HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, Dachshund:
Ræktunarnafn: Hrísdals Engla Ræktun
Nafn: Borghildur Gunnarsdóttir og Guðrún Margrét Baldursdóttir Sími: 863 9691 og 694 8087 Netfang: [email protected] Facebooksíða: Hrísdals Engla Ræktun |
Ræktunarnafn: Iceland's Favorite
Nafn: Heiða Rós Gunnarsdóttir Netfang: [email protected] Facebooksíða: Kennel Icelands Favorite |
Ræktunarnafn: Kingsen's Finest
Nafn: Hallveig Karlsdóttir Sími: 770-0555 Netfang: [email protected] Heimasíða: www.kingsensfinest.com |
Ræktunarnafn: Meiri-tungu
Nafn: Jóhanna Mjöll Tyrfingsdóttir Sími: 846-7000 Netfang: [email protected] |
Tegundakynning á Dachshund
FCI-Staðall N°148
Tegundahópur 4: Grefilhundar.
Notkun: Veiðhundur yfir og undir yfirborði jarðar.
Eðli
Langhundurinn er lágvaxinn með stuttar lappir, en langur og sterklega byggður. Hann hefur stríðnislegt viðmót og afar vökulan andlitssvip. Þrátt fyrir að vera stuttfættur sé miðað við langan búk hans, þá er hann mjög liðugur og hreyfanlegur. Hann býr yfir
jafnaðargeði, vinalegur án þess að vera stressaður eða árasargjarn. Hann er hraður og einbeittur veiðihundur með frábært lyktarskyn.
Langhundurinn er leikglaður, hamingjusamur hundur sem gaman er að, þeir eru góðir með sig og hvernig er hægt að verjast brosi þegar maður mætir þessum einstaklingum með sinn langa búk á stuttum kvikum fótum, horfir á mann hnarreistur og með gáfnablik í augunum.
Langhundurinn er tryggur fjölskyldumeðlimur og vill fyrst og fremst vera með í öllu sem maður er að gera, hann velur oft einn úr fjölskyldunni sem hann verður hvað hændastur að, og vegna þess hve klár hann er hefur hann oft sína eigin skoðun á því hvernig hlutirnir eiga að vera.
Langhundurinn þurfti að vera þeim eiginleikum gæddur að veiða bæði ofan jarðar og neðan, í þeim tilgangi var einkennandi sköpulag hans mikilvægt. Langt skott var nauðsynlegt svo auðvelt væri að draga hann úr holum, mikilvægar voru stórar framloppur sem auðvelduðu honum að grafa, djúpur brjóstkassi sem auðveldaði öndun og langt trýni jók getu hans að rekja slóð. Jafnvel geltið hafði þann tilgang að veiðimaðurinn ætti auðveldara með að finna hann.
Feldur og litir
Langhundar þurfa ekki mikla feldhirðu, en hún er þó misjöfn eftir hárafari, minnst þarf að hafa fyrir þeim snögghærða en oft er nóg að strjúka yfir hann með rökum klút milli þess sem hann er baðaður til að halda honum hreinum. Gott er þó að hafa í huga að honum getur orðið kalt og því gott að eiga peysu fyrir hann að fara í á köldum dögum. Þeim strýhærðu þarf að kemba reglulega og eigi þeir að líta sem best út þarf að reita þá yfirleitt um tvisvar á ári. Síðhærðu langhundana þarf að greiða reglulega til að koma í veg fyrir flóka, auk þess að að baða þá og blása heldur oftar en hina svo þeir líti sem best út.
Það getur verið munur á langhundum eftir feldgerð, oft er talað um að sá strýhærði sé þeirra harðastur og líklegastur til að koma sér í vandræði, sá síðhærði sé sá rólegi og yfirvegaði, og sá snögghærði sé þarna einhvers staðar á milli. Algengast er að langhundurinn sé rauður, þá að hann sé svartur með brúnum merkingum (black and tan). En einnig eru til brúnir (chocolate) og yrjóttir (dapple), en í mörgum tegundum er sá litur kallaður merle. Kolhærður (brúnn eða rauður með svarta hárenda), dökkbrúnn með ljósari brúnum merkingum (chocholate and tan). Einnig er bröndóttur (brindle) litur leyfður en það er rauður litur með dökkum rákum. Þar sem rauðir hundar auk svartra með brúnum merkingum hafa verið vinsælastir í ræktun auk þess að hafa verið ræktaðir hvað lengst, þá er almennt viðurkennt að þeir beri með sér mestu gæðin hvað varðar byggingu.
