HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, Beagle:
Tegundakynning á Beagle
FCI-Staðall N°161
Tegundahópur 6. Sporhundar og tengdar tegundir.
Notkun: Sporhundur
Hæð á herðarkamb
Rakkar 36-41 cm. Tíkur 33-38 cm.
Meðalþyngd Beagle hunds er um 15 – 20 kg og líftími þeirra er miðaður við 13 ár.
Eðli
Beagle er sporhundur (Scent hound) með sterkt veiðieðli. Þessi tegund hefur verið mjög vinsæl í langan tíma vegna fjölhæfni þeirra og eiginleika til að aðlagast hlutverkum en er fyrst og fremst veiðihundur notaður til að veiða héra, kanínur og hefur reynst vel í veiði á fuglum og einnig stærri bráðum. Einnig hefur tegundin verið notuð við fíkniefnaleit vegna afar góðs lyktarskyns. Beagle-hundar eru vinsæl gæludýr vegna stærðar sinnar, jafnlyndisskaps og þess að vera lausir við arfeng heilsuvandamál. Síðast en ekki síðst eru þeir hamingjusamir, ástríðufullir og húsbóndahollir hundar. Beagle vill vera hluti af fjölskyldunni, þeim semur vel við önnur dýr og börn. Þeir vilja hafa hlutverk innan fjölskyldunnar og að taka þátt í heimilislífinu sama þótt að það sé að fara í bíltúr eða að horfa á sjónvarpið. Beagle þarf eiganda sem er ákveðinn og þolinmóður vegna þess að Beagle geta verið þrjóskir. Vegna sterks lyktarskyns og sjálfstæðis tegundarinnar skiptir miklu máli að venja þá að vera í búri og best að garðurinn sé girtur af.
Feldur
Beagle er stutthærð tegund með tvöfaldan feld, tegundin fer úr hárum meðal mikið allt árið og svo meira á vorin og haustin. Gott er að eiga mjúkan bursta og nota hann einu sinni í viku. Gott er að baða þá einu sinni í mánuði eða eftir þörfum.
Þjálfun/hreyfing
Það er auðvelt að þjálfa Beagle í að veiða þar sem að tegundin hefur verið ræktuð í þeim tilgangi. Þeir eru með mikla orku og geta verið úti að veiða í allan dag. Tegundin þarfnast að minnsta kosti 20-30 mín á dag í hreyfingu.
Uppruni/saga
Erfitt er að segja um uppruna Beagle tegundarinnar en fyrstu heimildirnar um tegundina koma fram í Onomasticon bókinni eftir Iulius Pollux frá 1300 f.kr og síðar í bók eftir Xenophon í bók sinni um litla hunda frá 450 f.kr. Hundarnir sem koma fram í bókinni eru án efa forfeður þeirra hunda í dag sem að við þekkjum sem Beagle. Tegundin sem að er til í dag varð vinsæl í Bretlandi sirka 1830 og voru notaðir til að veiða Dádýr, Refi og Héra. Nútíma Beagle er þróaður út frá nokkrum hundategundum og má þá nefna Talbot Hound, North Country Beagle, Southern Hound og líklega Harrier.
Heilsa
Beaglehundar eru almennt hraustir hundar, en helstu vandamálin eru offþyngd, flogaveiki og cherry eye. Með ábyrgri ræktun og góða umhirðu eiganda ætti að vera hægt að minnka líkurnar verulega á vandamálunum.
Litir
Lemon & White, White & Tan, Tri-color, Chocolate Tri, White & Chocolate, Orange & White, Red & White eru leyfilegir litir í tegundinni (skv. standard)
Beagle og börn
Beaglehundurinn er barngóður og hæfir vel barnafjölskyldum hafi hann fengið góða þjálfun. En eins og með aðra hunda þá þarf hann sitt næði frá börnum.
Tegundahópur 6. Sporhundar og tengdar tegundir.
Notkun: Sporhundur
Hæð á herðarkamb
Rakkar 36-41 cm. Tíkur 33-38 cm.
Meðalþyngd Beagle hunds er um 15 – 20 kg og líftími þeirra er miðaður við 13 ár.
Eðli
Beagle er sporhundur (Scent hound) með sterkt veiðieðli. Þessi tegund hefur verið mjög vinsæl í langan tíma vegna fjölhæfni þeirra og eiginleika til að aðlagast hlutverkum en er fyrst og fremst veiðihundur notaður til að veiða héra, kanínur og hefur reynst vel í veiði á fuglum og einnig stærri bráðum. Einnig hefur tegundin verið notuð við fíkniefnaleit vegna afar góðs lyktarskyns. Beagle-hundar eru vinsæl gæludýr vegna stærðar sinnar, jafnlyndisskaps og þess að vera lausir við arfeng heilsuvandamál. Síðast en ekki síðst eru þeir hamingjusamir, ástríðufullir og húsbóndahollir hundar. Beagle vill vera hluti af fjölskyldunni, þeim semur vel við önnur dýr og börn. Þeir vilja hafa hlutverk innan fjölskyldunnar og að taka þátt í heimilislífinu sama þótt að það sé að fara í bíltúr eða að horfa á sjónvarpið. Beagle þarf eiganda sem er ákveðinn og þolinmóður vegna þess að Beagle geta verið þrjóskir. Vegna sterks lyktarskyns og sjálfstæðis tegundarinnar skiptir miklu máli að venja þá að vera í búri og best að garðurinn sé girtur af.
Feldur
Beagle er stutthærð tegund með tvöfaldan feld, tegundin fer úr hárum meðal mikið allt árið og svo meira á vorin og haustin. Gott er að eiga mjúkan bursta og nota hann einu sinni í viku. Gott er að baða þá einu sinni í mánuði eða eftir þörfum.
Þjálfun/hreyfing
Það er auðvelt að þjálfa Beagle í að veiða þar sem að tegundin hefur verið ræktuð í þeim tilgangi. Þeir eru með mikla orku og geta verið úti að veiða í allan dag. Tegundin þarfnast að minnsta kosti 20-30 mín á dag í hreyfingu.
Uppruni/saga
Erfitt er að segja um uppruna Beagle tegundarinnar en fyrstu heimildirnar um tegundina koma fram í Onomasticon bókinni eftir Iulius Pollux frá 1300 f.kr og síðar í bók eftir Xenophon í bók sinni um litla hunda frá 450 f.kr. Hundarnir sem koma fram í bókinni eru án efa forfeður þeirra hunda í dag sem að við þekkjum sem Beagle. Tegundin sem að er til í dag varð vinsæl í Bretlandi sirka 1830 og voru notaðir til að veiða Dádýr, Refi og Héra. Nútíma Beagle er þróaður út frá nokkrum hundategundum og má þá nefna Talbot Hound, North Country Beagle, Southern Hound og líklega Harrier.
Heilsa
Beaglehundar eru almennt hraustir hundar, en helstu vandamálin eru offþyngd, flogaveiki og cherry eye. Með ábyrgri ræktun og góða umhirðu eiganda ætti að vera hægt að minnka líkurnar verulega á vandamálunum.
Litir
Lemon & White, White & Tan, Tri-color, Chocolate Tri, White & Chocolate, Orange & White, Red & White eru leyfilegir litir í tegundinni (skv. standard)
Beagle og börn
Beaglehundurinn er barngóður og hæfir vel barnafjölskyldum hafi hann fengið góða þjálfun. En eins og með aðra hunda þá þarf hann sitt næði frá börnum.