HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, Collie smooth:
Ræktunarnafn: Nætur
Nafn ræktanda: Guðríður Magnúsdóttir
Sími: 8935004
Netfang: [email protected]
Heimasíða: www.naeturcollie.com
Nafn ræktanda: Guðríður Magnúsdóttir
Sími: 8935004
Netfang: [email protected]
Heimasíða: www.naeturcollie.com
Tegundakynning á Collie smooth
FCI- Staðall N°296
Tegundarhópur 1. Fjárhundar
Saga
Uppruni Collie er eins óskýr og nafnið. Ein kenning um uppruna tegundarinnar byggir á að uppruninn sé sá sami og hjá Border Collie. Ein kenning um uppruna nafnsins er að það sé upprunið í Gelísku og þýði nytsamlegur, sem sannarlega lýsir fjárhundi sem var mikils metinn af Keltum sem fyrstir settust að á bresku eyjunum. Önnur kenning um uppruna er að hann sé uppruninn frá skoskum smalahundum. Þegar Rómverjar gerðu innrás blönduðust þeirra hundar við þarlenda skoska smalahunda. Fjárhirðar byrjuðu snemma á því að blanda saman fjárhundum með langt skott og fjárhundum með stutt skott, út úr því kom frábær hundur sem ber sig tígulega.
Deilt er um uppruna Collie hundanna. Sumir trúa því að nafnið sé dregið af enska orðinu “Colley”, frumstæð útgáfa af skoskum kindum með svarta grímu og skott. Aðrir halda því fram að þeir dragi nafn sitt af fallegum kraga þeirra. Þó svo að rekstur fjár og gæsla séu ein af elstu notum hunda, kemur Collie ekki fram í sögubókum fyrr en um 1800. Bæði Rough- og Smooth Collie voru uppi á þeim tíma, en svo virðist sem þeir séu ekki ræktaðir af sömu tegundablöndum. Einkenni Rough Collie var að hann var smærri, með breiðara höfuð og oftast svartur eða svartur og hvítur.
Þegar tegundin var uppgötvuð af hundaáhugamönnum urðu bæði Rough og Smooth Collie hærri og fágaðri, þróun tegundarinnar varð fyrir mestum áhrifum af afkomendum hundsins “Old Cockie” (f.1867) sem var í raun ábyrgur fyrir staðli tegundarinnar og einnig fyrir því að kynna sable litinn til sögunnar hjá Rough Collie.
Á svipuðum tíma varð Viktoría Englandsdrottning mikill áhugamaður um tegundina, og undir hennar verndarvæng óx stofninn, ekki aðeins hjá bændum sem mátu mikils vinnugildi þeirra heldur einnig hjá efri stéttum þjóðfélagsins sem urðu heillaðar af fegurð hundanna. Um 1886 var staðall tegundarinnar skilgreindur og lýsir hann tegundinni eins og hún er enn í dag. Á sama tíma þegar fjárhundar urðu mikilvægari í Ameríku, fluttu Vesturfarar Collie með sér til nýja heimsins. Árið 1878 kom Viktoría drottning tegundinni aftur í sviðsljósið þegar hún skráði tvo Collie til keppni á Westminister hundasýningunni víðfrægu. Þetta varð til þess að Bandaríska efri stéttin bættist við Collie “fjölskylduna” og fljótlega var hægt að sjá Collie á virtustu heimilum Bandaríkjanna.
Síðar fann tegundin bandamann í rithöfundinum Albert Payson Terhune sem skrifaði mikinn fjölda bóka um ævintýri Collie hundanna sinna. Einn frægasti Collie sem “uppi hefur verið” er skáldaði hundurinn Lassie (e. Eric Knight) sem birtist fyrst í smásögu á síðum blaðsins Saturday evening Post árið 1938. Fyrsta skáldsagan um Lassie kom út 1940 og fyrsta bíómyndin 1943. Þar er Lassie einstaklega traustur, fallegur og úrræðagóður hundur en sú ímynd hefur haldist síðan. Vert er þó að nefna að í kjölfar myndanna, bókanna, sjónvarpsþáttanna og endurútgáfna á slíku efni hefur Collie orðið mjög vinsæl tegund og svo mikið að margir “Lassie” hundar hafa endað ævi sína í hundaskýlum þar sem þeir voru ekki alveg eins og í myndunum.
Snögghærða útgáfan af Collie kallast Smooth Collie og er mun sjaldgæfari en Rough Collie.