Brúnu (chocolate) hundarnir, sem eru í raun svartir hundar með „dilute“ genaerfðir sem veldur því að svart verður brúnt, eru með brún nef sem er leyfð samkvæmt FCI. Einnig eru augu þeirra ljósari. En þar sem „dilute“ genið er vandmeðfarið í ræktun þá eru alls ekki allir hrifnir chocolate litnum og vilja frekar nota arfhreinu heilu litina í sinni ræktun sem eru þá þeir rauðu og svartur með brúnum merkingum (black og tan). Yrjóttu (dapple) hundarnir eru til bæði í súkkulaði (chocolate dapple) og svo svartir og silfraðir sem kallast silver dapple eða silver merle í öðrum tegundum þar sem þessi litur þekkist.
Bannað er að ræka saman tvo yrjótta einstaklinga (double dapple) vegna þess að þá koma oft upp ýmsir gallar í hvolpum, svo sem blinda, heyrnarleysi og fleira. Orsakast það af því að yrjótti liturinn er í raun það að litarefni húðar hundsins er yrjótt, sem veldur yrjóttum lit hans. Og ef sá eiginleiki er styrktur með því að tveir einstaklingar með þann eiginleika eru paraðir þá getur það valdið of litlu litarefni í húð. Ekkert litarefni í húð í innra eyra veldur svo heyrnarleysi og skortur á litarefni í auga veldur þá einnig blindu.
Þjálfun og hreyfing
Langhundurinn er fjörugur orkubolti, honum finnst frábært að leika úti og fara í göngutúra, hann er fullkomlega fær um að fylgja fólkinu sínu eftir í flestu því sem það tekur sér fyrir hendur. Hann sættir sig vel við litlar íbúðir ef hann bara fær sína útrás, hvort sem það er í göngu eða boltaleik. Langhundurinn vill vera með fólkinu sínu og er ekki ánægður með að vera kennel hundur eða lokaður af mestallan daginn.
Vegna þess hve þrjóskur hann er, getur oft verið erfitt að þjálfa hann, en hann er mjög klár og er ekkert sérlega hrifinn af miklum endurtekningum. Þess vegna þurfa hlýðniæfingar með þeim að vera skemmtilegar og fjölbreyttar.
Að þjálfa langhund er þolinmæðisverk en alls ekki vonlaust, þeir eru þrjóskir og mjög sjálfstæðir,
opnir og góðir með sig. Langhundurinn er afbragðs góður sporhundur þar sem sjálfstæðið og kjarkurinn fær að njóta sín.
Uppruni/saga
Dachshund, eða langhundur á íslensku kemur frá Þýskalandi þar sem hann var og er þekktur sem greifingjahundur, en það er bein þýðing þýska heitisins. Langhundar voru ekki einungis notaðir til að veiða greifingja heldur einnig dádýr, refi og kanínur. Stærð hundsins réði því til hvaða veiða þeir voru notaðir. Standard langhundurinn var notaður til veiða, á greifingjum og dádýrum, en minni hundarnir notaðir til veiða á á kanínum. Til þess að langhundurinn gæti sinnt vinnu sinni þurfti hann að hafa hugrekki til að fara ofan í holur bæði til að reka dýrin út eða jafnvel drepa þau.
Um aldamótin 1800 var farið að rækta langhundinn meira sem gæludýr en veiðihund og varð hann vinsæll meðal kóngafólks um alla Evrópu. Langhundurinn er mjög vinsæll hundur um allan heim og er á meðal 10 vinsælustu hundategunda í heiminum, en enn eru nokkur lönd sem nota hann mikið til veiða, svo sem Frakkland.
Heilsa
Bakvandamál ýmiskonar er helsti heilsufarsvandi langhundsins, þau vandamál geta komið upp vegna erfða, en einnig vegna rangrar hreyfingar, falls eða að hundurinn stekkur ógætilega
af eða upp á húsgögn. Það er því mjög mikilvægt að styðja við bak og afturenda þeirra þegar þeir eru teknir upp.
Mjög mikilvægt er að passa að þeir verði ekki of feitir. Fylgjast þarf vel með tönnum þeirra, þeir eiga það til að safna tannsteini og fá þá tannholdsbólgu ef ekkert er að gert. Gott er að bursta í þeim tennurnar reglulega og fara með þá í tannhreinsun einu sinni á ári sé þess þörf.
Hæð á herðakamb
Langhundurinn er til í þremur stærðum: standard, miniature og rabbit. Stærðarflokkun þeirra fer eftir brjóstmáli og eru þeir mældir í fyrstalagi 15 mánaða. Þá er hárafar þeirra einnig þrenns konar, snöggt, síðhært og strýhært.
