Kaupsamningur
Um kaupsamninga í hundakaupum
-Grein þessi birtist í 1. tbl. Sáms 2000
höf: KRISTINN ARNAR STEFÁNSSON STUD JUR
1. Inngangur
Stjórn HRFÍ hefur farið þess á leit, að ég taki saman stuttan pistil um afmarkað efni, er tengist kaupum og sölu á hundum til birtingar í blaði Hundaræktarfélags Íslands Sámi. Hef ég valið þann kostinn að fjalla um nokkur atriði staðlaðra kaupsamninga kosti þeirra og galla ásamt vafaatriðum.
Til hliðsjónar við þessa ritsmíð hef ég haft staðlaðan kaupsamning sem gefinn er út af Hundaræktendafélaginu sem það hvetur ræktendur til að nota við kaup og sölu á hundum.
2. Almennt um samninga
Samningar eru almennt ekki formbundnir að íslenskum lögum. Munnlegir samningar eru jafngildir og skriflegir. Þótt samningar þurfi ekki að vera skriflegir til að vera gildir er það þó mikilvægt í reynd. Sönnum um gerð samnings og efni hans er ætíð auðveldari þegar um skriflegan samning er að ræða og um leið er öruggast að hafa þá skriflega og er það vanalega gert.
3. Staðlaðir samningar
Hundaræktarfélag Íslands hefur á skrifstofu sinni ákveðna tegund af kaupsamning um hundakaup. Þessi samningstegund fellur undir hugtakið staðlaður samningur, en með því hugtaki er átt við samning sem að öllu leyti eða að hluta er gerður til samræmis við áður gerða fyrirmynd skilmála, sem ætlað er að nota á sama hátt við gerð fleiri en eins samnings um samskonar efni. Þessi samningur Hundaræktarfélagsins er byggður á þýðingu af stöðluðum kaupsamningi frá Svíþjóð. Í þessum kaupsamning er á hinu staðlaða formi kveðið á um réttindi og skyldur kaupanda og seljanda ásamt réttarstöðu þeirra almennt vegna kaupanna. Kaupandi og seljandi semja síðan sérstaklega um önnur atriði í eyður þær sem eru á prentaða kaupsamningum svo sem um afhendingartíma og greiðslufyrirkomulag. Þessi kaupsamningur er svokallaður tvíhliða kaupsamningur sem saminn er af hagsmunasamtökum sem samningsaðiljar hans tilheyra. Notkun þessa samnings leiðir á vissan hátt til jafnrar aðstöðu allra viðskiptavina og hundaræktenda ásamt því að einstakir viðskiptavinir þurfa ekki að óttast lakari kjör en aðrir. Kostir þessa samnings tel ég vera að visst réttaröryggi leiði af notkun hans, þar sem allir vita að hverju þeir ganga og þar kveðið á um réttindi og skyldur samningsaðilja. Með samningnum er einnig verið að nýta reynslu og þekkingu sem hefur komið fram í tímans tönn. En rétt er að taka fram að Staðlaður samningur felur oftast í sér hvort tveggja í senn staðlaða skilmála og einstaklingsbundin ákvæði er aðilar bæta við í samninginn.
Sökum þessa tel ég rétt að áminna kaupendur á að bæta við á handskrifuðum athugasemdum á samninginn. Þær athugasemdir sem eru líklegast mikilvægastar í þessu samhengi koma fram í smáa letrinu á samning Hundaræktarfélagsins í dálk þar sem rætt er um atriði til athugunar fyrir kaupendur og seljendur. Þar er klausa þess efnis að ætli kaupandi að eiga rétt til skaðabóta eða afsláttar af kaupverði vegna galla sem taldir eru fram í samningnum þurfi hann að áskilja sér slíka kosti í samningnum. Ekki tel ég ástæðu til að ætla að kaupendur missi rétt þó þeir áskilji sér ekki þennan rétt skriflega í samningnum og því til stuðnings bendi ég á að heimild til að krefjast afsláttar eða skaðabóta er lögbundin í lausafjárkaupum sbr. 42. og 43. gr laga nr 39/1922 um lausafjárkaup. Þó hvet ég kaupendur til að áskilja sér rétt til skaðabóta og afsláttar af kaupverði vegna galla með skriflegri athugsemd á samninginn ásamt athugasemdum um hvernig sé tekið á málunum komi fram galli.
