HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, Bichon frise:
Ræktunarnafn: Kastala
Nafn: Sigrún Vilbergsdóttir Sími: 844-2775 & 554-5555 Netfang: kastali1@mi.is Heimasíða: Kastala Bichon Frise & Papillons |
Ræktunarnafn: Ísgen
Nafn: Ingibjörg Garðarsdóttir Sími: 8970528 Netfang: [email protected] Heimasíða: Ísgen Bichon frise |
Tegundakynning á Bichon frise
FCI- Staðall N°215
Tegundarhópur 9. Selskapshundar
Eðli
Bichon frise er glaðlyndur, fjörugur og blíður smáhundur sem hefur notið síaukinna vinsælda hér á landi. Hann er duglegur og hefur einstaklega gaman af að vera í námunda við fólk og nýtur hverrar mínútu sem eigandinn veitir honum í þjálfun og útiveru. Reynslan af þeim hér á landi sýnir að þeir gelta lítið og eru mjög heimakærir.
Feldur
Feldurinn er yfirleitt mjallahvítur og miskrullaður eftir hvernig hugsað er um hann og eftir veðurfari. Þegar hundurinn er baðaður og blásinn sléttist eiginlega alveg úr krullunum á meðan þær aukast ef þeir blotna og þorna án þess að þeir séu burstaðir og þeir blásnir. Ef halda á Bichon Frise í sýningarfeld þarf að hugsa vel um feldinn með reglulegum böðum og bursta þá oft. Sérstaklega þarf að gæta að makkanum og höfði sem haft er lengra en restin af hundinum.
Þjálfun/hreyfing
Bichon frise er þægilegur heimilishundur, hann þarf ekki mikla hreyfingu þó svo hann hafi mjög gaman af því að vera úti. Þeir eru yfirleitt mjög fljótir að læra og hægt að kenna þeim hinar ýmsu kúnstir.
Uppruni/saga
Bichon frise er fransk-belgískur að uppruna en sagan hermir að sjómenn hafi komið með hann til Kanaríeyja á 14. öld. Hann var vinsæll meðal kóngafólks á öldum áður og einnig var hann nokkuð notaður í sirkusa enda auðvelt að kenna honum alls konar hundakúnstir. Fyrstu sögur af honum í Bandaríkjunum eru frá árinu 1956 og þar var hann fyrst ættbókarfærður 1972. Bichon frise er vinsæll sýningarhundur en fyrst var hann sýndur á Crufts sýningunni í Bretlandi árið 1980.
Hæð á herðarkamb
25-29 cm, rakkar mega fara upp í 30 cm og tíkur niður í 23 cm.
Litir
Hvítur, hinsvegar fyrir 12 mánaða aldur geta þeir verið með ljósbrúna bletti í sér en það á þá ekki að vera nema að litlum hluta eða 10% í mesta lagi.
Tegundarhópur 9. Selskapshundar
Eðli
Bichon frise er glaðlyndur, fjörugur og blíður smáhundur sem hefur notið síaukinna vinsælda hér á landi. Hann er duglegur og hefur einstaklega gaman af að vera í námunda við fólk og nýtur hverrar mínútu sem eigandinn veitir honum í þjálfun og útiveru. Reynslan af þeim hér á landi sýnir að þeir gelta lítið og eru mjög heimakærir.
Feldur
Feldurinn er yfirleitt mjallahvítur og miskrullaður eftir hvernig hugsað er um hann og eftir veðurfari. Þegar hundurinn er baðaður og blásinn sléttist eiginlega alveg úr krullunum á meðan þær aukast ef þeir blotna og þorna án þess að þeir séu burstaðir og þeir blásnir. Ef halda á Bichon Frise í sýningarfeld þarf að hugsa vel um feldinn með reglulegum böðum og bursta þá oft. Sérstaklega þarf að gæta að makkanum og höfði sem haft er lengra en restin af hundinum.
Þjálfun/hreyfing
Bichon frise er þægilegur heimilishundur, hann þarf ekki mikla hreyfingu þó svo hann hafi mjög gaman af því að vera úti. Þeir eru yfirleitt mjög fljótir að læra og hægt að kenna þeim hinar ýmsu kúnstir.
Uppruni/saga
Bichon frise er fransk-belgískur að uppruna en sagan hermir að sjómenn hafi komið með hann til Kanaríeyja á 14. öld. Hann var vinsæll meðal kóngafólks á öldum áður og einnig var hann nokkuð notaður í sirkusa enda auðvelt að kenna honum alls konar hundakúnstir. Fyrstu sögur af honum í Bandaríkjunum eru frá árinu 1956 og þar var hann fyrst ættbókarfærður 1972. Bichon frise er vinsæll sýningarhundur en fyrst var hann sýndur á Crufts sýningunni í Bretlandi árið 1980.
Hæð á herðarkamb
25-29 cm, rakkar mega fara upp í 30 cm og tíkur niður í 23 cm.
Litir
Hvítur, hinsvegar fyrir 12 mánaða aldur geta þeir verið með ljósbrúna bletti í sér en það á þá ekki að vera nema að litlum hluta eða 10% í mesta lagi.