HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, Japanese chin:
Tegundakynning á Japanese chin
FCI- Staðall N°206
Tegundarhópur 9. Selskapshundar
Hæð á herðarkamb
Rakkar 25 cm, tíkur örlítið minni. Þyngd vanalega um 2-5 kg
Uppruni/saga
Japanskur Chin var hundur keisara hirðarinnar í Japan og er mjög forn. Einn japanskeisaranna sem var fæddur á ári hundsins, tók Chin í guðatölu, það jók mjög á virðingu hundsins. Hann barst til Evrópu og Ameríku á 19 öld. Í Japan var hann gæluhundur hefðarkvenna, einnig þegar hann kom til Evrópu var hann aðallega í eign hefðarfólks. Viktoríu drottning átti einn.
Eðli
Japanski Chin er greindur, mildur og vinalegur lítill hundur, sem elskar að vera miðja athyglinnar og getur verið svolítið hrokafullur. Hann er yfirleitt nokkuð barngóður og einnig góður í sambúð með öðrum hundum og dýrum. Japanskur Chin er harðger, líflegur og árvakur og stundum talin vera svolítið ,,kattarlegur” í hegðun. Hann verður mjög háður eiganda sínum. Ástúðlegur og blíður, hann geltir sjaldan og er fremur hljóðlátur sé tekið fyrir það strax. Chin er tortrygginn gagnvart ókunnugum og þarf góða þjálfun snemma. Hann þolir nokkuð vel kalda veðráttu og borgarlíf. Tegundinn þolir hita ekki sérstaklega vel. Þessi litla tegund er nokkuð algeng um allan heim.
Feldur
Sléttur, meðalsíður, silki feldur. Nema hár í andliti eru stutt. Hár á eyrum, hálsi, buxum og skotti eru síðari. Chin er hreinlegur hundur, bursta þarf feldinn reglulega, passa þarf sérstaklega vel bakvið eyrun. Fylgjast þarf vel með augum, eyrum og trýni.
Þjálfun/hreyfing
Japanski Chin er greindur, sjálfstæður og mjúkur í skapi sem þarf þjálfun í samræmi við það. Umhverfisvenja þarf þá vel frá hvolps aldri. Japanski Chin þarf ekki mikla hreyfingu en hefur gaman og gott af henni.
Litir
Svartur og hvítur eða rauður og hvítur. Aldrei þrílitur. Hvít blesa er mikils metin.
Tegundarhópur 9. Selskapshundar
Hæð á herðarkamb
Rakkar 25 cm, tíkur örlítið minni. Þyngd vanalega um 2-5 kg
Uppruni/saga
Japanskur Chin var hundur keisara hirðarinnar í Japan og er mjög forn. Einn japanskeisaranna sem var fæddur á ári hundsins, tók Chin í guðatölu, það jók mjög á virðingu hundsins. Hann barst til Evrópu og Ameríku á 19 öld. Í Japan var hann gæluhundur hefðarkvenna, einnig þegar hann kom til Evrópu var hann aðallega í eign hefðarfólks. Viktoríu drottning átti einn.
Eðli
Japanski Chin er greindur, mildur og vinalegur lítill hundur, sem elskar að vera miðja athyglinnar og getur verið svolítið hrokafullur. Hann er yfirleitt nokkuð barngóður og einnig góður í sambúð með öðrum hundum og dýrum. Japanskur Chin er harðger, líflegur og árvakur og stundum talin vera svolítið ,,kattarlegur” í hegðun. Hann verður mjög háður eiganda sínum. Ástúðlegur og blíður, hann geltir sjaldan og er fremur hljóðlátur sé tekið fyrir það strax. Chin er tortrygginn gagnvart ókunnugum og þarf góða þjálfun snemma. Hann þolir nokkuð vel kalda veðráttu og borgarlíf. Tegundinn þolir hita ekki sérstaklega vel. Þessi litla tegund er nokkuð algeng um allan heim.
Feldur
Sléttur, meðalsíður, silki feldur. Nema hár í andliti eru stutt. Hár á eyrum, hálsi, buxum og skotti eru síðari. Chin er hreinlegur hundur, bursta þarf feldinn reglulega, passa þarf sérstaklega vel bakvið eyrun. Fylgjast þarf vel með augum, eyrum og trýni.
Þjálfun/hreyfing
Japanski Chin er greindur, sjálfstæður og mjúkur í skapi sem þarf þjálfun í samræmi við það. Umhverfisvenja þarf þá vel frá hvolps aldri. Japanski Chin þarf ekki mikla hreyfingu en hefur gaman og gott af henni.
Litir
Svartur og hvítur eða rauður og hvítur. Aldrei þrílitur. Hvít blesa er mikils metin.