4. Einhliða samningsskilmálar
Þar notar hundaræktandi einhliða samningsskilmála sem hann hefur samið sjálfur án þess að hafa samband við væntanlega kaupendur. Mikil er sú hætta er varðar það að sá aðili sem samið hefur einhliða samningsskilmála til notkunar í viðskiptum sínum hefur að jafnaði sterkari aðstöðu viðskiptalega séð en gagnaðili og undanþiggur sig ábyrgð í ríkara mæli en leiða myndi af hinum almenna tvíhliða kaupsamning Hundaræktarfélagsins. Ef til þess kemur að nota skuli samning sem hundaræktandi hefur samið einhliða er rétt að áminna kaupendur á að lesa samninginn vel yfir fyrir undirritun. Einstaklingsbundin ákvæði sem kaupandi bætir inn handskrifað í staðlað samningsform, ganga að jafnaði framar hinum almennu prentuðu skilmálum hundaræktanda.
Hér að neðan nefni ég nokkur dæmi um samningsskilmála sem ber að varast og gætu talist óeðlilegir, en hafa ber í huga að þó að kaupandi undirriti samning með ákvæðum í þessum dúr, eru slík ákvæði í flestum tilfellum eigi bindandi samkvæmt 36. gr samningalaga nr. 7/1936 þar sem segir að samningi megi víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig.
1.) Hundaræktendur setji atriði í samning þar sem kaupandi afsali sér öllum rétti til endurkröfu á hundaræktanda.
2.) Kaupandi hunds geti ekki látið hann auka kyn sitt, án samráðs við ræktanda.
3.) Ræktandi áskilur sér rétt til að nota hund kaupanda á tík án endurgjalds.
5. Niðurlag
Hér hef ég rætt um ýmislega fleti varðandi kaup á hundum. Rétt þykir mér að árétta að kaupandi sé varkár skoði ætíð vel hund áður en hann er keyptur og kynni sér vel hugsanlega erfðagalla tegundarinnar ásamt heilbrigði foreldra og annarra forfeðra. Kaupanda hunds er ætíð skylt að takmarka tjón sitt í þeim tilfellum sem hann hyggst krefja seljanda um skaðabætur vegna galla. Að lokum vil ég benda kaupanda að hafa samband við seljanda sem allra fyrst sé grunur um galla í hundinum ásamt því að taka ákvörðun í sameiningu með honum um framhald.
Höfundur er laganemi á 4.ári sem starfað hefur hjá Neytendasamtökunum m.a við mál er varða samninga er hér um ræðir. Sérstakar þakkir fær Heiðar Ásberg Atlason fyrir lán á bókasafni sínu. Heimildir bókin Samningaréttur. Höfundur Páll Sigurðsson.
Um kaupsamninga í hundakaupum
-Grein þessi birtist í 1. tbl. Sáms 2000
höf: KRISTINN ARNAR STEFÁNSSON STUD JUR
1. Inngangur
Stjórn HRFÍ hefur farið þess á leit, að ég taki saman stuttan pistil um afmarkað efni, er tengist kaupum og sölu á hundum til birtingar í blaði Hundaræktarfélags Íslands Sámi. Hef ég valið þann kostinn að fjalla um nokkur atriði staðlaðra kaupsamninga kosti þeirra og galla ásamt vafaatriðum.
Til hliðsjónar við þessa ritsmíð hef ég haft staðlaðan kaupsamning sem gefinn er út af Hundaræktendafélaginu sem það hvetur ræktendur til að nota við kaup og sölu á hundum.
2. Almennt um samninga
Samningar eru almennt ekki formbundnir að íslenskum lögum. Munnlegir samningar eru jafngildir og skriflegir. Þótt samningar þurfi ekki að vera skriflegir til að vera gildir er það þó mikilvægt í reynd. Sönnum um gerð samnings og efni hans er ætíð auðveldari þegar um skriflegan samning er að ræða og um leið er öruggast að hafa þá skriflega og er það vanalega gert.
3. Staðlaðir samningar
Hundaræktarfélag Íslands hefur á skrifstofu sinni ákveðna tegund af kaupsamning um hundakaup. Þessi samningstegund fellur undir hugtakið staðlaður samningur, en með því hugtaki er átt við samning sem að öllu leyti eða að hluta er gerður til samræmis við áður gerða fyrirmynd skilmála, sem ætlað er að nota á sama hátt við gerð fleiri en eins samnings um samskonar efni. Þessi samningur Hundaræktarfélagsins er byggður á þýðingu af stöðluðum kaupsamningi frá Svíþjóð. Í þessum kaupsamning er á hinu staðlaða formi kveðið á um réttindi og skyldur kaupanda og seljanda ásamt réttarstöðu þeirra almennt vegna kaupanna. Kaupandi og seljandi semja síðan sérstaklega um önnur atriði í eyður þær sem eru á prentaða kaupsamningum svo sem um afhendingartíma og greiðslufyrirkomulag. Þessi kaupsamningur er svokallaður tvíhliða kaupsamningur sem saminn er af hagsmunasamtökum sem samningsaðiljar hans tilheyra. Notkun þessa samnings leiðir á vissan hátt til jafnrar aðstöðu allra viðskiptavina og hundaræktenda ásamt því að einstakir viðskiptavinir þurfa ekki að óttast lakari kjör en aðrir. Kostir þessa samnings tel ég vera að visst réttaröryggi leiði af notkun hans, þar sem allir vita að hverju þeir ganga og þar kveðið á um réttindi og skyldur samningsaðilja. Með samningnum er einnig verið að nýta reynslu og þekkingu sem hefur komið fram í tímans tönn. En rétt er að taka fram að Staðlaður samningur felur oftast í sér hvort tveggja í senn staðlaða skilmála og einstaklingsbundin ákvæði er aðilar bæta við í samninginn.
