HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, French bulldog:
Ræktunarnafn: Draumabolar
Nafn Ræktanda: Katrín og Guðmundur Netfang: [email protected] Sími: 659-4107 Instagram: draumabolarfrenchbulldog |
Ræktunarnafn: Meribella
Nafn Ræktanda: Bára Bryndís Kristjánsdóttir Netfang: [email protected] Sími: 7717802 Instagram: meribellræktun_hrfi |
Ræktunarnafn: Svarthamars
Nafn ræktanda: Eva Kristinsdóttir og Guðmundur Rafn Ásgeirsson Email: [email protected] Heimasíða: Franskur Bulldog | Svarthamars | Reykjavík |
Ræktunarnafn: Winter Island
Nafn ræktanda: Alexandra Björg Eyþórsdóttir Sími: 663 1383 e-mail: [email protected] Heimasíða: www.lhasaapso.is |
Ræktunarnafn: Yndisauka
Nafn ræktanda: Berglind Ásta Jónsdóttir Sími: 847 3744 |
Tegundakynning á French bulldog
FCI- Staðall N°101
Tegundarhópur 9. Selskapshundar
Eðli
Franski bolabíturinn verður að sýna merki um krafta og atorku við fyrstu sýn. Hann er þéttur og vöðvamikill, líkt og hjá Mastiff hundum, en mun minni. Höfuðið er sterkt, breytt og ferhyrnt. Trýni stutt, lengd þess er u.þ.b. 1/6 af lengd höfuðsins. Fellingar í andliti eru eru samræmdar og ekki of margar. Eyrun, sem að einkennir tegundina, eru borin upprétt og bein. Þau eru breið við kollinn og ávöl í endann. Skottið er lítið og breytt og mjókkar í átt að endanum.
Hann er félagslyndur að eðlisfari, líflegur, gáskafullur og ákafur. Einstaklega ástúðlegur gagnvart eiganda sínum og börnum. Það þarf ekki mikið til að gera Franska bolabítinn ánægðan. Franski bolabíturinn er mjög vingjarnlegur hundur með viðráðanlegan persónuleika. Hann aðlagast að eiganda sínum, hvort sem það er kraftmikið par eða rólegt, eldra fólk. En honum líkar ekki að vera skilinn eftir einn allan daginn. Hann vill alltaf vera nálægt eiganda sínum þeir gelta sjaldan, helst ef eitthvað nálgast húsið sem þeim líst ekki á ,hann passar sitt umhverfið mjög vel . Hann á það til að vera eigingjarn á fólkið sitt gagnvart öðrum hundum .
Feldur
Sléttur feldur, þéttur, glansandi og mjúkur, án undirfelds. Burst þarf feldinn reglulega annars er umhirðan mjög þægileg , Þeir fara úr hárum 1x – 2x á ári, þess á milli er ekki hárlos. Hárlosa tímabilið er líka mjög stutt mjög þægilegir hvað það varðar .
Þjálfun/hreyfing
Franskur bolabítur er afar auðveldur í allri þjálfun þeir eru fljótir að læra svo lengi sem þeim finnst skemmtilegt. Þeir geta verið þverir og þetta eru miklir karekterar.
Það þarf mikið að koma til svo Franskur bolabítur gefi eftir gagnvart öðrum hundum , hann sækist alltaf eftir því að vera nr 1 hjá sínum húsbónda.
Franskur Bolabítur hentar mjög vel í hundafimi og þeir geta hlaupið hratt og hafa mikið úthald . Þetta er mjög félagslyndur hundur og nýtur þess að vera í kringum aðra hunda og dýr.
Heilsa
Franski bolabíturinn er sveitalegur og kröftugur. Kröftugur vegna þess að tegundin er almennt mjög heilbrigð, og ekki hrjáir hana neinir sérstakir sjúkdómar, það sem helst er að hrjá hann snýr að öndun eða öndunarfærum , stutt nef og þröngar nasir geta haft þau áhrif að þeir eiga erfitt með öndun, sérstaklega eftir mikil hlaup og í heitu veðri . Franskur bolabítur er líka afar hugrakkur og fátt sem hræðir hann.
Líftími tegundarinnar er u.þ.b. 10-12 ár, það er mjög góður líftími miðað við Molossians hunda.
Keisaraskurður er líka algengur hjá tíkunum þar sem þær eiga erfitt með að fæða hvolpa stærri en ca 200 gr, oft velja ræktendur frekar að fara í keisaraskurð og láta ekki á það reyna hvort tíkin geti fætt og er keisaraskurður eflaust oftar framkvæmdur en í raun er þörf á.
Uppruni/saga
Franskur bolabítur er afkomandi hins forna Tíbetska eða Asíska Mastiff. Þegar tegundinn barst til Englands, var henni blandað við Terrier hunda þar í landi, og stærð tegundarinnar minnkaði gegnum aldirnar. Þó skoðanir sérfræðinga tegundarinnar séu margar, er almennt talið að þessi tegund sé aðalega árangur þriggja kynblanda, Enska bolabítsins sem gaf tegundinni bygginguna og stóran hluta af persónueinkennum , Terrier sem gaf tegundinni uppréttu eyrun og hraðan , og Pug sem gaf henni hringlaga augun.
Á miðri 19 öld, kom lítill hundur til Parísarborgar frá Bretlandi, og þessi litli hundur hafði eiginleika mjög líka þeim og nútíma Franski bolabíturinn hefur. Hundurinn varð strax eftirlæti Parísarbúa, sérstaklega í ríkari hverfunum. Kjötkaupmenn tileinkuðu sér tegundina fljótlega líka, þar sem að hún var mjög lipur og losaði sláturhúsin og verslanirnar við meindýr. Stórkaupmenn og konur í fínni hverfunum notuðu hann líka sem varðhund, burt séð frá smæðinni því hann var sterkur og hraður. Það er einnig sagt að bílstjórar leyfðu þá í vögnum sínum og þótti það kostur. Við lok 19 aldarinnar, vildu flest allir franskir listamenn eiga einn svona hund. Þeir listamenn sem áttu slíka hunda voru t.d. seduced Chaliapine, Mistinguett, Colette, Caruso og Joséphine Baker. Og jafnvel Evrópska kóngafólkið var heillað af Franska bolabítnum, með hrekkjótta augnaráðið. Það mátti sjá slíka hunda í kjöltu Edward konungi VII, eða við sumarhús Nicolas II.
Fyrsti tegundaklúbburinn var stofnaður árið 1880 í Frakklandi. Fyrsta ræktunarmiðið var skrifað og opinberlega gefið út árið 1898.
Báðar heimstyrjaldirnar tóku því miður mörg líf Franska bolabítsins, sem og fleiri tegunda. Tegundin féll rólega gleymsku. Endurlífgun hennar hófst þó aftur mörgum árum seinna, og skráningar Franska bolabítsins í Frakklandi hafa aukist úr 486 skráða hvolpa árið 1991, í 1600 skráða hvolpa árið 2000.
Hæð á herðarkamb og þyngd
Rakkar 27-35 cm. Tíkur24-32 cm. Frávik um 1 cm frá staðlinum eru heimil.
Rakkar 9 - 14 kg. Tíkur 8 - 13 kg. Frávik um 500 gr. eru heimil þegar hundurinn er dæmigerður að öðru leiti.
Litir
Fawn, brindle eða pied.