HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, Írskur setter:
Ræktunarnafn: Cararua
Nafn: Jóna Theodóra Viðarsdóttir og Theodóra Róbertsdóttir Sími: 615-8380 Netfang: [email protected] Facebook: Cararua Kennel |
Ræktunarnafn: Eðal
Nafn: Elín og Hreiðar Sími: 895-9866 / 659-5950 Netfang: [email protected] Facebooksíða: Hreiðar og Elín |
Ræktunarnafn: Glitnir
Nafn: Valgerður Júlíusdóttir Sími: 820-6993 & 5650407 Netfang: [email protected] Heimasíða: www.irishsetter.is Heimasíða: glitnirafghans.weebly.com Facebooksíða: Glitnir Irish Setter |
Ræktunarnafn: Helguhlíðar
Nafn: Margrét Kjartansdóttir Sími: 865-2320 Netfang: [email protected] Heimasíða: www.helguhlidar.net |
Ræktunarnafn: Ruatogha
Nafn: viktoría jensdóttir Sími: 855-5809 / 847-1595 Netfang: [email protected] Heimasíða: www.irishsetter.is Facebooksíða: Ruatogha |
Tegundakynning á Irish red setter
FCI staðall No. 120
Tegundarhópur 7
Eðli:
Írskur setter fellur undir hóp svokallaðra standandi fuglahunda. Veiðihundaeðlið er ríkt og ef lögð er vinna í þjálfun þá er varla til betra hundakyn á veiðislóð.
Geðprýði hans og glæsileiki hafa hins vegar skapað honum stærra pláss sem sýningar- og heimilishundur. Auk þess að vera gullfallegur, þá er persónuleiki Írska setans gleði og ástúð. Hann er mjög gáfaður og vill þóknast eiganda sýnum, en er jafnframt uppátækjasamur og stríðinn. Írskur setter hentar ekki sem varðhundur vegna þess hversu blíður og glaður hann er, vill bara heilsa öllum sem hann hittir. Írskur setter er fljótur að tileinka sér reglur heimilisins og elskar börn.
Feldur:
Kastaníubrúnn, millisíður og silkimjúkur. Bursta þarf feldinn reglulega svo hann flækist ekki og ef það er gert, er hárlos lítið hjá Írskum setter.
Þjálfun/hreyfing:
Írskur setter hefur frábært þol til útiveru og getur hlaupið þindarlaust. Úti í náttúrunni eru fegurð hans og kraftur fullkomnuð. Með réttu uppeldi og þjálfun, þá lagar Írskur setter sig vel að þörfum eiganda síns og fjölskyldu.
Uppruni og saga:
Upphaflegt stofnkyn hans var Irish Water Spaniel og með afar flókinni víxlræktun og komu við sögu m.a. Pointer, Spaniel, English Setter og Gordon Setter. Árið 1793 var farið að færa Írskan setter til ættbókar á Írlandi og voru staðlar settir í kjölfarið. Hundaræktarmaðurinn Edward Laverack sem tileinkaði allt líf sitt ræktun setanna á 19. öld, taldi Írska setann hátind allrar viðleitni sinnar og lifði það að sjá hann viðurkenndan sem ræktunarkyn með stofnun Írska seta-klúbbsins í Úlster 1876.
Hæð á herðakamb:
Rakkar: 58-67cm
Tíkur: 55-62cm
Litur:
Kastaníubrúnn millisíður feldur, hvítt leyfilegt í bringu og þófum.
Tegundarhópur 7
Eðli:
Írskur setter fellur undir hóp svokallaðra standandi fuglahunda. Veiðihundaeðlið er ríkt og ef lögð er vinna í þjálfun þá er varla til betra hundakyn á veiðislóð.
Geðprýði hans og glæsileiki hafa hins vegar skapað honum stærra pláss sem sýningar- og heimilishundur. Auk þess að vera gullfallegur, þá er persónuleiki Írska setans gleði og ástúð. Hann er mjög gáfaður og vill þóknast eiganda sýnum, en er jafnframt uppátækjasamur og stríðinn. Írskur setter hentar ekki sem varðhundur vegna þess hversu blíður og glaður hann er, vill bara heilsa öllum sem hann hittir. Írskur setter er fljótur að tileinka sér reglur heimilisins og elskar börn.
Feldur:
Kastaníubrúnn, millisíður og silkimjúkur. Bursta þarf feldinn reglulega svo hann flækist ekki og ef það er gert, er hárlos lítið hjá Írskum setter.
Þjálfun/hreyfing:
Írskur setter hefur frábært þol til útiveru og getur hlaupið þindarlaust. Úti í náttúrunni eru fegurð hans og kraftur fullkomnuð. Með réttu uppeldi og þjálfun, þá lagar Írskur setter sig vel að þörfum eiganda síns og fjölskyldu.
Uppruni og saga:
Upphaflegt stofnkyn hans var Irish Water Spaniel og með afar flókinni víxlræktun og komu við sögu m.a. Pointer, Spaniel, English Setter og Gordon Setter. Árið 1793 var farið að færa Írskan setter til ættbókar á Írlandi og voru staðlar settir í kjölfarið. Hundaræktarmaðurinn Edward Laverack sem tileinkaði allt líf sitt ræktun setanna á 19. öld, taldi Írska setann hátind allrar viðleitni sinnar og lifði það að sjá hann viðurkenndan sem ræktunarkyn með stofnun Írska seta-klúbbsins í Úlster 1876.
Hæð á herðakamb:
Rakkar: 58-67cm
Tíkur: 55-62cm
Litur:
Kastaníubrúnn millisíður feldur, hvítt leyfilegt í bringu og þófum.