HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, Lhasa apso:
Ræktunarnafn: Himna
Nafn: Sigurbjörg Vignisdótti, Ásta María Karlsdóttir og Anna Guðjónsdóttir Netfang: [email protected] Heimasíða: www.himna.is |
Ræktunarnafn: Winter Island
Nafn: Alexandra Björg Eyþórsdóttir Sími: 663-1383 Netfang: [email protected] Heimasíða: lhasaapso.is |
Tegundakynning á Lhasa apso
FCI- Staðall N°227
Tegundarhópur 9. Selskapshundar
Eðli
Lhasa Apso eru sjálfstæðir, húsbóndahollir og fúsir til að þóknast eiganda sínum, þeir eru þó varkárir gagnvart ókunnugum. Gólfsíður feldurinn er einkennandi fyrir tegundina.
Feldur
Feldurinn er síður með nokkuð gróf hár sem veldur því að feldurinn er nokkuð þungur. Feldurinn fellur ekki árstíðabundið, heldur jafnt og þétt allt árið og fara þeir því lítið úr hárum.
Þar sem þeir eiga uppruna sinn að rekja til mjög kalds loftlags í Himalaya fjöllunum þá eru þeir með tvöfaldan feld, undirfeld til að halda á þeim hita og yfir feld sem verndar hundinn og aðstoðar við að halda feldinum flötum og mjúkum. Yfirfeldurinn ætti að vera sambærilegur og mannshárið.
Nauðsynlegt er að bursta og baða hundana reglulega, ekki bara til að fjarlægja hárin sem falla af hundinum með það að markmiði að fyrirbyggja flækjur heldur einnig til að fjarlægja óhreinindi og annað sem festist í feldinum. Þetta á við hvort sem þeir eru í fullum feld eða hafa verið klipptir niður. Hundar sem eru hlutfallslega með meira af yfirfeld en undirfeld þurfa yfirleitt minni snyrtingu en þeir sem eru með mikinn undirfeld.
Þjálfun/hreyfing
Lhasa Apso eru sjálfstæðir og gáfaðir hundar. Þeir munu þóknast eiganda sínum, ef það hentar þeim. Þeir geta lært allt sem þjálfari þeirra gerir nægjanlega áhugavert. Þeir hafa takmarkaða þolinmæði fyrir endurtekinni æfingu og geta orðið þrjóskir sé ekki viðeigandi þjálfunaraðferðum beitt. Til að ná árangri í þjálfun er stöðugleiki mikilvægur.
Lhasa Apso er engin sófakartafla og ef hann fær ekki reglubunda hreyfingu þá sinnir hann því bara sjálfur í húsnæðinu sem hann býr í eða í garðinum sínum. Það er þeim alveg jafn mikilvægt að gera heilaleikfimi eins og að hreyfa sig. Þeim gengur mjög vel í hlýðni og sporavinnu og sumir sækja bráð eða smala. Þeir eru líka oft þjálfaðir sem meðferðarhundar.
Uppruni/saga
Lhasa er höfuðborgin í Tíbet þaðan sem tegundin er uppruninn. Lhasa Apso var notaður sem varðhundur innandyra auk þess að hann var notaður til að halda hita á munkunum sem ræktuðu þá og öðrum eigendum. Snemma á 20. öldinni voru hundar af tegundinni fluttir til Englands með hermönnum en í Englandi fékk tegundin nafnið “Lhasa Terrier” en síðar var tekið upp nafnið Lhasa Apso. Árið 1933 var stofnaður tegundaklúbbur í Bretlandi.
Ákveðnir þættir í útliti tegundarinnar þróuðust vegna þess umhverfis sem tegundin kemur frá eða há fjöllin, þurr vindur, ryk, stutt heit sumur og langir kaldir vetur. Höfuðið, feldurinn, augun, vöðvastæltur líkaminn og samsetning hans. Vegna umhverfisins eru þeir einnig almennt harðgerir og langlífir.