Góður árangur á hundasýningum hefur átt það til að skyggja á smalarhæfileika þessa hunds. Hann er frábær félagi, auðveldur í þjálfun, góður varðhundur og barngóður.
Skapgerð
Collie er blíður, húsbóndahollur og hlýlegur vinur. Collie getur verið fálátur gagnvart ókunnugum, en þó ekki árásagjarn. Þjálfun ætti að vera ákveðin, en varfærin. Þetta er hundur með mikla vinnueiginleika og þarf daglega þjálfun bæði andlega og líkamlega ella getur hann orðið pirraður. Hann er tilfinninganæmur, gáfaður og viljugur til að þóknast skipunum þó hann geti verið þrjóskur. Þeir geta nartað í hæla í leik. Þar sem tegundin er fjárhundur eiga þeir til að gelta en með réttu uppeldi má halda því niðri. Hann er frábær félagi, auðveldur í þjálfun, góður varðhundur og barngóður.
Útlit
Collie er athafnasamur, lipur og sterkur hundur sem sameinar styrk, hraða og þokka.
Gangur hundsins gefur í skyn áreynslulausan hraða sem og hæfileikann til að skipta um hraða og áttir samstundis eins og þörf er á hjá fjárhundum.
Svipur Collie er mikilvægt aðalsmerki sem ræðst af lagi og jafnvægi höfuðs og snoppu, sem og eiginleika augna og eyrna.
Collie skal vera skarpur, árvakur og gáfaður – eiginleikar sem hið fágaða útlit gefur í skyn. Hæð skal vera á bilinu 56-61cm en þyngd rakka má vera á bilinu 20-29kg en tíka á bilinu 18-25kg.
Þrír litir eru viðurkenndir:
Sable og hvítur (helst frá ljós gylltu sable upp í ríkulegt mahoganý),
Þrílitur (aðallega svartur með áberandi tanmerkingar),
Merle (ráðandi silfur-blár með skellum af svörtu, tanmerkingar æskilegar).
Umhirða
Klær eru klipptar eftir þörfum, böðun þegar þess er þörf.
Hreyfing
Góður göngutúr, skokk í taum eða skemmtilegur leiktími er nauðsyn á hverjum degi.
Fjárrekstur er fyrirtaks hreyfing. Collie getur búið utandyra í meðalheitu eða svölu loftslagi en hann er fjölskyldusinnaður hundur sem líður mun betur inni með fjölskyldunni.
Tegundarhópur 1. Fjárhundar
Saga
Uppruni Collie er eins óskýr og nafnið. Ein kenning um uppruna tegundarinnar byggir á að uppruninn sé sá sami og hjá Border Collie. Ein kenning um uppruna nafnsins er að það sé upprunið í Gelísku og þýði nytsamlegur, sem sannarlega lýsir fjárhundi sem var mikils metinn af Keltum sem fyrstir settust að á bresku eyjunum. Önnur kenning um uppruna er að hann sé uppruninn frá skoskum smalahundum. Þegar Rómverjar gerðu innrás blönduðust þeirra hundar við þarlenda skoska smalahunda. Fjárhirðar byrjuðu snemma á því að blanda saman fjárhundum með langt skott og fjárhundum með stutt skott, út úr því kom frábær hundur sem ber sig tígulega.
Deilt er um uppruna Collie hundanna. Sumir trúa því að nafnið sé dregið af enska orðinu “Colley”, frumstæð útgáfa af skoskum kindum með svarta grímu og skott. Aðrir halda því fram að þeir dragi nafn sitt af fallegum kraga þeirra. Þó svo að rekstur fjár og gæsla séu ein af elstu notum hunda, kemur Collie ekki fram í sögubókum fyrr en um 1800. Bæði Rough- og Smooth Collie voru uppi á þeim tíma, en svo virðist sem þeir séu ekki ræktaðir af sömu tegundablöndum. Einkenni Rough Collie var að hann var smærri, með breiðara höfuð og oftast svartur eða svartur og hvítur.
Þegar tegundin var uppgötvuð af hundaáhugamönnum urðu bæði Rough og Smooth Collie hærri og fágaðri, þróun tegundarinnar varð fyrir mestum áhrifum af afkomendum hundsins “Old Cockie” (f.1867) sem var í raun ábyrgur fyrir staðli tegundarinnar og einnig fyrir því að kynna sable litinn til sögunnar hjá Rough Collie.
