HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, Chinese crested:
Ræktunarnafn: Cresternal
Nafn ræktanda: Sunneva Birgisdóttir
Netfang: [email protected]
Heimasíða: cresternal.weebly.com
Facebooksíða: Cresternal Crested
Nafn ræktanda: Sunneva Birgisdóttir
Netfang: [email protected]
Heimasíða: cresternal.weebly.com
Facebooksíða: Cresternal Crested
Tegundakynning á Chinese crested
FCI- Staðall N°288
Tegundarhópur 9. Selskapshundar.
Hæð á herðarkamb
Rakkar 28-33 cm. Tíkur 23-30 cm
Uppruni/saga
Ekki er fullljóst hver uppruni tegundarinnar er en talið er að þeir hafi verið í eigu Han stórveldisins í Kína. Upphaflega voru hundarnir ræktaðir sem varðhundar og í stærri útgáfu sem veiðihundar. Þó er talið líklegra að uppruna tegundarinnar megi rekja til Afríku. Tegundin var sýnd á sýningum í Amaríku á árunum 1885 til 1926 en lítið bar á þeim næstu 50 árin þar á eftir.
Í kringum 1950 hóf Debora Wood að rækta tegundina undir ræktendanafninu “Crest Haven” auk þess sem dansarinn Gypsy Rose Lee ræktaði tegundina en þegar hún féll frá var hennar hundum bætt við ræktun Crest Haven. Þessar tvær línur mynda grunnin af öllum CC sem eru til í dag. Tegundin var viðurkennd af FCI árið 1987.
Eðli
Chinese crested (CC) er lítill, athafnasamur og þokkafullur hundur sem er glaðlegur, skemmtilegur og aldrei grimmur. CC kemur í tveim afbrigðum, feldlaus og með feld.
Feldur
CC er bæði til hárlaus og í fullum feld. Hárlausu hundarnir eru með feld á höfði sem nær niður hálsin, feldsokka á fótum sem ná niður yfir tærnar og feld á skottinu. Aðrir hlutar líkamans eru að mestu hárlausir, en þó mismikið eftir einstaklingum. Margir kjósa að raka þann feld sem kemur á feldlausa hluta líkamans. Hárlausu einstaklingarnir eru með einfaldan feld. Húðlitur hárlausa afbrigðisins er fjölbreyttur.
CC í fullum feld kallast “Powder Puff” eru með mjúkan, tvöfaldan, síðan feld á öllum líkamanum, en venjulega er feldurinn í andlitinu fjarlægður.
Bæði feldafbrigðin koma úr sama gotinu og eru allir hundarnir arfblendnir en hvolpar sem bera eingöngu hárlausa genið dafna ekki og eyðast í leginu.
Báðar feldgerðirnar þarfnast nokkurrar feldhirðu. Vikulegt bað og regluleg burstun kemur í veg fyrir að feldurinn flækist. Ekki er ráðlagt að bursta feldinn þegar hann er þurr eða skítugur. Gott er að úða smá vatni yfir feldinn áður en hann er burstaður til að fyrirbyggja að hann rafmagnist.
Margir kjósa að snyrta hunda í fullum feld í “Pony Cut” þar sem feldur er skilin eftir neðan á fótunum, höfði og skotti, til að einfalda feldhirðu. Afbrigðið fer mjög lítið úr hárum.
Umhirða feldlausu hundanna er svipuð og umhirða mannshúðarinnar. Þeim er hætt við að fá bólur, þorna og sólbrenna. Gott er að bera rakakrem á húðina annan hvern dag og eftir bað til að fyrirbyggja að húðin verði of þurr. Þá bera margir sólavörn á hundana áður en tíma er varið í mikilli sól. Athugið að ofnæmi fyrir lanolin er ekki óalgengt í tegundinni og því þarf að huga að því að nota vörur sem eru lausar við það.
Þjálfun/hreyfing
CC nýtur daglegrar útiveru en er þó ekki tegund sem þarfnast mikillar hreyfingar. Þeir henta jafn vel sem borgarhundar eða í dreifbýlari byggðum og njóta þess að fara í langa göngutúra.
Tegundin er mjög greind og hentar vel í hlýðniþjálfun. Mikilvægt er gæta staðfestu en líka hafa í huga að tegundin er viðkvæm og því mikilvægt að beita viðeigandi þjálfunaraðferðum m.t.t. þessa. Tegundin er fljót að læra.
Heilsa
Það eru ekki margir meðfæddir sjúkdómar sem fyrirfinnast í tegundinni, samanborið við margar aðrar smáhundategundir. Eins og algengt er með smáhunda þá er tegundin viðkvæm fyrir hnéskeljalosi. Hvað varðar augnheilsu þá þarf að vera sérstaklega vakandi fyrir Primary Lens Luxation og tilteknar tegundir af PRA en skannað er fyrir báðum þessum augnsjúkdómum í tengslum við ræktun á Íslandi. Þá þarf að huga að Legg-Perthes sjúkdómi. PP eiga að vera fulltenntir en það má vanta einhverja af fremstu jöxlunum í feldlausu afbrigðin. Þá hættir feldlausu afbrigðunum til að vera með slaka tannheilsu sem kallar á aukna umhirðu.
