LANGAR ÞIG Í HUND?
Ætlar þú að fá þér hund?
Hundaræktarfélagið hefur ættbókarfært yfir 90 mismunandi hundategundir. Kynntu þér eiginleika tegundarinnar sem þú hefur áhuga fyrir og hvort hundinum fylgi ættbókarskírteini útgefið af Hundaræktarfélagi Íslands.
Hundaræktarfélag Íslands er eina hundaræktarfélagið á Íslandi sem gefur út ættbókarskírteini sem viðurkennd eru af erlendum hundaræktarfélögum sem eiga aðild að FCI (alþjóðasambandi hundaræktarfélaga).
Hundaræktarfélagið skráir aðeins hvolpa í ættbók sem eru undan hundum með viðurkenndar FCI ættbækur.
Hundaræktarfélag Íslands viðurkennir ekki ættbækur sem gefnar eru út af öðrum aðilum á Íslandi (t.d. UCI ættbækur og/eða Íshunda ættbækur).
Aðeins hundar með ættbók HRFÍ og/eða frá öðrum viðurkenndum hundaræktarfélögum (FCI) hafa þátttökurétt á hundasýningum, veiðiprófum, vinnuprófum, skapgerðarprófum, augnskoðunum o.fl. sem Hundaræktarfélag Íslands stendur fyrir.
Eftirtalin atriði skaltu athuga ef þú ert að afla upplýsinga varðandi hvolpakaup.
Eru bæði undaneldisdýr ættbókafærð hjá Hundaræktarfélagi Íslands?
Ef bæði eða annaðhvort undaneldisdýrið er með erlenda ættbók þarf umskráning að fara fram áður en hvolpar eru skráðir hjá HRFÍ.
Aðeins ræktandi (eigandi undaneldistíkar) getur skráð hvolpa í ættbók.
Sum hundakyn þurfa að uppfylla heilbrigðisskilyrði (augnskoðun - mjaðmamyndir) til að afkvæmi þeirra fáist skráð í ættbók.
Hafa undaneldisdýr verið sýnd á sýningum HRFÍ?
Eftir 9 mánaða aldur fá hundar gæðadóm. Hvenær voru undaneldisdýrin sýnd og hvaða einkunn fengu þau?
Hvolpa má ekki afhenda fyrr en þeir hafa náð a.m.k. 8 vikna aldri.
Hvolpi á að fylgja heilsufarsbók, þar sem fram kemur að dýralæknir hafi skoðað og sprautað hvolpinn og metið heilsufarsástand hans.
Ræktandi má ekki láta af hendi hvolp, sem á þeim tíma er afhendingin fer fram, er vitað að haldinn er sjúkdómi eða galla, án þess að þess sé getið í kaupsamningi.
Greiðslur fyrir hvolpa er samningur milli seljanda og kaupanda. Kaupandi og seljandi skulu gera með sér samkomulag um afhendingartíma hvolps, hvenær ættbókarskírteini sé afhent o.s.frv. Seljandi skal upplýsa kaupanda strax um sérstaka samninga séu þeir forsenda fyrir sölu.
Ræktandi skal láta dýralækni örmerkja hvolpa áður en þeir eru ættbókarfærðir.
Ræktendur skulu ættbókarfæra hvolpa fyrir 3. mánaða aldur þeirra.
Sérstakur kaupsamningur um hund er til á skrifstofu HRFÍ.
Ætlar þú að fá þér hund?
Hundaræktarfélagið hefur ættbókarfært yfir 90 mismunandi hundategundir. Kynntu þér eiginleika tegundarinnar sem þú hefur áhuga fyrir og hvort hundinum fylgi ættbókarskírteini útgefið af Hundaræktarfélagi Íslands.
Hundaræktarfélag Íslands er eina hundaræktarfélagið á Íslandi sem gefur út ættbókarskírteini sem viðurkennd eru af erlendum hundaræktarfélögum sem eiga aðild að FCI (alþjóðasambandi hundaræktarfélaga).
Hundaræktarfélagið skráir aðeins hvolpa í ættbók sem eru undan hundum með viðurkenndar FCI ættbækur.
Hundaræktarfélag Íslands viðurkennir ekki ættbækur sem gefnar eru út af öðrum aðilum á Íslandi (t.d. UCI ættbækur og/eða Íshunda ættbækur).
Aðeins hundar með ættbók HRFÍ og/eða frá öðrum viðurkenndum hundaræktarfélögum (FCI) hafa þátttökurétt á hundasýningum, veiðiprófum, vinnuprófum, skapgerðarprófum, augnskoðunum o.fl. sem Hundaræktarfélag Íslands stendur fyrir.
Eftirtalin atriði skaltu athuga ef þú ert að afla upplýsinga varðandi hvolpakaup.
Eru bæði undaneldisdýr ættbókafærð hjá Hundaræktarfélagi Íslands?
Ef bæði eða annaðhvort undaneldisdýrið er með erlenda ættbók þarf umskráning að fara fram áður en hvolpar eru skráðir hjá HRFÍ.
Aðeins ræktandi (eigandi undaneldistíkar) getur skráð hvolpa í ættbók.
Sum hundakyn þurfa að uppfylla heilbrigðisskilyrði (augnskoðun - mjaðmamyndir) til að afkvæmi þeirra fáist skráð í ættbók.
Hafa undaneldisdýr verið sýnd á sýningum HRFÍ?
Eftir 9 mánaða aldur fá hundar gæðadóm. Hvenær voru undaneldisdýrin sýnd og hvaða einkunn fengu þau?
Hvolpa má ekki afhenda fyrr en þeir hafa náð a.m.k. 8 vikna aldri.
Hvolpi á að fylgja heilsufarsbók, þar sem fram kemur að dýralæknir hafi skoðað og sprautað hvolpinn og metið heilsufarsástand hans.
Ræktandi má ekki láta af hendi hvolp, sem á þeim tíma er afhendingin fer fram, er vitað að haldinn er sjúkdómi eða galla, án þess að þess sé getið í kaupsamningi.
Greiðslur fyrir hvolpa er samningur milli seljanda og kaupanda. Kaupandi og seljandi skulu gera með sér samkomulag um afhendingartíma hvolps, hvenær ættbókarskírteini sé afhent o.s.frv. Seljandi skal upplýsa kaupanda strax um sérstaka samninga séu þeir forsenda fyrir sölu.
Ræktandi skal láta dýralækni örmerkja hvolpa áður en þeir eru ættbókarfærðir.
Ræktendur skulu ættbókarfæra hvolpa fyrir 3. mánaða aldur þeirra.
Sérstakur kaupsamningur um hund er til á skrifstofu HRFÍ.