HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, Dalmatian:
Ræktunarnafn: Gullengi
Nafn: Simon Cramer Larsen og Edvardas Paskevicius Sími: 616-7250 Netfang: [email protected] Heimasíða: gullengi.is |
Tegundakynning á Dalmatian
FCI- Staðall N°153
Tegundarhópur 6. Sporhundar og tengdar tegundir.
Notkun: Veiði, selskaps- og fjölskylduhundur. Er hægt að þjálfa í margskonar tilgangi.
Hæð á herðarkamb / þyngd
Rakkar 56 – 62 cm / 27-30kg
Tíkur 54 – 60 cm / 24-29kg
Eðli
Dalmatíuhundurinn er líflegur, orkumikill og sjálfstæður. Hann er góður fjölskylduhundur og afar húsbóndahollur.
Hann samsvarar sér vel og er sterkbyggður og vöðvamikill án þess að missa tignarlegt yfirbragð sem er mjög mikilvægur eiginleiki tegundarinnar.
Hann er auðveldur í þjálfun en hann getur verið þrjóskur. Þjálfunin verður að vera skemmtileg og fjölbreytt. Upphaflega var Dalmatíuhundurinn notaður til að hlaupa með hestvögnum eins og slökkviliðsvögnum og hlupu þá sumir undir öxlum vagnanna en aðrir notaðir til að hlaupa fremst og ryðja veginn. Hann á að vera með mikið úthald fyrir löng hlaup. Hundarnir voru að auki notaðir til að gæta eigna og hestanna þegar þeir hvíldust. Þeir hafa sterkt varðeðli og eru varkárir gagnvart ókunnugum. Í dalmatíuhundum er veiðieðli og hafa margir hundar gaman að því að synda og sækja í vatni. Auk þess eru þeir með gott þefskyn og eru mjög færir í sporavinnu. Hann hentar vel fjölskyldum sem hafa gaman að gönguferðum, fjallgöngum og annars konar útiveru. Dalmatíuhundar elska fjölskylduna sína skilyrðislaust og vill verja sem mestum tíma með henni. Þeir vilja umfarm allt taka þátt í flestu því sem fjölskyldan tekur sér fyrir hendur.
Feldur
Feldurinn er einfaldur og snöggur og þeir geta verið kulvísir á veturnar. Sérstaklega þegar þeir eldast.
Þeir eru nánast lyktarlausir og þurfa ekki mikla feldhirðu. Þeir fara úr hárum allt árið en hárlostímar eru tvisvar á ári og þá er gott er að bursta þá.
Þjálfun/hreyfing
Dalmatíuhundurinn er hundur sem ræktaður var til að hlaupa og hann þarf lausahlaup og fjölbreytta hreyfingu. Hann er ekki aðeins orkumikill og hefur gífurlegt úthald og styrk heldur líka mjög greindur og hann elskar að sinna mismunandi verkefnum og þarf andlega örvun.
Verkefnin geta verið hlýðni, hundafimi, nosework, spor, fjallgöngur, hugarleikfimi, sund, dýfingar, trikk og í rauninni allt sem hægt er að gera með hundum. Oft er hægt að samtvinna líkamlega og andlega örvun eins og t.d. við að sækja í vatni og hundafimi.
Uppruni/saga
Elstu heimildir um tegundina má finna í málverkum og í kirkjukróníkum allt frá 16. öld til þeirrar átjándu. Dalmatíuhundar voru t.d. á þekktu altarismálverki frá 16. öl í kirkju í Króatíu, verkið nefnist Madonna með Jesú og englunum. Þess vegna hefur tegundin fyrst og fremst verið rakin upphaflega til þessa svæðis og er kennd við dalmatíueyjar sem liggja við Króatíu. Fyrstu lýsingar á tegundinni voru birtar í kirkjukróníkum snemma á 18. öld og var hundurinn kallaður á latínu “Canis Dalmaticus” og seinna “Dalmatian Coach dog”. Fyrsti óopinberi staðallinn var skrifaður af englendinginum Vero Shaw og var birtur 1882. Eftir að enski dalmatíuklúbburinn var stofnaður árið 1890 varð þessi staðall fyrst opinber. Það var svo ekki fyrr en árið 1955 sem FCI gaf út sinn fyrsta staðal fyrir tegundina undir nafninu Dalmatíu veiðihundur. Tegundin varð afar vinsæl þegar gefin var út Disneyteiknimynd árið 1966 um 101 Dalmatíuhunda og hefur tengingin við ævintýrið verið það sem tegundin er einna þekktust fyrir allt til dagsins í dag.