Sökum þessa tel ég rétt að áminna kaupendur á að bæta við á handskrifuðum athugasemdum á samninginn. Þær athugasemdir sem eru líklegast mikilvægastar í þessu samhengi koma fram í smáa letrinu á samning Hundaræktarfélagsins í dálk þar sem rætt er um atriði til athugunar fyrir kaupendur og seljendur. Þar er klausa þess efnis að ætli kaupandi að eiga rétt til skaðabóta eða afsláttar af kaupverði vegna galla sem taldir eru fram í samningnum þurfi hann að áskilja sér slíka kosti í samningnum. Ekki tel ég ástæðu til að ætla að kaupendur missi rétt þó þeir áskilji sér ekki þennan rétt skriflega í samningnum og því til stuðnings bendi ég á að heimild til að krefjast afsláttar eða skaðabóta er lögbundin í lausafjárkaupum sbr. 42. og 43. gr laga nr 39/1922 um lausafjárkaup. Þó hvet ég kaupendur til að áskilja sér rétt til skaðabóta og afsláttar af kaupverði vegna galla með skriflegri athugsemd á samninginn ásamt athugasemdum um hvernig sé tekið á málunum komi fram galli.
4. Einhliða samningsskilmálar
Þar notar hundaræktandi einhliða samningsskilmála sem hann hefur samið sjálfur án þess að hafa samband við væntanlega kaupendur. Mikil er sú hætta er varðar það að sá aðili sem samið hefur einhliða samningsskilmála til notkunar í viðskiptum sínum hefur að jafnaði sterkari aðstöðu viðskiptalega séð en gagnaðili og undanþiggur sig ábyrgð í ríkara mæli en leiða myndi af hinum almenna tvíhliða kaupsamning Hundaræktarfélagsins. Ef til þess kemur að nota skuli samning sem hundaræktandi hefur samið einhliða er rétt að áminna kaupendur á að lesa samninginn vel yfir fyrir undirritun. Einstaklingsbundin ákvæði sem kaupandi bætir inn handskrifað í staðlað samningsform, ganga að jafnaði framar hinum almennu prentuðu skilmálum hundaræktanda.
Hér að neðan nefni ég nokkur dæmi um samningsskilmála sem ber að varast og gætu talist óeðlilegir, en hafa ber í huga að þó að kaupandi undirriti samning með ákvæðum í þessum dúr, eru slík ákvæði í flestum tilfellum eigi bindandi samkvæmt 36. gr samningalaga nr. 7/1936 þar sem segir að samningi megi víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða andstætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig.
1.) Hundaræktendur setji atriði í samning þar sem kaupandi afsali sér öllum rétti til endurkröfu á hundaræktanda.
2.) Kaupandi hunds geti ekki látið hann auka kyn sitt, án samráðs við ræktanda.
3.) Ræktandi áskilur sér rétt til að nota hund kaupanda á tík án endurgjalds.
5. Niðurlag
Hér hef ég rætt um ýmislega fleti varðandi kaup á hundum. Rétt þykir mér að árétta að kaupandi sé varkár skoði ætíð vel hund áður en hann er keyptur og kynni sér vel hugsanlega erfðagalla tegundarinnar ásamt heilbrigði foreldra og annarra forfeðra. Kaupanda hunds er ætíð skylt að takmarka tjón sitt í þeim tilfellum sem hann hyggst krefja seljanda um skaðabætur vegna galla. Að lokum vil ég benda kaupanda að hafa samband við seljanda sem allra fyrst sé grunur um galla í hundinum ásamt því að taka ákvörðun í sameiningu með honum um framhald.
Höfundur er laganemi á 4.ári sem starfað hefur hjá Neytendasamtökunum m.a við mál er varða samninga er hér um ræðir. Sérstakar þakkir fær Heiðar Ásberg Atlason fyrir lán á bókasafni sínu. Heimildir bókin Samningaréttur. Höfundur Páll Sigurðsson.