Hæð á herðarkamb
Æskileg hæð eru 25 cm á herðakamb og tíkur aðeins minni.
Litir
Gylltir, sandur, hunang, dökk grizzle, slate, reyklitur, particolor, svartir, hvítir eða brúnleitir, allir jafn gjaldgengir.
Tegundarhópur 9. Selskapshundar
Eðli
Lhasa Apso eru sjálfstæðir, húsbóndahollir og fúsir til að þóknast eiganda sínum, þeir eru þó varkárir gagnvart ókunnugum. Gólfsíður feldurinn er einkennandi fyrir tegundina.
Feldur
Feldurinn er síður með nokkuð gróf hár sem veldur því að feldurinn er nokkuð þungur. Feldurinn fellur ekki árstíðabundið, heldur jafnt og þétt allt árið og fara þeir því lítið úr hárum.
Þar sem þeir eiga uppruna sinn að rekja til mjög kalds loftlags í Himalaya fjöllunum þá eru þeir með tvöfaldan feld, undirfeld til að halda á þeim hita og yfir feld sem verndar hundinn og aðstoðar við að halda feldinum flötum og mjúkum. Yfirfeldurinn ætti að vera sambærilegur og mannshárið.
Nauðsynlegt er að bursta og baða hundana reglulega, ekki bara til að fjarlægja hárin sem falla af hundinum með það að markmiði að fyrirbyggja flækjur heldur einnig til að fjarlægja óhreinindi og annað sem festist í feldinum. Þetta á við hvort sem þeir eru í fullum feld eða hafa verið klipptir niður. Hundar sem eru hlutfallslega með meira af yfirfeld en undirfeld þurfa yfirleitt minni snyrtingu en þeir sem eru með mikinn undirfeld.
Þjálfun/hreyfing
Lhasa Apso eru sjálfstæðir og gáfaðir hundar. Þeir munu þóknast eiganda sínum, ef það hentar þeim. Þeir geta lært allt sem þjálfari þeirra gerir nægjanlega áhugavert. Þeir hafa takmarkaða þolinmæði fyrir endurtekinni æfingu og geta orðið þrjóskir sé ekki viðeigandi þjálfunaraðferðum beitt. Til að ná árangri í þjálfun er stöðugleiki mikilvægur.
Lhasa Apso er engin sófakartafla og ef hann fær ekki reglubunda hreyfingu þá sinnir hann því bara sjálfur í húsnæðinu sem hann býr í eða í garðinum sínum. Það er þeim alveg jafn mikilvægt að gera heilaleikfimi eins og að hreyfa sig. Þeim gengur mjög vel í hlýðni og sporavinnu og sumir sækja bráð eða smala. Þeir eru líka oft þjálfaðir sem meðferðarhundar.
Uppruni/saga
Lhasa er höfuðborgin í Tíbet þaðan sem tegundin er uppruninn. Lhasa Apso var notaður sem varðhundur innandyra auk þess að hann var notaður til að halda hita á munkunum sem ræktuðu þá og öðrum eigendum. Snemma á 20. öldinni voru hundar af tegundinni fluttir til Englands með hermönnum en í Englandi fékk tegundin nafnið “Lhasa Terrier” en síðar var tekið upp nafnið Lhasa Apso. Árið 1933 var stofnaður tegundaklúbbur í Bretlandi.
Ákveðnir þættir í útliti tegundarinnar þróuðust vegna þess umhverfis sem tegundin kemur frá eða há fjöllin, þurr vindur, ryk, stutt heit sumur og langir kaldir vetur. Höfuðið, feldurinn, augun, vöðvastæltur líkaminn og samsetning hans. Vegna umhverfisins eru þeir einnig almennt harðgerir og langlífir.
Hæð á herðarkamb
Æskileg hæð eru 25 cm á herðakamb og tíkur aðeins minni.
Litir
Gylltir, sandur, hunang, dökk grizzle, slate, reyklitur, particolor, svartir, hvítir eða brúnleitir, allir jafn gjaldgengir.