Algengt er að CC verði um 12 - 14 ára en margir lifa enn lengur en það.
Litir
Allir litir eða litasamsetningar eru heimilar.
Tegundarhópur 9. Selskapshundar.
Hæð á herðarkamb
Rakkar 28-33 cm. Tíkur 23-30 cm
Uppruni/saga
Ekki er fullljóst hver uppruni tegundarinnar er en talið er að þeir hafi verið í eigu Han stórveldisins í Kína. Upphaflega voru hundarnir ræktaðir sem varðhundar og í stærri útgáfu sem veiðihundar. Þó er talið líklegra að uppruna tegundarinnar megi rekja til Afríku. Tegundin var sýnd á sýningum í Amaríku á árunum 1885 til 1926 en lítið bar á þeim næstu 50 árin þar á eftir.
Í kringum 1950 hóf Debora Wood að rækta tegundina undir ræktendanafninu “Crest Haven” auk þess sem dansarinn Gypsy Rose Lee ræktaði tegundina en þegar hún féll frá var hennar hundum bætt við ræktun Crest Haven. Þessar tvær línur mynda grunnin af öllum CC sem eru til í dag. Tegundin var viðurkennd af FCI árið 1987.
Eðli
Chinese crested (CC) er lítill, athafnasamur og þokkafullur hundur sem er glaðlegur, skemmtilegur og aldrei grimmur. CC kemur í tveim afbrigðum, feldlaus og með feld.
Feldur
CC er bæði til hárlaus og í fullum feld. Hárlausu hundarnir eru með feld á höfði sem nær niður hálsin, feldsokka á fótum sem ná niður yfir tærnar og feld á skottinu. Aðrir hlutar líkamans eru að mestu hárlausir, en þó mismikið eftir einstaklingum. Margir kjósa að raka þann feld sem kemur á feldlausa hluta líkamans. Hárlausu einstaklingarnir eru með einfaldan feld. Húðlitur hárlausa afbrigðisins er fjölbreyttur.
CC í fullum feld kallast “Powder Puff” eru með mjúkan, tvöfaldan, síðan feld á öllum líkamanum, en venjulega er feldurinn í andlitinu fjarlægður.
Bæði feldafbrigðin koma úr sama gotinu og eru allir hundarnir arfblendnir en hvolpar sem bera eingöngu hárlausa genið dafna ekki og eyðast í leginu.
Báðar feldgerðirnar þarfnast nokkurrar feldhirðu. Vikulegt bað og regluleg burstun kemur í veg fyrir að feldurinn flækist. Ekki er ráðlagt að bursta feldinn þegar hann er þurr eða skítugur. Gott er að úða smá vatni yfir feldinn áður en hann er burstaður til að fyrirbyggja að hann rafmagnist.
Margir kjósa að snyrta hunda í fullum feld í “Pony Cut” þar sem feldur er skilin eftir neðan á fótunum, höfði og skotti, til að einfalda feldhirðu. Afbrigðið fer mjög lítið úr hárum.
Umhirða feldlausu hundanna er svipuð og umhirða mannshúðarinnar. Þeim er hætt við að fá bólur, þorna og sólbrenna. Gott er að bera rakakrem á húðina annan hvern dag og eftir bað til að fyrirbyggja að húðin verði of þurr. Þá bera margir sólavörn á hundana áður en tíma er varið í mikilli sól. Athugið að ofnæmi fyrir lanolin er ekki óalgengt í tegundinni og því þarf að huga að því að nota vörur sem eru lausar við það.
Þjálfun/hreyfing
CC nýtur daglegrar útiveru en er þó ekki tegund sem þarfnast mikillar hreyfingar. Þeir henta jafn vel sem borgarhundar eða í dreifbýlari byggðum og njóta þess að fara í langa göngutúra.
Tegundin er mjög greind og hentar vel í hlýðniþjálfun. Mikilvægt er gæta staðfestu en líka hafa í huga að tegundin er viðkvæm og því mikilvægt að beita viðeigandi þjálfunaraðferðum m.t.t. þessa. Tegundin er fljót að læra.
Heilsa
Það eru ekki margir meðfæddir sjúkdómar sem fyrirfinnast í tegundinni, samanborið við margar aðrar smáhundategundir. Eins og algengt er með smáhunda þá er tegundin viðkvæm fyrir hnéskeljalosi. Hvað varðar augnheilsu þá þarf að vera sérstaklega vakandi fyrir Primary Lens Luxation og tilteknar tegundir af PRA en skannað er fyrir báðum þessum augnsjúkdómum í tengslum við ræktun á Íslandi. Þá þarf að huga að Legg-Perthes sjúkdómi. PP eiga að vera fulltenntir en það má vanta einhverja af fremstu jöxlunum í feldlausu afbrigðin. Þá hættir feldlausu afbrigðunum til að vera með slaka tannheilsu sem kallar á aukna umhirðu.
Algengt er að CC verði um 12 - 14 ára en margir lifa enn lengur en það.
Litir
Allir litir eða litasamsetningar eru heimilar.