Heilsa
Dalmatíuhundar eru almennt hraustir hundar og lífslíkur þeirra eru frá 13 - 16 ár. Þegar hugað er að heilsu þeirra eru nokkrir hlutir sem þarf að skoða. Heyrnarleysi getur verið ættgengt hjá þessari tegund hunda en í dag er hægt að mæla heyrn hvolpa til að ganga í skugga um að hún sé í lagi. Dalmatíuhundar geta myndað steina í þvagkerfinu en til að koma í veg fyrir það þurfa þeir að vera á fæði sem inniheldur ekki mikið Purine. Mælt er með að þeir hafi líka alltaf góðan aðgang að ferskvatni og tækifæri til reglulegra þvagláta. Auk þess eru þeir hvítir og að þeim sökum geta þeir verið með viðkvæma húð.
Litir
Dalmatíuhundurinn er hvítur hundur með annað hvort svörtum eða brúnum doppum. Doppurnar skulu vera vel dreifðar sem jafnast um allan líkamann og eru þessar doppur það sem gerir þessa tegund afar einkennandi. Augun skulu vera dökkbrún á svörtu hundunum en mega vera gulbrún eða grænbrún á brúnu hundum. Aðrir litir eins og lemon eru óæskilegir og passa þarf vel í ræktun að para ekki tvo einstaklinga sem eru berar fyrir lemongeni.
Dalmatíuhundar og börn
Dalmatíhundurinn er vel virkur og sterkur orkubolti og á auðvelt með að fella lítil börn um koll. Hann er hins vegar barngóður hundur og fer jafnan vel á heimilum með börnum. En alltaf skal gæta þess að skilja ekki hunda eftir eina með yngri börnum og passa uppá að hundurinn hafi sinn stað þar sem hann getur verið í rólegheitum.
Tegundarhópur 6. Sporhundar og tengdar tegundir.
Notkun: Veiði, selskaps- og fjölskylduhundur. Er hægt að þjálfa í margskonar tilgangi.
Hæð á herðarkamb / þyngd
Rakkar 56 – 62 cm / 27-30kg
Tíkur 54 – 60 cm / 24-29kg
Eðli
Dalmatíuhundurinn er líflegur, orkumikill og sjálfstæður. Hann er góður fjölskylduhundur og afar húsbóndahollur.
Hann samsvarar sér vel og er sterkbyggður og vöðvamikill án þess að missa tignarlegt yfirbragð sem er mjög mikilvægur eiginleiki tegundarinnar.
Hann er auðveldur í þjálfun en hann getur verið þrjóskur. Þjálfunin verður að vera skemmtileg og fjölbreytt. Upphaflega var Dalmatíuhundurinn notaður til að hlaupa með hestvögnum eins og slökkviliðsvögnum og hlupu þá sumir undir öxlum vagnanna en aðrir notaðir til að hlaupa fremst og ryðja veginn. Hann á að vera með mikið úthald fyrir löng hlaup. Hundarnir voru að auki notaðir til að gæta eigna og hestanna þegar þeir hvíldust. Þeir hafa sterkt varðeðli og eru varkárir gagnvart ókunnugum. Í dalmatíuhundum er veiðieðli og hafa margir hundar gaman að því að synda og sækja í vatni. Auk þess eru þeir með gott þefskyn og eru mjög færir í sporavinnu. Hann hentar vel fjölskyldum sem hafa gaman að gönguferðum, fjallgöngum og annars konar útiveru. Dalmatíuhundar elska fjölskylduna sína skilyrðislaust og vill verja sem mestum tíma með henni. Þeir vilja umfarm allt taka þátt í flestu því sem fjölskyldan tekur sér fyrir hendur.