Standard Dachund
Rakkar: yfir 37 cm – upp að 47 cm
Tíkur: yfir 35 cm – upp að 45 cm
Miniture Dachshund
Rakkar: yfir 32 cm – upp að 37 cm
Tíkur: yfir 30 cm – upp að 35 cm
Rabbit Dachshund
Rakkar: yfir 27 cm – upp að 32 cm
Tíkur: yfir 25 cm – upp að 30 cm
Langhundur og börn
Þeir eru mjög góðir með börnum en um þá gilda sömu reglur og um aðra hunda og ung börn, það þarf að fylgjast með þeim og passa að börnin reyni ekki að taka þá upp. Ef barn situr í sófa finnst langhundi ekkert betra en að leggjast við hliðina á því og láta klappa sér.
Tegundahópur 4: Grefilhundar.
Notkun: Veiðhundur yfir og undir yfirborði jarðar.
Eðli
Langhundurinn er lágvaxinn með stuttar lappir, en langur og sterklega byggður. Hann hefur stríðnislegt viðmót og afar vökulan andlitssvip. Þrátt fyrir að vera stuttfættur sé miðað við langan búk hans, þá er hann mjög liðugur og hreyfanlegur. Hann býr yfir
jafnaðargeði, vinalegur án þess að vera stressaður eða árasargjarn. Hann er hraður og einbeittur veiðihundur með frábært lyktarskyn.
Langhundurinn er leikglaður, hamingjusamur hundur sem gaman er að, þeir eru góðir með sig og hvernig er hægt að verjast brosi þegar maður mætir þessum einstaklingum með sinn langa búk á stuttum kvikum fótum, horfir á mann hnarreistur og með gáfnablik í augunum.
Langhundurinn er tryggur fjölskyldumeðlimur og vill fyrst og fremst vera með í öllu sem maður er að gera, hann velur oft einn úr fjölskyldunni sem hann verður hvað hændastur að, og vegna þess hve klár hann er hefur hann oft sína eigin skoðun á því hvernig hlutirnir eiga að vera.
Langhundurinn þurfti að vera þeim eiginleikum gæddur að veiða bæði ofan jarðar og neðan, í þeim tilgangi var einkennandi sköpulag hans mikilvægt. Langt skott var nauðsynlegt svo auðvelt væri að draga hann úr holum, mikilvægar voru stórar framloppur sem auðvelduðu honum að grafa, djúpur brjóstkassi sem auðveldaði öndun og langt trýni jók getu hans að rekja slóð. Jafnvel geltið hafði þann tilgang að veiðimaðurinn ætti auðveldara með að finna hann.
Feldur og litir
Langhundar þurfa ekki mikla feldhirðu, en hún er þó misjöfn eftir hárafari, minnst þarf að hafa fyrir þeim snögghærða en oft er nóg að strjúka yfir hann með rökum klút milli þess sem hann er baðaður til að halda honum hreinum. Gott er þó að hafa í huga að honum getur orðið kalt og því gott að eiga peysu fyrir hann að fara í á köldum dögum. Þeim strýhærðu þarf að kemba reglulega og eigi þeir að líta sem best út þarf að reita þá yfirleitt um tvisvar á ári. Síðhærðu langhundana þarf að greiða reglulega til að koma í veg fyrir flóka, auk þess að að baða þá og blása heldur oftar en hina svo þeir líti sem best út.
Það getur verið munur á langhundum eftir feldgerð, oft er talað um að sá strýhærði sé þeirra harðastur og líklegastur til að koma sér í vandræði, sá síðhærði sé sá rólegi og yfirvegaði, og sá snögghærði sé þarna einhvers staðar á milli. Algengast er að langhundurinn sé rauður, þá að hann sé svartur með brúnum merkingum (black and tan). En einnig eru til brúnir (chocolate) og yrjóttir (dapple), en í mörgum tegundum er sá litur kallaður merle. Kolhærður (brúnn eða rauður með svarta hárenda), dökkbrúnn með ljósari brúnum merkingum (chocholate and tan). Einnig er bröndóttur (brindle) litur leyfður en það er rauður litur með dökkum rákum. Þar sem rauðir hundar auk svartra með brúnum merkingum hafa verið vinsælastir í ræktun auk þess að hafa verið ræktaðir hvað lengst, þá er almennt viðurkennt að þeir beri með sér mestu gæðin hvað varðar byggingu.
Brúnu (chocolate) hundarnir, sem eru í raun svartir hundar með „dilute“ genaerfðir sem veldur því að svart verður brúnt, eru með brún nef sem er leyfð samkvæmt FCI. Einnig eru augu þeirra ljósari. En þar sem „dilute“ genið er vandmeðfarið í ræktun þá eru alls ekki allir hrifnir chocolate litnum og vilja frekar nota arfhreinu heilu litina í sinni ræktun sem eru þá þeir rauðu og svartur með brúnum merkingum (black og tan). Yrjóttu (dapple) hundarnir eru til bæði í súkkulaði (chocolate dapple) og svo svartir og silfraðir sem kallast silver dapple eða silver merle í öðrum tegundum þar sem þessi litur þekkist.
