hjá HRFÍ sem og hjá öðrum ræktunarfélögum undir FCI og hafa málin lagast nær að fullu. Nú er bara ræktað undan hundum sem eru fríir af PRA.
Hæð á herðarkamb
Samkvæmt ræktunarstaðli FCI á papillon að vera í kringum 28 cm á herðarkamb og eilítið lengri en hann er hár. Þeir eru oftast í kringum 3-4 kg en leyfilegt er að hann sé allt frá 1.5 kg og upp í 5 kg.
Tegundarhópur 9. Selskapshundar
Eðli
Papillon (borið fram papíjon) er franska og þýðir fiðrildi.
Papillon er í raun og veru annað afbrigði tegundarinnar continental toy spaniel (epagneul nain continental) en hitt afbrigðið er phalené (fluga).
Papillon er skemmtilegur og fjörugur smáhundur og segja margir að þetta sé stór hundur í litlum líkama. Að eiga papillon er að eiga hund og þeir eru svo sannarlega meira en fallegt stofustáss. Papillon er ekki síður heillandi tegund í útliti en skapi. Stóru fallegu eyrun ber papillon eins og fiðrildavængi og af þeim dregur hann nafn sitt. Skottið sitt ber hann hringað yfir bakið og dillar því oft fram og til baka sem merki um gleði. Skottið má hins vegar ekki liggja flatt á bakinu.
Papillon er fíngerður og léttur smáhundur sem á að hreyfa sig auðveldlega og bera sig tignarlega. Eini munurinn á papillon og phalené (hinu afbrigði continental toy spaniel) eru eyrun, en phalené hefur hangandi eyru. Papillon ber eyrun uppi og eru þau vel opin og beinast í átt til hliðanna, alls ekki beint upp eins og á spíss hundum. Á eyrun vaxa svo löng eyrnahár sem gefur þeim þetta fiðrildaútlit.
Feldur
Papillon er með einfaldan feld og þarfnast ekki mikillar umhirðu en greiða þarf reglulega í gegn um feldinn, þá sérstaklega eyru, bringu, skott og buxur þar sem geta annars myndast flækjur. Einnig þarf auðvitað að hugsa um tennur, þrífa eyru, klippa klær snyrta hárin undir þófum eins og á öllum öðrum tegundum. Mjög misjafnt er hversu mikið þeir fara úr hárum en þeir ættu ekki að gera það nema tvisvar á ári sé allt eðlilegt og þeir á réttu fóðri. Eins fara tíkur oftast mikið úr hárum eftir að hafa verið með hvolpa og svo auðvitað þegar þeir skipta úr hvolpafeld yfir í fullorðinsfeld.
Litir
Allir litir eru leyfilegir en hvítur skal vera ríkjandi á líkamanum en ekki á höfðinu en það má vera með hvítt á neðir hluta höfuðsins auk þess að mega vera með blesu. Hundarnir skulu vera með dökkt í kringum augu auk þess sem varir og nef skal vera svart.
Þjálfun/hreyfing
Þetta eru þrælgáfaðir hundar og auðvelt og skemmtilegt er að kenna þeim nýja hluti. Þeir standa sig oftast mjög vel í hlýðni og hundafimi. Þeir geta meira að segja reynst vel sem hjálparhundar og þar sem þeir eru léttir, fimir og auðvelt er að kenna þeim þá hafa þeir nýst fólki í hjólastólum vel. Algengt er að þeir séu látnir sækja hluti og þá kannski sérstaklega sem aðilinn í hjólastólnum missir á gólfið en einnig hafa þeir unnið mörg önnur störf. Þetta eru vinalegir og opnir hundar sem bera oftast mikla virðingu fyrir foringja sínum og njóta þess að gera eitthvað fyrir hann.
Papillon á ekki að vera hræddur en er þó örlítið varkár þrátt fyrir mikla forvitni. Papillon þarf ekki á mikilli umhirðu að halda en hafa gott og aldeilis gaman af útivist og geta þeir farið í langa göngutúra án þess að þreytast. Papillon er að eðlisfari ekki mjög geltin tegund en getur það farið mjög eftir uppeldi. Frekar algengt er þó að þeir gelti ef gesti ber að garði en oftast er auðvelt og fljótlegt að fá þá til að þagna aftur.
Uppruni/saga
Sögu tegundarinnar eða öllu heldur forfeðra hennar má rekja langt aftur. Continental toy spaniel er kominn af dverg spaniel hundum sem sagðir eru hafa orðið til við blöndun lítilla spaniel hunda og cayenne dverghunda (sem nú eru útdauðir). Sumir vilja meina að upphaf þessara hunda megi rekja til klaustranna í austri en þekkt saga tegundarinnar á upphaf sitt á Ítalíu. Vitað er með vissu að þaðan voru hundarnir seldir til halla, annars staðar í Evrópu.
Hundarnir urðu fljótt mjög vinsælir um alla Evrópu en þó sérstaklega í Frakklandi þar sem þeir unnu sig inn í hug og hjörtu aðalfólksins. Hægt er að fylgjast með þróun tegundarinnar á málverkum, en mjög vinsælt var að mála hefðardömur og börn með smáhundunum sínum. Á einstaka málverkum má sjá hundana allt frá 13. öld en þeir urðu sérstaklega vinælir í málaralist á 15. öld. Tegundin þróaðist hratt og myndir sem Tiziano Vecelli (1489-1576) teiknaði, líktust mjög Phalené eins og hún er í dag. Þessar myndir voru meira að segja notaðar til viðmiðunar þegar ræktunarstaðall tegundarinnar var skrifaður í Frakklandi árið 1934. Árið 1568 var Sigismund Wasa (þá 2 ára) svíaprins málaður með dverg spaniel sem líklega var fyrsti sinnar tegundar í Svíþjóð.