Feldur
Feldurinn er einfaldur og snöggur og þeir geta verið kulvísir á veturnar. Sérstaklega þegar þeir eldast.
Þeir eru nánast lyktarlausir og þurfa ekki mikla feldhirðu. Þeir fara úr hárum allt árið en hárlostímar eru tvisvar á ári og þá er gott er að bursta þá.
Þjálfun/hreyfing
Dalmatíuhundurinn er hundur sem ræktaður var til að hlaupa og hann þarf lausahlaup og fjölbreytta hreyfingu. Hann er ekki aðeins orkumikill og hefur gífurlegt úthald og styrk heldur líka mjög greindur og hann elskar að sinna mismunandi verkefnum og þarf andlega örvun.
Verkefnin geta verið hlýðni, hundafimi, nosework, spor, fjallgöngur, hugarleikfimi, sund, dýfingar, trikk og í rauninni allt sem hægt er að gera með hundum. Oft er hægt að samtvinna líkamlega og andlega örvun eins og t.d. við að sækja í vatni og hundafimi.
Uppruni/saga
Elstu heimildir um tegundina má finna í málverkum og í kirkjukróníkum allt frá 16. öld til þeirrar átjándu. Dalmatíuhundar voru t.d. á þekktu altarismálverki frá 16. öl í kirkju í Króatíu, verkið nefnist Madonna með Jesú og englunum. Þess vegna hefur tegundin fyrst og fremst verið rakin upphaflega til þessa svæðis og er kennd við dalmatíueyjar sem liggja við Króatíu. Fyrstu lýsingar á tegundinni voru birtar í kirkjukróníkum snemma á 18. öld og var hundurinn kallaður á latínu “Canis Dalmaticus” og seinna “Dalmatian Coach dog”. Fyrsti óopinberi staðallinn var skrifaður af englendinginum Vero Shaw og var birtur 1882. Eftir að enski dalmatíuklúbburinn var stofnaður árið 1890 varð þessi staðall fyrst opinber. Það var svo ekki fyrr en árið 1955 sem FCI gaf út sinn fyrsta staðal fyrir tegundina undir nafninu Dalmatíu veiðihundur. Tegundin varð afar vinsæl þegar gefin var út Disneyteiknimynd árið 1966 um 101 Dalmatíuhunda og hefur tengingin við ævintýrið verið það sem tegundin er einna þekktust fyrir allt til dagsins í dag.
Heilsa
Dalmatíuhundar eru almennt hraustir hundar og lífslíkur þeirra eru frá 13 - 16 ár. Þegar hugað er að heilsu þeirra eru nokkrir hlutir sem þarf að skoða. Heyrnarleysi getur verið ættgengt hjá þessari tegund hunda en í dag er hægt að mæla heyrn hvolpa til að ganga í skugga um að hún sé í lagi. Dalmatíuhundar geta myndað steina í þvagkerfinu en til að koma í veg fyrir það þurfa þeir að vera á fæði sem inniheldur ekki mikið Purine. Mælt er með að þeir hafi líka alltaf góðan aðgang að ferskvatni og tækifæri til reglulegra þvagláta. Auk þess eru þeir hvítir og að þeim sökum geta þeir verið með viðkvæma húð.
Litir
Dalmatíuhundurinn er hvítur hundur með annað hvort svörtum eða brúnum doppum. Doppurnar skulu vera vel dreifðar sem jafnast um allan líkamann og eru þessar doppur það sem gerir þessa tegund afar einkennandi. Augun skulu vera dökkbrún á svörtu hundunum en mega vera gulbrún eða grænbrún á brúnu hundum. Aðrir litir eins og lemon eru óæskilegir og passa þarf vel í ræktun að para ekki tvo einstaklinga sem eru berar fyrir lemongeni.
Dalmatíuhundar og börn
Dalmatíhundurinn er vel virkur og sterkur orkubolti og á auðvelt með að fella lítil börn um koll. Hann er hins vegar barngóður hundur og fer jafnan vel á heimilum með börnum. En alltaf skal gæta þess að skilja ekki hunda eftir eina með yngri börnum og passa uppá að hundurinn hafi sinn stað þar sem hann getur verið í rólegheitum.