HRFÍ býður ræktendum félagsins að auglýsa sína ræktun á ræktendalistum sinna tegunda.
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Aðeins er bent á ræktendur sem eiga ræktunarnafn og eru virkir félagsmenn (með greitt árgjald).
Skráðir ræktendur, Afghan hound:
Ræktunarnafn: Enigma Dreams
Nafn: Sunníva Hrund Snorradóttir Sími: 772-3285 Netfang: [email protected] |
Ræktunarnafn: Glitnir
Nafn: Vala HF-5 ehf - Valgerður Júlíusdóttir & Jens Guðbjörnsson Sími: 820-6993 & 565-0407 Netfang: [email protected] [email protected] Heimasíða: www.glitnirafghans.weebly.com |
Ræktunarnafn: Valshamars
Nafn : Berglind Gestsdóttir Sími: 8617977 netfang: [email protected] Instagram: Valshamars |
Tegundakynning á Afghan hound
FCI- Staðall N°228
Tegundarhópur 10.
Hæð á herðarkamb
Rakkar 68- 74 cm. Tíkur 63-69 cm
Uppruni/saga
Það er sagt að afghan hundar séu elsta hreinræktaða hundategundin. Þetta er auðvitað ekki hægt að sanna en þeir eru óneytanlega ævaforn tegund. Þeir eiga rætur sínar að rekja til fábrotins lífsmáta meðal hirðingja í Afghanistan þar sem auður var mældur í fjölda fjár. Þeir þróuðust í margar aldir í lokuðum hirðingjaættbálkum sem ráfuðu um eyðimerkur og einangruð fjalllendi Afghanistans. Afghan hundurinn færði björg í bú með því að vera veiðihundur hirðingjanna. Allt kjöt sem fékkst án þess að slátra búfénaðnum var mikill fengur fyrir hirðingjana. Þeir voru notaðir sem varðhundar, fjárhirðar, við veiðar á hjartardýrum, villtum geitum, úlfum, hérum gasellum og jafnvel snjóhlébörðum.
Eðli
Afghan hundar hafa þann eiginleika að hlaupa eftir bráð sem þeir greina með sjóninni (e. sight hounds). Þeir eru virðulegir, fremur fálátir en mjög ljúfir, tryggir og elskulegir. Afghaninum hefur verið lýst sem glæsilegum, göfuglyndum og hugrökkum en tortryggnir gagnvart ókunnugum en þó ekki óvinveittir. Stundum sagt að þeir horfi í gegnum fólk.
Tegundin er mjög heilbrigð og laus við sjúkdóma en þeir hafa lágan sársaukaþröskuld svo að þjáning er mikil við minnstu meiðsl.
Feldur
Mikil feldhirða er hjá sýningahundum. Þá verður að baða og blása feldinn vikulega, tekur um 2-3 tíma. Feldurinn er ekki burstaður milli baða því að það skemmir feldinn að bursta hann þurran. Ef þeir eru ekki sýningahundar þá er hægt að klippa feldinn niður og feldhirða ekki eins mikil. Setja þarf húfu eða strokk (snood) á hausinn þeirra þegar þeir borða og drekka til að verja síðan feld á eyrum. Margir eigendur láta þá alltaf vera með strokkinn á hausnum svo þeir geti safnað síðum feld á eyrun. Ekki mikið hárlos en reita þarf bak og andlit.
Þjálfun/hreyfing
Afghaninn er ekki auðþjálfuð tegund en geta lært allt eins og aðrar hundategundir. Afghaninn elskar að hlaupa frjáls á stórum og víðáttumiklum svæðum en einnig er mikilvægt að fara með hann í góða göngutúra í taumi.
Litir
Allir litir leyfilegir.
Tegundarhópur 10.
Hæð á herðarkamb
Rakkar 68- 74 cm. Tíkur 63-69 cm
Uppruni/saga
Það er sagt að afghan hundar séu elsta hreinræktaða hundategundin. Þetta er auðvitað ekki hægt að sanna en þeir eru óneytanlega ævaforn tegund. Þeir eiga rætur sínar að rekja til fábrotins lífsmáta meðal hirðingja í Afghanistan þar sem auður var mældur í fjölda fjár. Þeir þróuðust í margar aldir í lokuðum hirðingjaættbálkum sem ráfuðu um eyðimerkur og einangruð fjalllendi Afghanistans. Afghan hundurinn færði björg í bú með því að vera veiðihundur hirðingjanna. Allt kjöt sem fékkst án þess að slátra búfénaðnum var mikill fengur fyrir hirðingjana. Þeir voru notaðir sem varðhundar, fjárhirðar, við veiðar á hjartardýrum, villtum geitum, úlfum, hérum gasellum og jafnvel snjóhlébörðum.
Eðli
Afghan hundar hafa þann eiginleika að hlaupa eftir bráð sem þeir greina með sjóninni (e. sight hounds). Þeir eru virðulegir, fremur fálátir en mjög ljúfir, tryggir og elskulegir. Afghaninum hefur verið lýst sem glæsilegum, göfuglyndum og hugrökkum en tortryggnir gagnvart ókunnugum en þó ekki óvinveittir. Stundum sagt að þeir horfi í gegnum fólk.
Tegundin er mjög heilbrigð og laus við sjúkdóma en þeir hafa lágan sársaukaþröskuld svo að þjáning er mikil við minnstu meiðsl.
Feldur
Mikil feldhirða er hjá sýningahundum. Þá verður að baða og blása feldinn vikulega, tekur um 2-3 tíma. Feldurinn er ekki burstaður milli baða því að það skemmir feldinn að bursta hann þurran. Ef þeir eru ekki sýningahundar þá er hægt að klippa feldinn niður og feldhirða ekki eins mikil. Setja þarf húfu eða strokk (snood) á hausinn þeirra þegar þeir borða og drekka til að verja síðan feld á eyrum. Margir eigendur láta þá alltaf vera með strokkinn á hausnum svo þeir geti safnað síðum feld á eyrun. Ekki mikið hárlos en reita þarf bak og andlit.
Þjálfun/hreyfing
Afghaninn er ekki auðþjálfuð tegund en geta lært allt eins og aðrar hundategundir. Afghaninn elskar að hlaupa frjáls á stórum og víðáttumiklum svæðum en einnig er mikilvægt að fara með hann í góða göngutúra í taumi.
Litir
Allir litir leyfilegir.