HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Borzoi, tegund ekki virk í ræktun
Tegundakynning á Borzoi
FCI staðall N°193
Tegundarhópur 10: Mjóhundar
Notkun: Veiðihundar sem hlaupa upp bráðina
Hæð á herðarkamb og þyngd
Rakkar: 75-85 cm Þyngd 34-48 kg
Tíkur: 68-78 cm Þyngd 25-41 kg
Eðli:
Borzoi er rússneskur veiðihundur og tilheyrir mjóhunda flokki. Rússneska orðið ,,borzoi” þýðir fljótur. Hann var notaður á dögum keisaranna í Rússlandi við úlfaveiðar. Tegundin einkennist af stærð hans og glæsilega útliti. Þeir eru með þykkan feld og þola því kulda vel. Borzoi eru með langt og mjótt höfuð sem gerir það að verkum að sjónsvið þeirra er 270 gráður, sem hagnast þeim vel á veiðum þar sem þeir nota fyrst og fremst sjónina í veiðar. Hann er rólegur karakter heima fyrir og er þess vegna vinsæll heimilishundur. Hann er sjálfstæður og þarf því að sýna honum mikla þolinmæði í þjálfun. Þeir eru almennt heilsuhraust tegund og er meðal líftími þeirra um 9-12 ár. Eins og með aðrar stærri tegundir með djúpa bringu eru þeir líklegir til þess að fá magasnúning (e. bloat).
Umhirða og feldur:
Borzoi eru með síðan, liðaðan og þykkan feld. Þeir fara úr hárum og hafa feldskipti um tvisvar á ári. Það þarf ekki að hafa mikið fyrir feld umhirðu, en greiða þá létt yfir reglulega. Klippa þarf klær 2-4 í mánuði. Tannbursta og gefa nagbein fyrir tannstein.
Hreyfing:
Borzoi þarf ekki mikla hreyfingu en þarf að fá að hlaupa laus reglulega. Þeir eru með sterkt veiðieðli og vegna þessa er nauðsynlegt að þjálfa innkall hundsins frá byrjun.
Uppruni:
Borzoi var notaður á dögum keisaranna í Rússlandi við veiðar á hérum, refum og úlfum. Hann var upphaflega aðeins í eigu aðalsmanna. Undir stjórn Tsar í Rússlandi var fólki sem ekki var aðalsborið bannað að eiga Borzoi. Eina leiðin til þess að eignast tegundina var ef keisarinn gaf þér hann að gjöf. Borzoi varð til í Rússlandi á 17. öld með því að blanda saman arabískum mjóhundi og síðhærðum rússneskum hundi. Þetta urðu vinsælir hundar í veiðum og voru notaðir við að hlaupa upp bráðina og halda henni hálstaki þangað til veiðimennirnir komu. Í dag er lítið um það að þeir séu notaðir í veiðar en örfáir staðir í heiminum gera það ennþá og þá aðallega í Rússlandi. Nú til dags eru þeir ræktaðir sem heimilishundar og hafa náð góðum árangri í beituhlaupum.
Tegundarhópur 10: Mjóhundar
Notkun: Veiðihundar sem hlaupa upp bráðina
Hæð á herðarkamb og þyngd
Rakkar: 75-85 cm Þyngd 34-48 kg
Tíkur: 68-78 cm Þyngd 25-41 kg
Eðli:
Borzoi er rússneskur veiðihundur og tilheyrir mjóhunda flokki. Rússneska orðið ,,borzoi” þýðir fljótur. Hann var notaður á dögum keisaranna í Rússlandi við úlfaveiðar. Tegundin einkennist af stærð hans og glæsilega útliti. Þeir eru með þykkan feld og þola því kulda vel. Borzoi eru með langt og mjótt höfuð sem gerir það að verkum að sjónsvið þeirra er 270 gráður, sem hagnast þeim vel á veiðum þar sem þeir nota fyrst og fremst sjónina í veiðar. Hann er rólegur karakter heima fyrir og er þess vegna vinsæll heimilishundur. Hann er sjálfstæður og þarf því að sýna honum mikla þolinmæði í þjálfun. Þeir eru almennt heilsuhraust tegund og er meðal líftími þeirra um 9-12 ár. Eins og með aðrar stærri tegundir með djúpa bringu eru þeir líklegir til þess að fá magasnúning (e. bloat).
Umhirða og feldur:
Borzoi eru með síðan, liðaðan og þykkan feld. Þeir fara úr hárum og hafa feldskipti um tvisvar á ári. Það þarf ekki að hafa mikið fyrir feld umhirðu, en greiða þá létt yfir reglulega. Klippa þarf klær 2-4 í mánuði. Tannbursta og gefa nagbein fyrir tannstein.
Hreyfing:
Borzoi þarf ekki mikla hreyfingu en þarf að fá að hlaupa laus reglulega. Þeir eru með sterkt veiðieðli og vegna þessa er nauðsynlegt að þjálfa innkall hundsins frá byrjun.
Uppruni:
Borzoi var notaður á dögum keisaranna í Rússlandi við veiðar á hérum, refum og úlfum. Hann var upphaflega aðeins í eigu aðalsmanna. Undir stjórn Tsar í Rússlandi var fólki sem ekki var aðalsborið bannað að eiga Borzoi. Eina leiðin til þess að eignast tegundina var ef keisarinn gaf þér hann að gjöf. Borzoi varð til í Rússlandi á 17. öld með því að blanda saman arabískum mjóhundi og síðhærðum rússneskum hundi. Þetta urðu vinsælir hundar í veiðum og voru notaðir við að hlaupa upp bráðina og halda henni hálstaki þangað til veiðimennirnir komu. Í dag er lítið um það að þeir séu notaðir í veiðar en örfáir staðir í heiminum gera það ennþá og þá aðallega í Rússlandi. Nú til dags eru þeir ræktaðir sem heimilishundar og hafa náð góðum árangri í beituhlaupum.