Bannað er að ræka saman tvo yrjótta einstaklinga (double dapple) vegna þess að þá koma oft upp ýmsir gallar í hvolpum, svo sem blinda, heyrnarleysi og fleira. Orsakast það af því að yrjótti liturinn er í raun það að litarefni húðar hundsins er yrjótt, sem veldur yrjóttum lit hans. Og ef sá eiginleiki er styrktur með því að tveir einstaklingar með þann eiginleika eru paraðir þá getur það valdið of litlu litarefni í húð. Ekkert litarefni í húð í innra eyra veldur svo heyrnarleysi og skortur á litarefni í auga veldur þá einnig blindu.
Þjálfun og hreyfing
Langhundurinn er fjörugur orkubolti, honum finnst frábært að leika úti og fara í göngutúra, hann er fullkomlega fær um að fylgja fólkinu sínu eftir í flestu því sem það tekur sér fyrir hendur. Hann sættir sig vel við litlar íbúðir ef hann bara fær sína útrás, hvort sem það er í göngu eða boltaleik. Langhundurinn vill vera með fólkinu sínu og er ekki ánægður með að vera kennel hundur eða lokaður af mestallan daginn.
Vegna þess hve þrjóskur hann er, getur oft verið erfitt að þjálfa hann, en hann er mjög klár og er ekkert sérlega hrifinn af miklum endurtekningum. Þess vegna þurfa hlýðniæfingar með þeim að vera skemmtilegar og fjölbreyttar.
Að þjálfa langhund er þolinmæðisverk en alls ekki vonlaust, þeir eru þrjóskir og mjög sjálfstæðir,
opnir og góðir með sig. Langhundurinn er afbragðs góður sporhundur þar sem sjálfstæðið og kjarkurinn fær að njóta sín.
Uppruni/saga
Dachshund, eða langhundur á íslensku kemur frá Þýskalandi þar sem hann var og er þekktur sem greifingjahundur, en það er bein þýðing þýska heitisins. Langhundar voru ekki einungis notaðir til að veiða greifingja heldur einnig dádýr, refi og kanínur. Stærð hundsins réði því til hvaða veiða þeir voru notaðir. Standard langhundurinn var notaður til veiða, á greifingjum og dádýrum, en minni hundarnir notaðir til veiða á á kanínum. Til þess að langhundurinn gæti sinnt vinnu sinni þurfti hann að hafa hugrekki til að fara ofan í holur bæði til að reka dýrin út eða jafnvel drepa þau.
Um aldamótin 1800 var farið að rækta langhundinn meira sem gæludýr en veiðihund og varð hann vinsæll meðal kóngafólks um alla Evrópu. Langhundurinn er mjög vinsæll hundur um allan heim og er á meðal 10 vinsælustu hundategunda í heiminum, en enn eru nokkur lönd sem nota hann mikið til veiða, svo sem Frakkland.
Heilsa
Bakvandamál ýmiskonar er helsti heilsufarsvandi langhundsins, þau vandamál geta komið upp vegna erfða, en einnig vegna rangrar hreyfingar, falls eða að hundurinn stekkur ógætilega
af eða upp á húsgögn. Það er því mjög mikilvægt að styðja við bak og afturenda þeirra þegar þeir eru teknir upp.
Mjög mikilvægt er að passa að þeir verði ekki of feitir. Fylgjast þarf vel með tönnum þeirra, þeir eiga það til að safna tannsteini og fá þá tannholdsbólgu ef ekkert er að gert. Gott er að bursta í þeim tennurnar reglulega og fara með þá í tannhreinsun einu sinni á ári sé þess þörf.
Hæð á herðakamb
Langhundurinn er til í þremur stærðum: standard, miniature og rabbit. Stærðarflokkun þeirra fer eftir brjóstmáli og eru þeir mældir í fyrstalagi 15 mánaða. Þá er hárafar þeirra einnig þrenns konar, snöggt, síðhært og strýhært.
Standard Dachund
Rakkar: yfir 37 cm – upp að 47 cm
Tíkur: yfir 35 cm – upp að 45 cm
Miniture Dachshund
Rakkar: yfir 32 cm – upp að 37 cm
Tíkur: yfir 30 cm – upp að 35 cm
Rabbit Dachshund
Rakkar: yfir 27 cm – upp að 32 cm
Tíkur: yfir 25 cm – upp að 30 cm
Langhundur og börn
Þeir eru mjög góðir með börnum en um þá gilda sömu reglur og um aðra hunda og ung börn, það þarf að fylgjast með þeim og passa að börnin reyni ekki að taka þá upp. Ef barn situr í sófa finnst langhundi ekkert betra en að leggjast við hliðina á því og láta klappa sér.