En þessir hundar voru ekki bara vinsælir hjá konum, Henrik III, Frakklandskonungur féll til dæmis alveg fyrir þeim. Sagt er að hann hafi mætt á fundi sína með silkikörfu um hálsinn sem í leyndust fleiri en einn hundur. Hann valdi líka hundana sína sjálfur í Lyon, sem var kaupmiðja fyrir smáhunda. Einnig sýnir fjölskyldumálverk af Ludvig XIV svartan og hvítan “papillon” hund við fætur fjölskyldunnar.
Upp úr 1600 má segja að dverg spaniel hundarnir hafi skipst í tvær línur. Þá ensku, sem svo seinna skiptist í cavalier king charles spaniel og king charles spaniel og svo þá sem hefur verið kallað meginlandslínan en hún er continental toy spaniel í dag, eða afbrigðin tvö, papillon og phalené. Eftir þennan tíma missti tegundin restina af grófleikanum frá upprunalegu tegundinni og lagt var mikið upp úr fínleikanum.
Papillon, afbrigðið með upprétt eyru kom frekar seint til sögunnar, á meðal þeirra um 200 málverka sem hafa fundist, máluð fyrir 1900 af tegundinni, eru hundar með upprétt eyru bara á tveimur þeirra. En fyrst er vitað til þess að afbrigðið með upprétt eyru hafi verið sýnt á hundasýningu árið 1896. En það voru tveir papillon hundar sýndir þá í Bruxelles. Ekki eru til margar upplýsingar um hvernig þeir urðu til eða hvernig belgísku ræktendum tókst á næstu 10 árum að festa þessi uppréttu eyru í sessi. Ýmsar getgátur hafa verið um að annað hvort chihuahua eða pommeranian hafi verið blandað við dverg spaniel en aðrir vilja að ýmsum ástæðum segja að það geti alls ekki verið.
Þó tegundin sé sögð eiga uppruna sinn í Frakklandi og Belgíu þá er Belgía upprunaland afbrigðisins með upprétt eyru þar sem fyrsti papillon hundurinn var ekki skráður í Frakklandi fyrr en árið 1918 og var það innflutt tík frá Belgíu, CH Belotte.
Blómsturstíð þessara vinsælu smáhunda endaði svo með tilkomu frönsku byltingarinnar þar sem margir hundanna voru drepnir með eigendum sínum. Uppbygging hófst svo í byrjun 20. aldar þar sem Englendingar gerðu sitt besta við að halda áfram ræktun á tegundinni. En stríð náði aftur að setja sitt strik í reiknkninginn og það var ekki fyrr en eftir síðari heimstyrjöld að tegundin gat farið að blómstra á ný.
Í nágrannalöndum okkar; Danmörku, Svíþjóð og Noregi var ekki byrjað að rækta tegundina fyrir alvöru fyrr en upp úr miðri 20. öld. Fyrstu papillon hundarnir komu til Íslands árið 1989 frá Torndals ræktun í Danmörku. Þetta voru tík og hundur en aldrei kom got undan þeim. Næsta par var innflutt frá Svíþjóð árið 1992 og kom frá Pepejas ræktun. Undan þessu pari komu tvö got eða alls 7 hvolpar sem því miður var ekki hægt að halda áfram ræktun með þar sem upp kom arfgengur augnsjúkdómur (PRA) hjá undaneldisrakkanum og tíkin var beri fyrir sjúkdóminn.
Árið 1993 voru svo innflutt par frá Blackpark ræktun í Englandi og eiga bæði tíkin og rakkinn nokkur afkvæmi hér á landi. 1994 voru flutt inn tvær tíkur og einn rakki frá Englandi og í þetta skiptið frá Lordsrake ræktun. Því miður greindist rakkinn úr þeim innflutningi einnig með PRA en átti sem betur fer bara tvö afkvæmi á þeim tíma en þó hafði önnur tíkin undan honum eignast fjórar tíkur sjálf. Aðeins önnur Lordsrake tíkin var notuð í ræktun.
Vegna þessarar erfiðu byrjunar hefur PRA loðað svolítið við tegundina á Íslandi. En þetta var ekki bara vandamál sem kom upp hér, papillon ræktendur alls staðar að þurftu að taka til í sínum ræktunarmálum. Og papillon er langt frá því að vera eina tegundin með þennan sjúkdóm, PRA hefur komið upp hjá yfir 100 tegundum. Nú er augnskoðun á ræktunardýrum hins vegar skylda hjá HRFÍ sem og hjá öðrum ræktunarfélögum undir FCI og hafa málin lagast nær að fullu. Nú er bara ræktað undan hundum sem eru fríir af PRA.
Hæð á herðarkamb
Samkvæmt ræktunarstaðli FCI á papillon að vera í kringum 28 cm á herðarkamb og eilítið lengri en hann er hár. Þeir eru oftast í kringum 3-4 kg en leyfilegt er að hann sé allt frá 1.5 kg og upp í 5 kg.