Á svipuðum tíma varð Viktoría Englandsdrottning mikill áhugamaður um tegundina, og undir hennar verndarvæng óx stofninn, ekki aðeins hjá bændum sem mátu mikils vinnugildi þeirra heldur einnig hjá efri stéttum þjóðfélagsins sem urðu heillaðar af fegurð hundanna. Um 1886 var staðall tegundarinnar skilgreindur og lýsir hann tegundinni eins og hún er enn í dag. Á sama tíma þegar fjárhundar urðu mikilvægari í Ameríku, fluttu Vesturfarar Collie með sér til nýja heimsins. Árið 1878 kom Viktoría drottning tegundinni aftur í sviðsljósið þegar hún skráði tvo Collie til keppni á Westminister hundasýningunni víðfrægu. Þetta varð til þess að Bandaríska efri stéttin bættist við Collie “fjölskylduna” og fljótlega var hægt að sjá Collie á virtustu heimilum Bandaríkjanna.
Síðar fann tegundin bandamann í rithöfundinum Albert Payson Terhune sem skrifaði mikinn fjölda bóka um ævintýri Collie hundanna sinna. Einn frægasti Collie sem “uppi hefur verið” er skáldaði hundurinn Lassie (e. Eric Knight) sem birtist fyrst í smásögu á síðum blaðsins Saturday evening Post árið 1938. Fyrsta skáldsagan um Lassie kom út 1940 og fyrsta bíómyndin 1943. Þar er Lassie einstaklega traustur, fallegur og úrræðagóður hundur en sú ímynd hefur haldist síðan. Vert er þó að nefna að í kjölfar myndanna, bókanna, sjónvarpsþáttanna og endurútgáfna á slíku efni hefur Collie orðið mjög vinsæl tegund og svo mikið að margir “Lassie” hundar hafa endað ævi sína í hundaskýlum þar sem þeir voru ekki alveg eins og í myndunum.
Snögghærða útgáfan af Collie kallast Smooth Collie og er mun sjaldgæfari en Rough Collie.
Góður árangur á hundasýningum hefur átt það til að skyggja á smalarhæfileika þessa hunds. Hann er frábær félagi, auðveldur í þjálfun, góður varðhundur og barngóður.
Skapgerð
Collie er blíður, húsbóndahollur og hlýlegur vinur. Collie getur verið fálátur gagnvart ókunnugum, en þó ekki árásagjarn. Þjálfun ætti að vera ákveðin, en varfærin. Þetta er hundur með mikla vinnueiginleika og þarf daglega þjálfun bæði andlega og líkamlega ella getur hann orðið pirraður. Hann er tilfinninganæmur, gáfaður og viljugur til að þóknast skipunum þó hann geti verið þrjóskur. Þeir geta nartað í hæla í leik. Þar sem tegundin er fjárhundur eiga þeir til að gelta en með réttu uppeldi má halda því niðri. Hann er frábær félagi, auðveldur í þjálfun, góður varðhundur og barngóður.
Útlit
Collie er athafnasamur, lipur og sterkur hundur sem sameinar styrk, hraða og þokka.
Gangur hundsins gefur í skyn áreynslulausan hraða sem og hæfileikann til að skipta um hraða og áttir samstundis eins og þörf er á hjá fjárhundum.
Svipur Collie er mikilvægt aðalsmerki sem ræðst af lagi og jafnvægi höfuðs og snoppu, sem og eiginleika augna og eyrna.
Collie skal vera skarpur, árvakur og gáfaður – eiginleikar sem hið fágaða útlit gefur í skyn. Hæð skal vera á bilinu 56-61cm en þyngd rakka má vera á bilinu 20-29kg en tíka á bilinu 18-25kg.
Þrír litir eru viðurkenndir:
Sable og hvítur (helst frá ljós gylltu sable upp í ríkulegt mahoganý),
Þrílitur (aðallega svartur með áberandi tanmerkingar),
Merle (ráðandi silfur-blár með skellum af svörtu, tanmerkingar æskilegar).
Umhirða
Klær eru klipptar eftir þörfum, böðun þegar þess er þörf.
Hreyfing
Góður göngutúr, skokk í taum eða skemmtilegur leiktími er nauðsyn á hverjum degi.
Fjárrekstur er fyrirtaks hreyfing. Collie getur búið utandyra í meðalheitu eða svölu loftslagi en hann er fjölskyldusinnaður hundur sem líður mun betur inni með fjölskyldunni.