HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, Maltese:
Ræktunarnafn: Bláhiminsræktun
Nöfn: Dóra Rún Víglundsdóttir og Vilborg Pála Kristjánsdóttir Sími: 776 5509 Heimasíða: [email protected] |
Ræktunarnafn: Mc White Ice Ræktun
Nöfn: Lilja Rögnvaldsdóttir Sími: 663 2962 Heimasíða: [email protected] |
Ræktunarnafn: North Pearl ræktun
Nöfn: Jósefína Harpa Zophoníasdóttir Sími: 660 0018 Heimasíða: h[email protected] |
Tegundakynning á Maltese
FCI- Staðall N°65
Tegundarhópur 9. Selskapshundar
Hæð á herðarkamb/Þyngd
Rakkar 21-25 cm. Tíkur 20-23 cm
Þyngd 3-4 kg
Uppruni/saga
Þótt að tegundarheitið er Maltese er það ekki endilega staðfesting á að þeir komi frá Möltu. Nafnið Maltese er talið koma frá Semíska orðinu « màlat » sem þýðir höfn. Talið er að forfeður tegundarinnar bjuggu í höfnum og sjávarborgum miðjarðarhafsins, þar sem þeir veiddu mýs og rottur sem fundust í miklum mæli í vörugeymslum hafnanna og í skipum. Mjög gömul tegund sem varð mjög vinsæl sem gæluhundur. Forn málverk sýna svipaða hunda og Maltese í örmum hefðar kvenna. Talið er að Maltese sé forfaðir margra smáhundategunda í dag.
Eðli
Maltese er glæsilegur smáhundur og heillandi tegund með gólfsíðann, hvítan silki feld. Mjög vinsæll smáhundur víða um heim. Maltese er líflegur, ástúðlegur, hann á að vera mjög rólegur og greindur hundur. Hann hentar vel sem gæludýr fjölskyldunnar og einnig fyrir þá sem langar að eiga hund sem þarfnast mikillar feldhirðu og dúllerís, sem jafnframt er þá glæsilegur sýningarhundur. Maltese er heilbrigður og almennt glaðlegur smáhundur sem er jafnframt mjög duglegur miðað við stærð.
Feldur
Maltese er með síðann, hvítann, feld með silkiáferð. Þeir fara ekki úr hárum en þarfnast á móti feldhirðu. Feldurinn á að vera glansandi án þess að hafa undirull. Baða þarf þá vikulega og greiða þeim á hverjum degi til að halda feldinum fallegum og flókalausum. Á sýningar hundum er æskilegt að pakka inn feldinum til að ná úr öllu sliti og svo að feldurinn sé sem glæsilegastur. Sumir eigendur kjósa hinsvegar að klippa niður feldinn og er það oftast gert með gæludýr og hunda sem fara ekki á sýningar og verður þá feldhirðan mun minni.
Þjálfun/hreyfing
Maltese eru greindir hundar og því fremur auðveldir í þjálfun. Skemmtilegt getur verið að þjálfa þjálfa til hlýðni, en passa verður sig á því að sinna því þótt þeir séu litlir og sætir. Maltese sættir sig vel við göngur í borg sem og hlaup úti í náttúrunni, og sætta sig við það sem eigandinn býður. Þeir eru þó fremur viðkvæmir fyrir kulda.
Litir
Hreinn hvítur. Helst án allra gulra blæbrigða.
Tegundarhópur 9. Selskapshundar
Hæð á herðarkamb/Þyngd
Rakkar 21-25 cm. Tíkur 20-23 cm
Þyngd 3-4 kg
Uppruni/saga
Þótt að tegundarheitið er Maltese er það ekki endilega staðfesting á að þeir komi frá Möltu. Nafnið Maltese er talið koma frá Semíska orðinu « màlat » sem þýðir höfn. Talið er að forfeður tegundarinnar bjuggu í höfnum og sjávarborgum miðjarðarhafsins, þar sem þeir veiddu mýs og rottur sem fundust í miklum mæli í vörugeymslum hafnanna og í skipum. Mjög gömul tegund sem varð mjög vinsæl sem gæluhundur. Forn málverk sýna svipaða hunda og Maltese í örmum hefðar kvenna. Talið er að Maltese sé forfaðir margra smáhundategunda í dag.
Eðli
Maltese er glæsilegur smáhundur og heillandi tegund með gólfsíðann, hvítan silki feld. Mjög vinsæll smáhundur víða um heim. Maltese er líflegur, ástúðlegur, hann á að vera mjög rólegur og greindur hundur. Hann hentar vel sem gæludýr fjölskyldunnar og einnig fyrir þá sem langar að eiga hund sem þarfnast mikillar feldhirðu og dúllerís, sem jafnframt er þá glæsilegur sýningarhundur. Maltese er heilbrigður og almennt glaðlegur smáhundur sem er jafnframt mjög duglegur miðað við stærð.
Feldur
Maltese er með síðann, hvítann, feld með silkiáferð. Þeir fara ekki úr hárum en þarfnast á móti feldhirðu. Feldurinn á að vera glansandi án þess að hafa undirull. Baða þarf þá vikulega og greiða þeim á hverjum degi til að halda feldinum fallegum og flókalausum. Á sýningar hundum er æskilegt að pakka inn feldinum til að ná úr öllu sliti og svo að feldurinn sé sem glæsilegastur. Sumir eigendur kjósa hinsvegar að klippa niður feldinn og er það oftast gert með gæludýr og hunda sem fara ekki á sýningar og verður þá feldhirðan mun minni.
Þjálfun/hreyfing
Maltese eru greindir hundar og því fremur auðveldir í þjálfun. Skemmtilegt getur verið að þjálfa þjálfa til hlýðni, en passa verður sig á því að sinna því þótt þeir séu litlir og sætir. Maltese sættir sig vel við göngur í borg sem og hlaup úti í náttúrunni, og sætta sig við það sem eigandinn býður. Þeir eru þó fremur viðkvæmir fyrir kulda.
Litir
Hreinn hvítur. Helst án allra gulra blæbrigða.