HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, Boston terrier:
Ræktunarnafn: Hagalíns
Nafn: Unnur Hagalín
Sími: 891-8997
Netfang: [email protected]
Heimasíða: boxer.is
Nafn: Unnur Hagalín
Sími: 891-8997
Netfang: [email protected]
Heimasíða: boxer.is
Tegundakynning á Boston Terrier
FCI-Staðall N°140
Tegundahópur 9: Selskapshundar
Eðli
Tegundin er virk, eftirtektarsöm, meðvitaður um sjálfan sig og helgar sig fjölskyldu sinni. Hundarnir eru alltaf tilbúnir að leika, eru ekki geltnir en passa þó vel uppá sitt umráðarsvæði. Þeir eru félagslyndir við menn en umgengni við aðra hunda getur verið krefjandi. Boston Terríer er ekki hentugur sem fyrsti hundur eiganda.
Feldur
Feldurinn er stuttur og sléttur, glansandi og fíngerður í uppbyggingu. Gott er að strjúka daglega yfir feldinn með rökum þvottapoka til að halda hárum og ryki innan heimilisins í lágmarki en erfitt getur verið að fjarlægja hár úr húsgögnum. Mikilvægt er að öllum húðfellingum sé haldið hreinum, sem og augum hundanna.
Þjálfun/hreyfing
Mikilvægt er að hvolparnir fái að venjast ókunugu fólki og öðrum hundum snemma. Boston terríer þarf mikla hreyfingu og verkefni sem örva þá andlega. Tegundin þrífst best í félagsskap fjölskyldu sinnar.
Tegundin er kröftug og getur hlaupið umtalsvert í lausahlaupi en gæta þarf að því að bjóða ekki uppá það þegar það er mjög heitt í veðri.
Tegundin á auðvelt með að læra og eru þeir tilvaldir til að taka þátt í hundafimi. Það hentar þeim betur að læra í stuttum skorpum en að taka langa þjálfun. Það hentar líkamsbyggingu hundsins best að vera með beisli.
Uppruni/saga
Boston terríer er komin af blöndu bulldog og terríera sem voru notaðir í nauta- og hundabardögum í Bretlandi á 19. öld. Hundabardagar voru líka vinsælir í bandarísku borginni Boston og hafa flutningaskip líklega komið með hunda frá Englandi. Þróun hins létta og glæsilega selskapshunds eins og við þekkjum hana í dag hófst í Nýja Englandi í kringum 1860 og varð tegundin viðurkennd árið 1893. Bardagaandinn er enn til staðar í takmörkuðum hætti en er ekki mikið vandamál í dag.
Hæð á herðarkamb
31 - 39 cm.
Litir
Svartur eða brindel með hvítum merkingum.
Tegundahópur 9: Selskapshundar
Eðli
Tegundin er virk, eftirtektarsöm, meðvitaður um sjálfan sig og helgar sig fjölskyldu sinni. Hundarnir eru alltaf tilbúnir að leika, eru ekki geltnir en passa þó vel uppá sitt umráðarsvæði. Þeir eru félagslyndir við menn en umgengni við aðra hunda getur verið krefjandi. Boston Terríer er ekki hentugur sem fyrsti hundur eiganda.
Feldur
Feldurinn er stuttur og sléttur, glansandi og fíngerður í uppbyggingu. Gott er að strjúka daglega yfir feldinn með rökum þvottapoka til að halda hárum og ryki innan heimilisins í lágmarki en erfitt getur verið að fjarlægja hár úr húsgögnum. Mikilvægt er að öllum húðfellingum sé haldið hreinum, sem og augum hundanna.
Þjálfun/hreyfing
Mikilvægt er að hvolparnir fái að venjast ókunugu fólki og öðrum hundum snemma. Boston terríer þarf mikla hreyfingu og verkefni sem örva þá andlega. Tegundin þrífst best í félagsskap fjölskyldu sinnar.
Tegundin er kröftug og getur hlaupið umtalsvert í lausahlaupi en gæta þarf að því að bjóða ekki uppá það þegar það er mjög heitt í veðri.
Tegundin á auðvelt með að læra og eru þeir tilvaldir til að taka þátt í hundafimi. Það hentar þeim betur að læra í stuttum skorpum en að taka langa þjálfun. Það hentar líkamsbyggingu hundsins best að vera með beisli.
Uppruni/saga
Boston terríer er komin af blöndu bulldog og terríera sem voru notaðir í nauta- og hundabardögum í Bretlandi á 19. öld. Hundabardagar voru líka vinsælir í bandarísku borginni Boston og hafa flutningaskip líklega komið með hunda frá Englandi. Þróun hins létta og glæsilega selskapshunds eins og við þekkjum hana í dag hófst í Nýja Englandi í kringum 1860 og varð tegundin viðurkennd árið 1893. Bardagaandinn er enn til staðar í takmörkuðum hætti en er ekki mikið vandamál í dag.
Hæð á herðarkamb
31 - 39 cm.
Litir
Svartur eða brindel með hvítum merkingum.