HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Tegundakynning á Beauceron
FCI-Staðall N° 44
Tegundahópur 1. Fjár- og varðhundur
Upprunaland Frakkland
Saga
Beauceron eða Red Stocking, rauð-sokkóttur, voru nöfnin sem þessi franski fjárhundur fékk í lok 19. aldar vegna litaafbrigða hans. Þeir áttu það sameiginlegt að vera með slétt hár á haus, þéttan og stuttan feld og með stytt eyru. Einkennandi fyrir tegundina var rauður litur í kringum kjaftinn, doppan yfir augunum og rauðir fætur. Viðurnefnið rauð-sokkóttur kemur vegna rauða litsins á fótunum. Einnig voru til litaafbrigði þar sem feldurinn var alveg svartur, rauður eða grár. Þessi litaafbrigði voru sérstaklega ræktuð til að hundurinn myndi falla vel inn í fjárhópinn sem honum bar að gæta. Upprunalega á 15. öld voru þeir notaðir til að veiða villisvín en í framhaldinu fengu þeir það hlutverk að reka og gæta fjár. Beauceron er ættaður frá Brie og er skyldur tegundinni Briard en 1911 fengu tegundirnar viðurkennt sitthvort tegundarheitið.
Útlit
Hlutföll vaxtarlags Beauceron eiga að vera í jöfnum hlutföllum en hann á þó að vera örlítið lengri en hæð hans upp að herðakamb og höfuð á að vera 2/5 af lengd hans upp á herðakamb. Skottið á að ná niður að hælum. Hundarnir mega vera 65-70 cm á herðakamb og tíkurnar 61-68 cm á herðakamb. Í dag er viðurkenndur litur svartur/rauður litur (black and tan) og harlequin sem er svartur/rauður og grár litur jafnt skiptur um skrokkinn. Feldurinn er þéttur og undirfeldurinn sést undir ytri feld. Aðal einkenni Beauceron í útliti er tvöfaldi sporinn á afturfótum sem honum ber að vera með. Beauceron er enn eyrnastífður í Bandaríkjunum, AKC, en sú aðgerð er ekki viðurkennd innan FCI lengur.
Eiginleikar
Beauceron er stór, traustur, harðgerður, öflugur og vel vaxinn vöðvaður hundur. Hann á að vera óhræddur, sjálfsöruggur og ekki hikandi né óöruggur. Beauceron einkennist af sjálfsöryggi og óttaleysi. Þeir þroskast seint, eru taldir fullorðnir 3 ára, en eru mjög gáfaðir og vinnufúsir. Beauceron er notaður til ýmissa starfa eins og í spor, víðavangsleit, valdbeitingu, leit að fólki, t.d. í rústabjörgun eða snjóflóðaleit. Þeir eru einnig notaðir í hundaíþróttir eins og hlýðnikeppni, frispí, dragkeppni, hindrunarhlaup, hundafimi, hundarallý o.fl. Ekki síðst er hann notaður til að reka og gæta fjár. Nægilegt er að bursta feldinn 2-3 sinnum í viku til að fjarlægja dauð hár en hann fer mismikið úr hárum allan ársins hring.
Þjálfun og heilsa
Mikilvægt er að umhverfisþjálfa beauceron snemma og kynna þeim fyrir hundum og öðrum en heimilisfólki svo þeir ali ekki með sér tortryggni gagnvart þeim. Þeir eru húsbóndahollir en una sér vel með fjölskyldunni. Þeim líður best úti í svölu lofti þar sem varðhundaeðli þeirra fær að njóta sín. Þeir eru orkumiklir, fyrirferðamiklir og uppeldið er krefjandi. Þeir þurfa mikla þjálfun bæði andlega og líkamlega. Beauceron hentar fólki sem þekkir vel til hundahalds og er mjög virkt í hreyfingu. Heilsufar tegundarinnar er almennt gott.
Tegundahópur 1. Fjár- og varðhundur
Upprunaland Frakkland
Saga
Beauceron eða Red Stocking, rauð-sokkóttur, voru nöfnin sem þessi franski fjárhundur fékk í lok 19. aldar vegna litaafbrigða hans. Þeir áttu það sameiginlegt að vera með slétt hár á haus, þéttan og stuttan feld og með stytt eyru. Einkennandi fyrir tegundina var rauður litur í kringum kjaftinn, doppan yfir augunum og rauðir fætur. Viðurnefnið rauð-sokkóttur kemur vegna rauða litsins á fótunum. Einnig voru til litaafbrigði þar sem feldurinn var alveg svartur, rauður eða grár. Þessi litaafbrigði voru sérstaklega ræktuð til að hundurinn myndi falla vel inn í fjárhópinn sem honum bar að gæta. Upprunalega á 15. öld voru þeir notaðir til að veiða villisvín en í framhaldinu fengu þeir það hlutverk að reka og gæta fjár. Beauceron er ættaður frá Brie og er skyldur tegundinni Briard en 1911 fengu tegundirnar viðurkennt sitthvort tegundarheitið.
Útlit
Hlutföll vaxtarlags Beauceron eiga að vera í jöfnum hlutföllum en hann á þó að vera örlítið lengri en hæð hans upp að herðakamb og höfuð á að vera 2/5 af lengd hans upp á herðakamb. Skottið á að ná niður að hælum. Hundarnir mega vera 65-70 cm á herðakamb og tíkurnar 61-68 cm á herðakamb. Í dag er viðurkenndur litur svartur/rauður litur (black and tan) og harlequin sem er svartur/rauður og grár litur jafnt skiptur um skrokkinn. Feldurinn er þéttur og undirfeldurinn sést undir ytri feld. Aðal einkenni Beauceron í útliti er tvöfaldi sporinn á afturfótum sem honum ber að vera með. Beauceron er enn eyrnastífður í Bandaríkjunum, AKC, en sú aðgerð er ekki viðurkennd innan FCI lengur.
Eiginleikar
Beauceron er stór, traustur, harðgerður, öflugur og vel vaxinn vöðvaður hundur. Hann á að vera óhræddur, sjálfsöruggur og ekki hikandi né óöruggur. Beauceron einkennist af sjálfsöryggi og óttaleysi. Þeir þroskast seint, eru taldir fullorðnir 3 ára, en eru mjög gáfaðir og vinnufúsir. Beauceron er notaður til ýmissa starfa eins og í spor, víðavangsleit, valdbeitingu, leit að fólki, t.d. í rústabjörgun eða snjóflóðaleit. Þeir eru einnig notaðir í hundaíþróttir eins og hlýðnikeppni, frispí, dragkeppni, hindrunarhlaup, hundafimi, hundarallý o.fl. Ekki síðst er hann notaður til að reka og gæta fjár. Nægilegt er að bursta feldinn 2-3 sinnum í viku til að fjarlægja dauð hár en hann fer mismikið úr hárum allan ársins hring.
Þjálfun og heilsa
Mikilvægt er að umhverfisþjálfa beauceron snemma og kynna þeim fyrir hundum og öðrum en heimilisfólki svo þeir ali ekki með sér tortryggni gagnvart þeim. Þeir eru húsbóndahollir en una sér vel með fjölskyldunni. Þeim líður best úti í svölu lofti þar sem varðhundaeðli þeirra fær að njóta sín. Þeir eru orkumiklir, fyrirferðamiklir og uppeldið er krefjandi. Þeir þurfa mikla þjálfun bæði andlega og líkamlega. Beauceron hentar fólki sem þekkir vel til hundahalds og er mjög virkt í hreyfingu. Heilsufar tegundarinnar er almennt gott.